Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagur 12. janúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Batamessa í Lágafellskirkju kl. 17:00 Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Sunnudagur 19. janúar Kvöldguðsþjónusta - Taize í Lágafellskirkju kl. 20:00 Prestur: Sr. Skírnir Garðarsson Sunnudagur 26. janúar Guðþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir SunnudagaSkólinn er í lágafellSkirkju kl. 13:00 kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næStu vikna Stormsveitin heldur tónleika á laugardag Stormsveitin heldur sína árlegu þrettándatónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 11. janúar. Miðasala er hafin á midi.is og www. salurinn.is. Stormsveitin er 20 manna rokkaður karlakór ásamt fimm manna hljómsveit. Gestasöngvarar á tónleikunum verða þeir Birgir Haraldsson úr Gildrunni og Eyþór Ingi Eurovisionfari. Efnisskráin spannar allt frá Brennið þið vitar Páls Ísólfssonar til Metallica og allt þar á milli. Stormsveitin hefur verið starfrækt í rúm tvö ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu. Á þessu ári hefur Stormsveitin komið fram á árlegri þrettándagleði Mosfellinga auk þess sem fjallað var um rokk- arana í Landanum á Rúv síðasta sunnudagskvöld. Helgi björns laugardagskvöldið 25. janúar 2014 Rafræn kosning um íþróttakarl og konu Búið er að útnefna 12 einstaklinga til íþróttakarls og konu Mosfellsbæj- ar 2013. Fjórir karlar eru tilnefndir og átta konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar í miðopnu blaðsins. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa um tilnefningarnar. Kosningin fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos. is dagana 9.-19. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 23. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir. Á mynd- inni hér að ofan má sjá íþróttamenn Mosfellsbæjar 2012, þau Láru Kristínu og Wentzel Steinarr. Kirkjukór Lágafellssóknar hélt hina árlegu styrktartónleika sína „Jólaljós“ í Guðríðarkirkju þann 24. nóvember 2013. Að þessu sinni voru þeir til styrktar þeim Eyþóri Má Bjarnasyni og Katrínu Björk Baldvinsdóttur og fjórum börnum þeirra. Þau hjón hafa mátt ganga í gegn um mikla erfiðleika vegna alvarlegs mótorhjólaslyss sem Eyþór lenti í og á sama tíma var Katrín að berjast við krabbamein. Þau hjón hafa barist af hörku með jákvæðni að leiðarljósi. Í dag horfa þau fram á veginn full af bjartsýni og allt virðist ætla að ganga upp hjá þessum yndislegu hjónum. Innkoman af tónleikunum var 600.000 kr. og afhenti kirkjukórinn þeim þessa peninga nú í byrjun árs. Kirkjukórinn óskar fjölskyldunni blessunar guðs og von um að þeim vegni vel í framtíðinni. Styrkurinn afhentur. Frá vinstri Eyþór Már Bjarnason, Valgerður Magnúsdóttir formaður kirkjukórsins, Jón Þ. Jónsson fyrrverandi gjaldkeri kórsins og Katrín Björk Baldvinsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar afhendir ágóðann af ár- legum styrktartónleikum færa eyþóri og katrínu styrk Sókn í Sókn – lifandi SaMfÉlag Vertu með í sókninni! M yn di r/ Ra gg iÓ la Leikfélag Mosfellssveitar sýndi nýtt barnaleikrit fyrir jólin. Leikritið Jólin hennar ömmu er eftir Agnesi Wild sem má segja að sé búin að alast upp í Bæjarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar var Jóel Sæmundsson en sýnt var á sunnudögum fyrir jól. Á meðfylgjandi myndum má sjá hressa leikara og gesti sem skemmtu sér konunglega. Vel heppnuð sýning í Bæjarleikhúsinu félagar úr leikfélagi Mosfellssveitar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.