Mosfellingur - 07.01.2016, Side 26

Mosfellingur - 07.01.2016, Side 26
Kæru Mosfellingar! Um áramót er venja að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur gengið og ekki síður velta fyrir sér hvað bíður okkar á nýju ári. Í heildina litið má segja að árið 2015 hafi verið gott ár. Hagsæld hefur aukist, kjör batnað og uppgangur er í þjóðfélaginu um þessar mundir. Í Mosfellsbæ er þetta líka raunin en hér fer fram mikil uppbygging á íbúðahúsnæði, atvinnuhúsnæði, skólum og umferðarmannvirkjum. Kannanir síðustu ára hafa sýnt að íbúar í Mosfellsbæ eru ánægðir. Þar fléttast saman sú þjón- usta sem sveitarfélagið er að veita og það góða samfélag sem íbúar þess skapa. Miklar kjarabætur starfsmanna Það má segja að árið 2015 hafi verið ár hinna stóru kjarasamninga. Á árinu tókst sögulegt samkomulag flestra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins, ríkisvaldsins og sveitarfélaga um ramma launahækkana næstu þrjú árin, sk. SALEK samkomulag. Samkomulagið felur í sér um 30% launahækkun á þessu tímabili sem er sögulega mjög há hækkun sérstaklega í ljósi lágrar verðbólgu. Launakostnaður er langstærsti útgjaldaliður sveitarfélaga og er launakostn- aður Mosfellsbæjar að hækka um 17% milli áranna 2015 og 2016. Því miður eru tekjur ekki að hækka samsvarandi og því er rekstur sveitarfélagsins erfiður nú um stundir. Þetta sama á við um önnur sveitarfélög. Það er skoðun sveitarstjórnarmanna að skoða þurfi tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga upp á nýtt. Tillögur þess efnis munu vonandi fá jákvæða niðurstöðu á árinu 2016. Nýr Helgafellsskóli í undirbúningi Mikil uppbygging hefur verið í skólamálum á undanförnum árum samfara fjölgun í sveitar- félaginu. Mosfellsbær er vinsælt sveitarfélag og eftirsótt til búsetu, það sannar eftirspurn eftir húsnæði hér í bæ. Við Höfðaberg er á lokastigi uppbygging á skólahúsnæði fyrir rúmlega 200 börn en þar verður kennsla fyrir 5, 6 og 7 ára börn við góðan aðbúnað næstu árin. Vel hefur tekist til með þetta húsnæði sem hefur komið fram í ánægju meðal barna, foreldra og starfs- fólks þó að auðvitað hafi framkvæmdir og rask þeim tengdum tekið á. Þetta hefur létt mjög á húsnæðismálum í Lágafellsskóla og má segja að þar sé komið á gott jafnvægi í húsnæðismál- um. Undirbúningur á byggingu nýs skóla í Helgafellslandi er komin vel á veg. Þarfagreining er á lokastigi og fyrirhugað er útboð á hönnun á næstu vikum. Ráðgert er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018 sem mun létta á skólasvæði Varmárskóla. Uppbygging í Helgafelli, Leirvogstungu og í miðbæ Nú um áramótin höfðu verið gefin út byggingarleyfi fyrir rúmlega 300 íbúðir í Helgafells- hverfi en fullbyggt er gert ráð fyrir um 1000 íbúðum þar. Mikill gangur hefur einnig verið í Leirvogstunguhverfinu sem senn mun verða fullbyggt. Í miðbæ er auk þessa að hefjast mikil uppbygging. Mosfellingum fjölgar því þó nokkuð hratt um þessar mundir og styttist í tíu þús- undasta íbúann. Atvinnuuppbygging í vændum Eftirspurn eftir atvinnulóðum jókst mikið á síðasta ári. Þannig eru flestar lóðir við Desja- mýri seldar en þar eru 10 lóðir þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Nokkrar fyrirspurnir hafa verið um lóðir í Sunnukrika og miðbæ sem vonandi leiðir til atvinnuupp- byggingar þar. Einnig má nefna að tvö stór þróunarverkefni sem tengjast ferðaþjónustu hafa verið í undirbúningi á árinu. Þannig er nú í skipulagsferli uppbygging á víkingabæ við Selholt í Mosfellsdal og svo er í skoðun bygging tíu þúsund fermetra þrívíddar Íslandskorts á Leirvogstungumelum. Hvorutveggja verkefni sem munu draga að sér hundruð þúsunda