Mosfellingur - 23.08.2016, Blaðsíða 20
Hafðu samband í síma 800 7000 eða í netspjalli á siminn.is
Þegar þú velur Endalausa Snjallpakkann með Fjölskyldukorti þá
nær það ekki aðeins yfir öll símtöl og SMS fyrir þig og makann,
heldur geturðu bætt við allt að 11 börnum, 18 ára eða yngri, fyrir
0 kr. stykkið.
Já, þú getur svo sannarlega meira með Símanum!
Fjölskyldan greiðir 8.100 kr. fyrir alla Endalaus Snjallpakki – 30 GB*
6.100 kr.
Fjölskyldukort – Samnýtt gagnamagn
2.000 kr.
Allt að 11 Krakkakort! – 1 GB
0 kr.
*Stækkaðu í 100, 200 eða 300 GB
Norræn vinabæjaráðstefna fór fram í Thi-
sted í Danmörku dagana 14.-17. ágúst.
Þar komu saman fulltrúar vinabæjanna
til þess að sækja metnaðarfulla ráðstefnu
um samvinnu og þróun bæjarfélaga. Sam-
tímis var haldin lista- og menningarhátíð
og unglingaverkefni með jaðaríþróttir og
myndbandagerð sem þemu.
Þátttakendur Mosfellsbæjar á ráðstefn-
unni voru Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
formaður menningarmálanefndar, Marta
Hildur Richter forstöðumaður Bókasafns
Mosfellsbæjar, Hugrún Ósk Ólafsdóttir
verkefnisstjóri á samskipta- og þjónustu-
sviði, Helga Jónsdóttir tengiliður og ritari
vinabæjasamstarfsins, Hanna Bjartmars
Arnardóttir formaður Norræna félagsins í
Mosfellsbæ og Atli Guðlaugsson skólastjóri
Listaskólans, en hann tók einnig þátt í lista-
hátíðinni.
Styrkleikar í eigin héraði
Thisted hefur undanfarin ár lagt mikla
áherslu á styrkleika í eigin héraði og stuðn-
ing við ýmis verkefni þar að lútandi. Á ráð-
stefnunni var sagt frá nokkrum verkefnum,
m.a. undirbúningi að „menningarrými“
(Kulturrummet) sem felur í sér tengingu
tónlistarskóla, bókasafns, frístundamið-
stöðvar fyrir unglinga og lystigarðs með
leiksviði og áhorfendapöllum.
Margt fróðlegt var á dagskrá í tengslum
við umfjöllunarefni ráðstefnunnar, m.a.
skoðuðu þátttakendur stærstu vindmyllu í
heimi, 220 m háa.
Nýr samstarfssamningur til fimm ára
Bæjarstjórar og staðgenglar þeirra skrif-
uðu undir nýjan samstarfssamning vina-
bæjanna sem gildir næstu fimm ár. Áfram
er lögð mikil áhersla á mikilvægi norrænnar
samvinnu og samvinnu vinabæjanna, sem
geta miðlað þekkingu og reynslu.
Thisted reið að þessu sinni á vaðið með
því að halda Lista- og menningarhátíð
samhliða ráðstefnunni. Frá öllum bæjun-
um komu listamenn sem sýndu listir sína á
hátíðinni og fengu ráðstefnugestir tækifæri
til að fylgjast með. Fyrir hönd Mosfellsbæj-
ar tóku þátt Atli Guðlaugsson, Agnes Wild
og Sigrún Harðardóttir.
Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ 2018
Unglingar frá bæjunum tóku þátt í
verkefni þar sem þeir fengu að upplifa
ýmsar hliðar á jaðaríþróttum. Þeir gerðu
myndbönd sem sýnd voru á hátíðarkvöldi
ráðstefnunnar og var ljóst að þar fór sam-
stilltur, jákvæður og skemmtilegur hópur.
Fulltrúar Mosfellsbæjar voru þau Birta
Rakel Óskarsdóttir, Eyrún Embla Andra-
dóttir, Gabríel Tumi Finnbogason og Hlyn-
ur Sævarsson. Hópstjóri þeirra var Hanna
Lilja Egilsdóttir.
Unglingarnir eignuðust nýja kunningja
og munu hafa samband við marga þeirra
áfram, m.a. á heimasíðu sem stofnuð var
fyrir verkefnið. Þau segja frá ævintýrum
sínum í næsta Mosfellingi.
Það kemur í hlut Mosfellsbæjar að halda
vinabæjaráðstefnu árið 2018.
- Fréttir úr Mosfellsbæ20
notuð föt til sölu
Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ
Rauði krossinn í Mosfellsbæ verður með
til sölu notuð föt fyrir alla aldurshópa
á skottmarkaðnum á planinu við
Bónus á bæjarhátíðinni Í túninu heima
laugardaginn 27. ágúst kl. 13-16.
Komdu við og g rðu góð kaup!
Einnig verður hægt að fá bæklinga og upplýsingar um
starf vetrarins en Rauði krossinn þarf alltaf fleiri sjálfboðaliða
til að sinna hinum ýmsu verkefnum.
Fimm af fulltrúum Mosfellsbæjar. Frá vinstri: Marta Hildur Richter, Helga Jónsdóttir, Hanna Bjartmars,
Hreiðar Örn Stefánsson og Hugrún Ósk Ólafsdóttir. Á myndina vantar Atla Guðlaugsson.
Metnaðarfull ráðstefna í Thisted • Góð norræn samvinna
Mosfellingar á
vinabæjarráðstefnu
Fulltúar vinabæjanna við undirritun nýrra samninga. Hreiðar Örn er fulltrúi Mosfellsbæjar.
Töfrasýning
fyrir börnin
barnadagskrá á túninu við Hlégarð
á laugardaginn kl. 13:00
fríTT á svæðið