Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 6
Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Boðið verður upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýn- ingu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í leið 15 allan laug- ardaginn þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima. Tindahlaupið festir sig í sessi Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og íþróttatengdir viðburðir eru nokkrir. Til dæmis er hægt að nefna Tindahlaup Mos- fellsbæjar sem er samstarfsverkefni bæjarins og Björgunarsveitarinnar Kyndils. Í fyrra var metþátttaka eða um 120 hlauparar. Boðið er upp á fjórar vegalengdir og er enn stefnt að því að fjölga þátt- takendum. Lagt er upp úr því að hafa umgjörðina veglega og markmiðið er að hlaupið verði eitt af vinsælustu náttúrhlaupum ársins. Fellin í kringum Mos- fellsbæ, nálægðin við náttúru og þéttbýli gera hlaupið einstakt og aðlaðandi fyrir hlaupara, bæði byrjendur og lengra komna. Hlaupið er hluti af þríþraut sem nefnist Íslands- garpurinn. Fjölbreytt dagskrá að Varmá Kjúklingafestivalið er komið til að vera en því hefur verið vel tekið af gestum hátíðarinnar. Þar koma saman allir helstu kjúklingaframleiðend- ur landsins og bjóða upp á framleiðslu sína. Auk þess selja þekktir veitingastað- ir smáskammta. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Mosfellingar bjóða heim Sérstaða bæjarhá- tíðarinnar í Mosfellsbæ felst í boði Mosfellinga í garðana sína. Víða er boðið upp á metnaðarfulla dagskrá og landsfræga listamenn í einstöku umhverfi. Nemendafélag FMOS býður upp á vöfflu- kaffi í Framhaldsskólanum og rennur ágóð- inn til Reykjadals. Tökum þátt Mosfellsbær vill koma á framfæri þökk- um til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg við að gera Í túninu heima að þeirri stóru hátíðarhelgi sem hún er orðin ár hvert. Verum stolt af bænum okkar og njótum samverunnar um helgina. Sérstakt hátíðarlag hefur nú verið gefið út en það er eftir þær Sigrúnu Harðardóttur og Agnesi Wild úr Leikfélagi Mosfellssveit- ar. Þær hafa fengið stórskotalið Mosfellinga með sér í lið og glæsilegt myndband hefur litið dagsins ljós. Meðal annars er hægt að fletta því upp á facebook-síðu hátíðarinnar. Hátíð í Mosfellsbæ um helgina • Fjölbreytt dagskrá um allan bæ • Frítt í Strætó og sund Bæjarhátíðin Í túninu heima Mosfellingar bjóða heim MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20:00 - 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga. Fram koma: Úlfur Úlfur, Sprite Zero Klan og DJ Anton Kroyer. Aðgangseyrir: 800 kr. fIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERfISLITUM GULUR - Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar RAUÐUR - Tangar, Holt og Miðbær BLEIKUR - Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur BLÁR - Reykja- og Helgafellshverfi 09:00-16:00 HLÍÐAVÖLLUR – UNGLINGAEINVÍGI Í GOLfI Allir bestu unglingar landsins taka þátt Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ á vegum GM. 17:00-19:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 17:00-19:00 LISTASALUR MOSfELLSBÆJAR - SMIÐUR EÐA EKKI Opnun á sýningunni SMIÐUR EÐA EKKI hverfist um ævi og störf Birtu Fróðadóttur innanhússarkitekts og húsgagnasmiðs sem settist að í Mosfellsdal og var fyrsta konan hér á landi menntuð í innanhússarkitektúr. Að sýningunni stendur sonardóttir og alnafna hennar Birta Fróðadóttir arkitekt. 18:00-21:00 KJARNINN - HERNÁMSÝNING Sýning á áhugaverðum munun frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2. 19:00 - 21:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAfELLSLAUG Fjölskyldan skemmtir sér saman. Tímataka í Wipeoutbrautinni. Aqua Zumba, fjör og gleði. Björgvin Franz og íþróttaálfurinn mæta á svæðið ásamt góðum gestum. DJ Baldur stjórnar tónlistinni. 18:30 HVÍTI RIDDARINN - ÍSBJÖRNINN Topplið Hvíta Riddarans tekur á móti Ísbirninum á Varmárvelli. Liðin leika í 4. