Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 8
Eldri borgarar
Þjónustumiðstöðin
Eirhömrum
Fram undan í starFinu
námskeið
Nóg verður um að vera í haust bæði ný
og gömul og góð námskeið. Allt er þetta
háð þátttöku og verða þau ekki haldin
nema þátttakan verði nægileg. Þeir sem
hafa áhuga endilega hafið samband
við Félagsstarfið í síma 586/8014
eða 698-0090.
Minnum á að félagsstarfið er fyrir alla
eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa
í Mosfellsbæ. Endilega komið á kíkið á
okkur alla virka daga milli kl. 13:00-16:00,
lofum að alltaf verður vel tekið á móti
ykkur :)
T.d byrjar Glernámskeið 9. sept. Tréút-
skurður byrjar í byrjun sept., Bókband
byrjar 20. sept. Módelsmíði byrjar Sept/
okt. Postulínsnámskeið byrjar 13. sept.
Kennari Laufey. Pennasaumur byrjar í
október, kennari Guðrún. Leðurnámskeið
byrjar miðjan sep. Leirnámskeið mun
byrja um miðjan sep. Félagssvistin byrjar
í sep og einnig ætlum við að hafa Bingó
í haust. Gaman saman byrjar 22. sept kl.
13:30. Perluhópur Jónu er byrjaður og
alltaf pláss fyrir nýja meðlimi :)
Fullt af skemmtilegum örnámskeiðum og
margt skemmtilegt í bígerð svo endilega
fylgist með í Mosfellingi eða á Facebook
síðu okkar.
Opið hús í túninu heima
Kíkið í opið hús til okkar laugardaginn
27. ágúst Í túninu heima kl. 13-15 á
Hlaðhömrum. Þar verður vetrardagskráin
betur kynnt og skráningar á námskeið.
Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka
lagið. Canasta spilið verður einnig kynnt.
LEiKFimi FYrir ELdri
BOrGara
Byrjar fimmtudaginn 1. sept. Kennari
er Karin Mattson og verða tveir hópar.
Hópur 1 kl. 10:45 áhersla á aðeins léttari
leikfimi, hentar vel veikburða fólki
og fólki með grindur
Hópur 2 11:15 almenn leikfimi,
fyrir þá sem eru í ágætisformi.
Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að
búa í Heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ.
Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum.
Öllum velkomið að mæta og vonum við
svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina.
dagskrá Famos
íþróttadeild haust 2016
Vatnsleikfimi mánu. og miðvikudaga
kl. 11:15. Fyrsti tíminn er mánud. 12. sept.
Boccia föstudaga kl. 10:00
fyrsti tími er 16. sept.
ringó þriðjuda kl. 11:30
fyrsti tími er 13. sept.
dansleikfimi byrjar einnig í sept.
tímasetning ekki alveg komin á hreint.
Við tökum vel á móti nýjum félögum í
íþróttastarfið
Bestukveðjur
ÍþróttanefndarFaMos
Basar HJÁLP!!!
Nú styttist óðum í okkar árlega basar
og vantar okkur sárlega fleiri sokka og
vettlinga af öllum stærðum og gerðum
til að selja á basarnum okkar sem
verður haldinn laugardaginn 19. nóv
kl. 13:30. Værum við afar þakklát ef þið
sæjuð ykkur fært að prjóna eða hekla
fyrir okkur. Allt garn getið þið fengið í
handverksstofu ókeypis en að sjálfsögðu
þiggjum við alla muni enda málefnið
brýnt. Allur ágóður rennur óskiptur til
bágstaddra í Mosfellsbæ. Minnum einnig
á basarhópinn Ljósálfa sem hittist einu
sinni í viku, verið endilega með í því.
KærleikskveðjaBasarnefndin
- Fréttir úr bæjarlífinu8
FéLaG aLdraðra
í mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Kjúklingafestivalið
haldið í þriðja sinn
Hjalti Úrsus býður til matarveislu
ársins í Mosfellsbæ laugardaginn
27. ágúst. Kjúklingafestivalið
er með nýrri dagskrárliðum á
bæjarhátíðinni og stækkar með
hverju árinu. Festivalið fer fram við
íþróttamiðstöðina að Varmá kl. 14-
16. „Kjúklingaframleiðendur sem
dags daglega eru í harðri samkeppni
koma saman í einn dag, sameina
krafta sína og kynna fyrir fólki þenn-
an holla og góða mat,“ segir Hjalti
Úrsus. „Mosfellsbær hefur alltaf
verið þekktur sem kjúklingabær og
stendur svo sannarlega undir nafni.“
Ýmsar nýjungar verða á festivalinu
í ár ásamt fjölbreyttum skemmti-
atriðum. Hjalti hvetur Mosfellinga
til að líta við og fá sér smakk.
Þór Sigþórsson lyfsali hefur opnað nýtt
apótek í Mosfellsbæ. Apótek MOS er einka-
rekið og staðsett í Krónuhúsinu í Háholt-
inu. Apótekið er í björtu og rúmgóðu hús-
næði og allt hið glæsilegasta með fjölbreytt
vöruúrval. „Hér er kominn mjög öflugur
verslunarkjarni og mér fannst því vænlegt
að láta slag standa,“ segir Þór sem opnaði
dyrnar fyrir viðskiptavinum 29. júlí sl.
„Við höfum fengið mjög góðar móttökur
og fólk er greinilega ánægt með þessa við-
bót við heilbrigðisþjónustu í bæjarfélaginu.