ferðamanna ef þau verða að veruleika. Mig langar til að benda á nokkur atriði í fjárhagsáætlun næsta árs sem bæði ungir og aldnir njóta góðs af. Þar er gert ráð fyrir óbreyttum leikskólagjöldum. Auk þess var samþykkt að koma á systkinatengingu á frístundaávísun sem niðurgreiðir enn frekar frístundir hjá barnmörgum fjölskyldum. Einnig var samþykkt að hækka niðurgreiðslur vegna dvalar í sjálfstætt reknum leikskólum og ákveðið var að auka afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra eldri borgara. Þetta eru allt kjarabætur til Mosfellinga sem er ánægjulegt. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru hvað varðar það sem gerst hefur í Mosfellsbæ á s.l. ári, en of langt mál væri að telja það allt upp. Samstarfið í bæjarstjórninni hefur gengið vel á árinu. Traust og gott meirihlutasamstarf er milli D- og V- lista í bæjarstjórninni. Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og með gildin okkar góðu VIRÐINGU – JÁ- KVÆÐNI - FRAMSÆKNI og UMHYGGJU að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf, samskipti, vináttu og stuðning á árinu 2015 og megi nýrunnið ár vera okkur gæfuríkt og gleðilegt.  HaraldurSverrisson  Bæjarstjóri Um áramót Nýarskveðja bæjarstjóra - Aðsendar greinar26 Nú í byrjun árs liggur fyrir að auglýst verði staða prests við Mosfellsprestakall. Sam- kvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta velur valnefnd prest nema óskað sé eftir almennri kosningu í prestakallinu. Það vill brenna við að þeir umsækjendur sem lengst hafa þjón- að sem prestar fái auglýstar stöð- ur, burt séð frá því hversu vel þeir þekkja til sóknarinnar eða hversu kraftmiklir og vel liðnir þeir eru. Það ætti að skipta íbúa sóknarinn- ar máli að næsti prestur verði prest- ur sem flest sóknarbörn þekkja til og treysta og ættu því að fá tækifæri til að velja sér þann prest sjálf. Það er mögulegt með því að safna undir- skriftum þriðjungs kosningabærra sóknarbarna um að fram fari al- menn prestskosning. Undirrituð eru þess fullviss að séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn sé vel til þess fallin að verða prest- ur í Mosfellsprestakalli. Hún hefur starfað við Lágafellsókn á annan áratug við góðan orðstír. Hún hefur verið meðhjálp- ari og kirkjuvörður í átta ár, stýrt foreldramorgnum, komið að fermingarfræðslu og leyst presta sóknarinnar af eftir að hún sjálf hlaut vígslu til Kvennakirkjunnar árið 2013. Arndís er borinn og barnfæddur Mosfellingur, hún er vel liðin innan sóknarinnar og hef- ur mætt sóknarbörnum af alúð, ein- lægni og virðingu alla tíð. Við hvetjum íbúa í Mosfells- prestakalli til að sameinast um val á presti fyrir okkur sjálf, presti fólks- ins, óbundin af þeim reglum sem gilda um val á opinberum embætt- ismönnum. Því óskum við eftir að fram fari prestskosningar í presta- kallinu og teljum séra Arndísi verð- ugan þjón kirkjunnar. Bryndís Haraldsdóttir Elísabet Jónsdóttir Hilmar Bergmann Karl Tómasson Katrín Sigurðardóttir Magnús Sigsteinsson Úlfhildur Geirsdóttir Mosfellingar velji sér prest Lausar stöður við Lágafellsskóla Umsjónarkennsla á miðstigi 100% starfshlutfall, tímabundin ráðning til loka skólaárs. Ráðið verður í stöðuna frá 1. mars 2016. Skólaliði Meginverkefni eru ræsting, gæsla nemenda og aðstoð í matsal. Daglegur vinnutími frá kl. 07:50 –15:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa við Frístundasel Lágafellsskóla. Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk. Frekari upplýsingar um störfin er að finna á www.lagafellsskoli.is og www.mos.is Umsóknarfrestur um störfin er til 13. janúar 2016

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.