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 21:00 STEBBI OG EYfI Í HLÉGARÐI Stebbi og Eyfi fagna 25 ára afmæli Nínu auk þess sem stiklað verður á stóru í gegnum Eurovision-söguna. Gamanmál og gleðisöngvar úr ýmsum áttum. Miðasala á www.midi.is. fÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 11:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 14:00 ARION BANKI Skólakór Varmárskóla syngur nokkur lög. Bíbí og Blaki verða á svæðinu auk þess sem boðið verður uppá andlitsmálun fyrir börnin. 18:00-21:00 KJARNINN - HERNÁMSÝNING Sýning á áhugaverðum munun frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2. 19:00-21:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 19:30 - 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAfOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi. 20:30 ÍBÚAR SAfNAST SAMAN Á MIÐÆJARTORGI GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR - Allir að mæta í lopapeysu. 20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA Af STAÐ Í ÁLAfOSSKVOS Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu. 21:00 - 22:30 ULLARpARTÝ Í ÁLAfOSSKVOS Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, setur hátíðina. Sveppi og Villi taka lagið. Hilmar og Gústi stýra brekkusöng. Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. 22:15 GRÍNKVÖLD RIDDARANS Uppistand og lifandi tónlist á Hvíta Riddaranum. Jóhann Alfreð, Ari Eldjárn og Andri Ívars sjá um að kítla hláturtaugarnar. Síðan taka föstudagslögin við með Stebba Jak söngvara Dimmu í fararbroddi. Miðaverð: 3.000 kr. eða 1.500 kr. eftir miðnætti. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST • fRÍTT Í LEIÐ 15 Í STRÆTó ALLAN DAGINN • fRÍTT Í VARMÁRLAUG OG LÁGAfELLSLAUG Í DAG 8:00 - 18:00 MOSfELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí er með opið lengur í tilefni af bæjarhátíðinni. Múffur í hverfislitunum og skúffukökubitar þessir gömlu góðu með súkkulaði á köntunum. 9:00 - 17:00 ÍÞRóTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna. 9:00 - 16:00 TINDAHLAUp MOSfELLSBÆJAR Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is. 9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12 Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með kettilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi. 9:30 – 11:00 WORLD CLASS - MOSfELLSBÆ World Class Mosfellsbæ. Tökum á því í hverfislitunum- 3 skemmtilegir og fjölbreyttir 30 min tímar í boði. Þorbjörg og Unnur halda uppi stuði, puði og stemmningu. Allir að sjálfsögðu hvattir til að mæta í sínum hverfislit. Tabata kl. 9:30 - Þorbjörg, Fight FX kl. 10:00 - Unnur og Fit Pilates kl. 10:30 - Unnur. 10:00 - 16:00 MOSSKóGAR Í MOSfELLSDAL Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. 11:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Hafdis Huld og Alisdair Wright syngja lög af plötunni Barnavísur kl. 14:00. Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 11:00-18:00 KJARNINN - HERNÁMSÝNING Sýning á áhugaverðum munun frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2. 12:00 - 14:00 VARMÁRLAUG – fJÖR Í SUNDLAUGINNI Koddaslagur á rörinu góða fyrir 10 ára og eldri. Hin sívinsæla Wipeout-braut verður á staðnum. Frítt í laugina og allir fá ís í boði Kjörís. 12:00 - 17:00 WINGS AND WHEELS - fLUGVÖLLURINN Á TUNGUBÖKKUM Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka. 12:00 HópAKSTUR UM MOSfELLSBÆ Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ. 12:00 - 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAfOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði. Blaðrarar á svæðinu sem gefa börnunum blöðrudýr. 12:00 Álafosskórinn 12:30 Úti-Zumba með Röggu Ragnars 13:00 Mosfellskórinn 13:30 Danshópar frá Dansstúdíói World Class 14:00 Karlakórinn Stefnir 14:30 Óperukór Mosfellsbæjar 15:00 Kammerkór Mosfellsbæjar 15:30 Djasshljómsveitin Pipar úr tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. 