Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 18
Brostu. Það minnkar stress og losar endorfín í líkamann föstudaga frá 9–18.30 - lægra verð Þverholti 2 mán–fim frá 9–18 laugardaga frá 10–14 Opið fyrir þig PI PA R \ TB W A • S ÍA Apótekarinn Þverholti býður Mosfellinga ávallt velkomna og minnir á að við höfum opið alla laugardaga. Hlökkum til að sjá þig! Kæri nágranni! Í túninu heima Lag: Sigrún Harðardóttir, texti: Agnes Wild Er sumrinu lýkur þá sjáum við sólina minna. Ég fyllist af þreytu og skríð síðan beint uppí ból. Hausinn legg ég á koddann minn og hugsa‘ um næsta dag. Var næstum búin/nn að gleyma - Í túninu heima! Ég vakna um morgun og maginn er fullur af spennu. Ég skreyti allt húsið og keppnina vinna skal. Klæðist í hverfa litinn minn, þetta byrjar allt í dag. Er mig kannski að dreyma? – Í túninu heima! Á hverju ári finnst mér bærinn vera‘ allsber, en hann lifnar alltaf við í túninu heima. Barabbabararara, barabbabarara Ég ætla alls ekki’ að gleyma - Í túninu heima! Gunna á móti er búin að taka út grillið. Ég háma‘ í mig pylsu og skunda í brekkusöng. Hitti góða kunningja og kannski gamlan séns. Um sveitina ég sveima – Í túninu heima! Í gulu og rauðu og bleiku og bláu er bærinn. Nú gleðjumst við saman og allir í góðum gír. Í öllum regnbogalitunum og til í hátíðarhöld. Hey, þarna er köttur að breima! – Í túninu heima! Á hverju ári finnst mér bærinn vera‘ allsber, en hann lifnar alltaf við í túninu heima. Kjúklingahátíð og tónlist úr görðunum ómar. Klæðum okkur upp og kíkjum á sveitaball. Fjölskyldur gleðjast saman hér á miðbæjartorginu. Allir í bæinn streyma! – Í túninu heima! Á hverju ári finnst mér bærinn vera‘ allsber, en hann lifnar alltaf við í túninu heima. Barabbabararara, barabbabarara Ég ætla alls ekki’ að gleyma - Í túninu heima! Barabbabararara, barabbabarara Því að bærinn lifnar alltaf við, já ég hlakka allt of mikið til og ég ætla‘ alls ekki að gleyma í túninu heima. - Í túninu heima18 Hægt er að hlusta á lagið á Facebook- síðu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Þar er einnig hægt að nálgast gítargrip við lagið. Vinkonurnar Agnes Wild og Sigrún Harð- ardóttir hafa samið og gefið út hátíðarlagið Í túninu heima. Þær eru gamlar vinkonur úr Mosó og hafa unnið saman í tónlist og leiklist síðan þær voru 13 ára. Agnes lærði leiklist og leikstjórn í London og Sigrún lærði tónlist og fiðluleik í Banda- ríkjunum. Báðar hafa þær mikið komið við sögu í Leikfélagi Mosfellssveitar auk þess sem þær bralla heilmikið með sviðslista- hópnum þeirra, Miðnætti. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar við- tökur en það fór í loftið í byrjun vikunnar. Tónlistarmyndband í loftið „Lagið varð til seint að kvöldi fyrir um ári síðan þar sem við vorum að æfa leikritið „Út úr hól“ sem er byggt á íslenskum þjóð- sögum og var sýnt á bæjarhátíðinni,“ segja þær stöllur. „Okkur langaði að vekja athygli á sýningunni svo að fólk kæmi að sjá hana. Við sungum lagið inn seint um kvöld og hentum því á Facebook, en sólarhring síðar vorum um 5.000 manns búnir að horfa á myndbandið.“ „Svo fóru hjólin að snúast og nú ári seinna höfum við tekið lagið upp og gert tónlistarmyndband í samstarfi við Mos- fellsbæ og fjölda frábærra listamanna og bæjarbúa. Arnór Sigurðarson upptökustjóri og Ágúst Elí Ásgeirsson kvikmyndagerða- maður unnu með okkur frábært starf, sem og allir söngvararnir og leikararnir, en um 100 manns tóku þátt í verkefninu.“ Glæsilegt tónlistarmyndband við lag Agnesar og Sigrúnar Hátíðarlagið Í túninu heima verður til María, arnór, agnes og sigrún upptökur á Miðbæjartorgi MosfellsbæjarMerkið Myndað úr lofti storMsveitin syngur inn Mörg kunnuleg andlit koMa við sögu írís hólM og siMMi vill bregða á leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.