Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 31

Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 31
12:00 - 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði. Blaðrarar á svæðinu sem gefa börnunum blöðrudýr. 12:00 Álafosskórinn 12:30 Úti-Zumba með Röggu Ragnars 13:00 Mosfellskórinn 13:30 Danshópar frá Dansstúdíói World Class 14:00 Karlakórinn Stefnir 14:30 Óperukór Mosfellsbæjar 15:00 Kammerkór Mosfellsbæjar 15:30 Djasshljómsveitin Pipar úr tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. 12.45 – 16.00 SVART OG SYKURLAUST Á RÁS 2 Útvarpsþátturinn Svart og sykurlaust á Rás 2 með Sólmundi Hólm sendur beint út frá bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ. 13:00 LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR SMIÐUR EÐA EKKI Í tilefni af bæjarhátíð verður sérstök leiðsögn um sýninguna sem hverfist um ævi og störf Birtu Fróðadóttur innanhúss- arkitekts og húsgagnasmiðs sem settist að í Mosfellsdal og var fyrsta konan hér á landi menntuð í innanhússarkitektúr. Að sýningunni stendur sonardóttir og alnafna hennar, Birta Fróðadóttir arkitekt. 13:00-15:00 EIRHAMRAR – FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA FaMos-félagar og aðrir velunnarar velkomnir í heimsókn í aðstöðu félagsstarfsins á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrar- dagskrá kynnt. Vorboðarnir taka lagið kl. 13:00. 13:00-17:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 13:00 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ Einar Mikael mætir með brot af því besta úr sínum vinsælu töfrasýningum. Sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð. Sýningin hefst stundvíslega kl. 13:00 13:00 - 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar um viðburð á facebook. Skráning hjá Elísabetu S. Ólafsdóttur í síma 898 4412. 13:00 - 24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG 14:00 - 16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL KJÚKLINGARÉTTIR FYRIR ALLA Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Biggi Haralds, loftboltar, uppistand, áskorun í ólympísk- um lyftingum og Danshópar frá Dansstúdíói World Class sýna dansa. 14:00 - 16:00 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN AÐ VARMÁ - AFTURELDING KYNNIR VETRARSTARFIÐ Kynning á vetrarstarfi Aftureldingar. Fulltrúar deilda verða á svæðinu og kynna starfsemi sína. Aftureldingarbúðin verður opin. 14:00 - 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 15:00 - 16:00 STEKKJARFLÖT – HESTAFJÖR Teymt undir börnum í boði Hestamannafélagsins Harðar. 14:00 - 17:00 VÖFFLUKAFFI Í FMOS Nemendafélag Framhaldsskólans Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóðinn til Reykjadals þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Óperukór Mosfellsbæjar syngur kl. 15:30. 16:00 LITLA HAFMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788. 16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM 17:00 - 21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins 21:00 - 22:45 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI Hljómsveitin Albatross undir tónlistarstjórn Halldórs Fjallabróður leikur ásamt góðum gestum. - Sverrir Bergmann - Friðrik Dór - Matti Matt - Helgi Björns - Stórskotalið Mosfellinga flytur hátíðarlagið Í túninu heima 22:45 BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL MEÐ FLUGELDASÝNINGU 23:30 DÚNDURFRÉTTIR MEÐ MIÐNÆTUR- TÓNLEIKA Í HLÉGARÐI Hljómsveitin mun flytja bland af því besta í gegnum árin. Að tónleikunum loknum mun Ólafur Páll Gunnarsson Rokklands- kóngur þeyta skífum fram á nótt. Miðasala á www.midi.is 23:30 - 04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI AÐ VARMÁ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 8:00 - 18:00 MOSFELLSBAKARÍ Mosfellsbakarí er með opið lengur í tilefni af bæjarhátíðinni. Múffur í hverfislitunum og skúffukökubitar, þessir gömlu góðu með súkkulaði á köntunum. 9:00 - 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. 7. og 8. flokkur karla og kvenna. 11:00 - 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Opið alla daga 11:00-17:00. Aðgangur 600 kr. 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í MOSFELLSKIRKJU Helgum lífið, höldum litríka bæjarhátíð, Í túninu heima. Prestur sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn. 11:00-18:00 KJARNINN - HERNÁMSSÝNING Sýning á áhugaverðum munum frá hernámsárunum á Íslandi og þá sérstaklega Mosfellsbæ. Til sýnis eru ljósmyndir, fatnaður, dagblöð, bækur og annað sem tengist stríðsárunum í kringum 1939-1945. Minjarnar eru í eigu Tryggva Blumenstein sem hefur safnað þeim frá unga aldri. Sýningin fer fram í gamla húsnæði Íslandsbanka, Þverholti 2. 13:00-16:00 SKÁTAHEIMILIÐ - HUGREKKI Samsýning Ástu Gríms, Ástu Bjargar og Andrésar Þórarins á akrýlmyndum og ljósmyndum. 14:00 - 17:00 STEKKJARFLÖT - HOPPUKASTALAR Frítt fyrir káta krakka. 14:00 HLÉGARÐUR - HÁTÍÐARDAGSKRÁ Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2016. Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2016. Heitt á könnunni og allir velkomnir. 16:00 LITLA HAFMEYJAN Í BÆJARLEIKHÚSINU Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur sem byggður er á ævintýri H.C. Andersen. Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir fara fram í síma 566-7788. Bæjarhátíð MosfellsBæjar 26.-28. ágúst laugardagur 27. ágúst13:00 GALLERÍ HVIRFILL Í MOSFELLSDAL Bjarki Bjarnason les úr væntanlegri bók sinni sem heitir Ljón norðursins og fjallar um Leó Árnason frá Víkum á Skaga. Kl. 13:45 mætir Kammerkór Mosfells- bæjar og tekur nokkur lög. 14:00 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND Stöllurnar syngja nokkur íslensk og erlend lög í Amsturdam 6 við Reykjalund. 14:30 SÚLUHÖFÐI 9 Lifandi tónlist og kaffihúsastemning. Ásbjörg Jónsdóttir syngur og spilar ljúfan djass ásamt félögum sínum. Kaffi frá Te & Kaffi + heimabakað bakkelsi verður til sölu og rennur ágóði sölunnar óskiptur til starfs Rauða krossins í Mosfellsbæ. 15:00 AKURHOLT 21 Siggi Hansa og fjölskylda bjóða upp á tónleika í Akurholti. Rokk-karlakórinn Stormsveitin, Stefanía Svavars, Jóhannes Freyr Baldursson og djasshljómsveitin Kaffi Groove ásamt fleiri góðum gestum. 16:00 ÁLMHOLT 10 Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika í garðinum heima. Meðal gesta verða Dísella Lárusdóttir, Bragi Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Stefán Helgi Stefánsson, Jónas Þórir Þórisson og fleiri. 16:30 SKÁLAHLÍÐ Útitónleikar í garðinum heima. Tríóið Kókos skemmtir í brekkunni fyrir neðan Skálahlíð. Dægurlög sem allir þekkja. Mosfellingar bjóða heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.