Við erum búin að koma okkur vel fyrir og
erum að kynna starfsemina.“
„Mosfellsbær er ört vaxandi sveitarfélag
og fer íbúafjöldi brátt yfir 10.000. Almennt
eru 4.500 - 5.000 manns á bakvið hvert
apótek í öðrum sveitarfélögum og því
ætti að vera góður rekstrargrundvöllur
fyrir tvö apótek hér í Mosfellsbæ. Eitt af
meginmarkmiðum okkar er að vera vel
samkeppnishæf í verði og þjónustu.“
nýjungar á íslandi
Þór er ekki allsókunnugur Mosfellsbæ
en hann bjó hér um árabil áður en hann
fluttist til Noregs og dætur hans báðar búa
hér í dag. „Ég hef því miklar taugar til Mos-
fellsbæjar og finnst gott að vera kominn af
stað hér með eigin rekstur.“
„Ég var lyfsöluleyfishafi í þrjú ár í Bergen
í Noregi og vann þar fyrir stærstu apóteka-
keðju Noregs, sem í dag rekur 330 apótek.
Í Noregi kynntist ég skandinavíska mód-
elinu sem grundvallast á því að aðgreina
afgreiðslu lyfseðilskyldra lyfja frá annarri
afgreiðslu, þar með talið lausasölulyfja.”
„Þannig er skipulagið í Apótek MOS
frábrugðið öðrum íslenskum apótekum.
Við höfum tvær afgreiðslustöðvar fyrir
lyfseðla, þar sem við lyfjafræðingarnir
afgreiðum viðskiptavininn beint frá mót-
töku lyfseðils til afhendingar lyfja og síðan
er afgreiðslukassi við útgang apóteksins
fyrir aðra afgreiðslu. Með þessu leitumst
við við að tryggja friðhelgi viðskiptavinar-
ins, þannig að þeir sem koma til að kaupa
lausasölulyf eða aðra vöru eftir atvikum
eru ekki afgreiddir við hlið hinna sem eru
að sækja lyf samkvæmt lyfseðli. Með þessu
fyrirkomulagi verja lyfjafræðingar yfir 90%
af starfstíma sínum með viðskiptavinum.”
Við munum leggja okkur fram við að
veita persónulega og góða þjónustu og með
mér í liði er einungis fagmenntað fólk.
Lengri opnunartími
Þór hefur staðið í fyrirtækjarekstri mest
alla tíð. Hann starfaði sem yfirlyfjafræð-
ingur í Laugavegsapóteki um nokkurra ára
skeið. Þá gerðist hann forstjóri Lyfjaversl-
unar ríkisins, síðar Lyfjaverslunar Íslands,
og stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki á sviði
klínískra lyfjarannsókna áður en hann hélt
til Noregs.
„Apótek Mos býður upp á lengri opnun-
artími en áður hefur tíðkast hér í bæ. Virka
daga er opið 09:00-18:30 og um helgar
10:00-16:00. Við stefnum að því að vera vel
samkeppnishæf í verðlagningu og þjónustu
og tökum vel á móti Mosfellingum,“ segir
Þór að lokum. Boðið er upp á ýmis opnun-
artilboð þessa dagana auk þess sem bæjar-
búar fá fría heimsendingarþjónustu.
Nýtt einkarekið apótek • Þór Sigþórsson innleiðir nýjungar í rekstri frá Noregi
apótek MoS opnar í Háholti
NínaHildurOddsdóttir,BryndísBirgisdóttir,
ÞórSigþórssonogSalvörÞórsdóttir.
þú þarft nesti
í mosfellsbæ
Nýtt og ferskt Nesti bíður þín í Háholti og hvar sem þú
ferð um landið. Sem fyrr tökum við vel á móti þér með
nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi
boozt og eðal kaffidrykkir sem þú getur gripið með þér
eða notið hjá okkur í rólegheitunum.
Nesti er hluti afN1 Háholt
Lausn: Enginn fitnar
af fögrum orðum
Fjölmörg svör bárust við sumar-
krossgátu Mosfellings og Fiskbúðar-
innar Mos sem birtist í síðasta blaði.
Rétt lausnarorð er: Enginn fitnar
af fögrum orðum. Tveir heppnir
vinningshafar hafa verið dregnir
út og fá þeir 5.000 kr. gjafabréf frá
Fiskbúðinni Mos sem staðsett er
í Háholti. Vinningshafarnir eru:
Hólmfríður Pálsdóttir, Hrafnshöfða
4 og Kristján Sturluson, Aðaltúni 24.
Gjafabréfin fáið þið send heim.
- Sumarkros
sgáta 2016
18
Verðlaun
a
krossgá
ta
Mosfellingur
og Fiskbúðin
Mos bjóða u
pp á sumark
rossgátu
Verðlaun í bo
ði
Fiskbúðarinn
ar
Dregið verð
ur úr
innsendum
lausnar
orðum og f
á tveir
heppnir vin
ningshafar
5.000 kr. g
jafabréf
frá Fiskbúð
inni Mos.
Sendið lau
snarorðið s
em er í tölu
settu reitun
um, 125, á
netfangið
krossgata@
mosfelling
ur.is eða he
imilisfangið
Mosfellingu
r, Spóahöfð
a 26, 270 M
osfellsbæ. M
erkt „sumar
krossgáta”.
Skilafrestu
r er til 1. ág
úst.
glæNýtt og bjart
apótek í króNuhúsiNu