12.45 – 16.00 SVART OG SYKURLAUST Á RÁS 2 Útvarpsþátturinn Svart og sykurlaust á Rás 2 með Sólmundi Hólm sendur beint út frá bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ. 13:00 LISTASALUR MOSfELLSBÆJAR SMIÐUR EÐA EKKI Í tilefni af bæjarhátíð verður sérstök leiðsögn um sýninguna sem hverfist um ævi og störf Birtu Fróðadóttur innanhúss- arkitekts og húsgagnasmiðs sem settist að í Mosfellsdal og var fyrsta konan hér á landi menntuð í innanhússarkitektúr. Að sýningunni stendur sonardóttir og alnafna hennar Birta Fróðadóttir arkitekt. 13:00-15:00 EIRHAMRAR – fÉLAGSSTARf ALDRAÐRA FaMos-félagar og aðrir velunnarar velkomnir í heimsókn í aðstöðu félagsstarfsins á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrar- dagskrá kynnt. Vorboðarnir taka lagið kl. 13:00. 13:00-17:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 13:00 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ Einar Mikael mætir með brot af því besta úr sýnum vin- sælu töfrasýningum. Sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð. Sýningin hefst stundvíslega kl. 13:00 13:00 - 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar um viðburð á facebook. Skráning hjá Elísabetu S. Ólafsdóttur í síma 898 4412. 13:00 - xx:xx TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG 14:00 - 16:00 KJÚKLINGAfESTIVAL KJÚKLINGARÉTTIR fYRIR ALLA Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Biggi Haralds, loftboltar, uppistand, áskorun í ólympísk- um lyftingum og Danshópar frá Dansstúdíói World Class sýna dansa. 14:00 - 16:00 ÍÞRóTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ - AfTURELDING KYNNIR VETRARSTARfIÐ Kynning á vetrarstarfi Aftureldingar. Fulltrúar deilda verða á svæðinu og kynna starfsemi sína. Aftureldingarbúðin verður opin. 14:00 - 17:00 STEKKJARfLÖT – HOppUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 15:00 - 16:00 STEKKJARfLÖT – HESTAfJÖR Teymt undir börnum í boði Hestamannafélagsins Harðar. 14:00 - 17:00 VÖffLUKAffI Í fMOS Nemendafélag Framhaldsskólans Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Óperukór Mosfellsbæjar syngur kl. 15:30. 16:00 LITLA HAfMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788. 16:30 KARMELLUKAST Á fLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM 17:00 - 21:00 GÖTUGRILL Í MOSfELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins 21:00 - 22:45 STóRTóNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI Hljómsveitin Albatross undir tónlistarstjórn Halldórs Fjallabróður leikur ásamt góðum gestum. - Sverrir Bergmann - Friðrik Dór - Matti Matt - Helgi Björns - Stórskotalið Mosfellinga flytur hátíðarlagið Í túninu heima 22:45 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ fLUGELDASÝNINGU 23:30 DÚNDURfRÉTTIR MEÐ MIÐNÆTUR- TóNLEIKA Í HLÉGARÐI Hljómsveitin mun flytja bland af því besta í gegnum árin. Að tónleikunum loknum mun Ólafur Páll Gunnarsson Rokklands- kóngur þeyta skífum fram á nótt. Miðasala á www.midi.is 23:30 - 04:00 STóRDANSLEIKUR MEÐ pÁLI óSKARI AÐ VARMÁ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 8:00 - 18:00 MOSfELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí er með opið lengur í tilefni af bæjarhátíðinni. Múffur í hverfislitunum og skúffukökubitar þessir gömlu góðu með súkkulaði á köntunum. 9:00 - 17:00 ÍÞRóTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna. 11:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSfELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 11:00 GUÐSÞJóNUSTA Í MOSfELLSKIRKJU Helgum lífið, höldum litríka bæjarhátíð, Í túninu heima. Prestur sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn. 11:00-18:00 KJARNINN - HERNÁMSÝNING Sýning á áhugaverðum munun frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2. 13:00-16:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 14:00 - 17:00 STEKKJARfLÖT - HOppUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 14:00 HLÉGARÐUR - HÁTÍÐARDAGSKRÁ Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2016. Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2016. Heitt á könnunni og allir velkomnir. 16:00 LITLA HAfMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788. Da gs kr á Bæjarhátíð MosfellsBæjar 26.-28. ágúst laugardagur 27. ágúst13:00 GALLERÍ HVIRfILL Í MOSfELLSDAL Bjarki Bjarnason les úr væntanlegri bók sinni sem heitir Ljón norðursins og fjallar um Leó Árnason frá Víkum á Skaga. Kl. 13:45 mætir Kammerkór Mosfells-bæjar og tekur nokkur lög. 14:00 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND Stöllurnar syngja nokkur íslensk og erlend lög í Amsturdam 6 við Reykjalund. 14:30 SÚLUHÖfÐI 9 Lifandi tónlist og kaffihúsastemning. Ásbjörg Jónsdóttir syngur og spilar ljúfan djass ásamt félögum sínum. Kaffi frá Te & Kaffi + heimabakað bakkelsi verður til sölu og rennur ágóði sölunnar óskiptur til starfs Rauða krossins í Mosfellsbæ. 15:00 AKURHOLT 21 Siggi Hansa og fjölskylda bjóða upp á tónleika í Akurholti. Rokk-karlakórinn Stormsveitin, Stefanía Svavars, Jóhannes Freyr Baldursson og djasshljómsveitin Kaffi Groove ásamt fleiri góðum gestum. 16:00 ÁLMHOLT 10 Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika í garðinum heima. Meðal gesta verða Dísella Lárusdóttir, Bragi Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Stefán Helgi Stefánsson, Jónas Þórir Þórisson og fleiri. 16:30 SKÁLAHLÍÐ Útitónleikar í garðinum heima. Tríóið Kókos skemmtir í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð. Dægurlög sem allir þekkja. Mosfellingar bjóða heim Í miðopnu blaðsins má sjá dagskrá hátíðarinnar. www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ6 HelgiHald næsTu Vikna sunnudagur 28. ágúst - Í túninu heima Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn sunnudagur 4. september Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagur 11. september Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn Allar upplýsingar um safnaðar- starf Lágafellssóknar er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.lagafellskirkja.is Fjör Fyrir alla Fjölskylduna nánari upplýsingar og dagskrá á www.mos.is Árleg sultukeppni í Dalnum um helgina Grænmetismarkaðurinn að Mos- skógum er nú í miklum blóma. Sultukeppni er orðin að föstum lið og fer hún fram á laugardaginn. Þá fjölmenna sælkerar á svæðið ýmist til að taka þátt eða smakka. Úrslit verða tilkynnt kl. 15 en markaður- inn opnar kl. 10 um morguninn. villi og sveppi mæta í ullarpartí Höfðar, Hlíðar, Tún og Mýrar Tangar, Holt og Miðbær Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur Reykjahverfi og Helgafellshverfi HveRfasKReyTingaR Mosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit til að skreyta með. íbúar mosfellsbæjar setja sig í stellingar Gefið hefur verið út hátíðarlagið Í túninu heima. Frítt í Strætó Hópakstur traktora og fornvélasýning Wings’n Wheels fornvélasýning fer fram á Tungubakkaflugvelli í tengsl- um við bæjarhátíðina. Sýningin er haldin laugardaginn 27. ágúst kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis. Þar er hægt að virða fyrir sér gamlar flugvélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og kl. 16:30 verður kara- mellukastið sívinsæla. Þeir sem eiga spennandi tæki sem ættu heima á sýningu eru beðnir um að hafa samband við Sigurjón í s. 858-4286. Hátíðin hefst kl. 12 með hópakstri dráttarvéla, fornbíla og tækja um Mosfellsbæ. Fergusonfélagið stendur fyrir akstrinum og hvetur til þátttöku. Nánari upplýsingar hjá Sigga Skarp í s. 691-6117. Fjölbreyttur úti­ markaður í Kvosinni Markaðurinn í Álafosskvosinni verður á sínum stað Í túninu heima. Markaðurinn verður opinn á föstudagskvöldið kl. 19:30-22:30 og á laugardeginum kl. 12:00-17:00. Á föstudagskvöldinu fer fram ullar- partí í Kvosinni með skemmtidag- skrá og brekkusöng. Á laugardegin- um verður kóraþema á sviðinu þar sem mikið verður um söng og gleði. sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með í sókninni! Stórtónleikar á miðbæjartorginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.