Mosfellingur - 09.01.2014, Síða 10

Mosfellingur - 09.01.2014, Síða 10
Kolbrún stefnir á 3. sætið í prófkjöri Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fjöl- skyldunefndar gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins þann 8. febrúar. Kolbrún er kennari og lýðheilsufræð- ingur að mennt og er nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Eiginmaður Kolbrúnar er Sigurður Andrésson byggingameistari og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Haraldur bæjarstjóri gefur kost á sér áfram Haraldur Sverrisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálf- stæðismanna. Hann býður sig fram í 1. sæti listans. Haraldur hefur verið bæjarstjóri síðan haustið 2007 og leiddi lista sjálfstæðis- manna í síðustu bæjarstjórnar- kosningum þar sem sjálfstæð- ismenn fengu 4 bæjarfulltrúa af 7 í bæjarstjórn. Haraldur er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði framhaldsnám í fjármálum í Bandaríkjunum. Áður en hann varð bæjarstjóri í Mosfellsbæ var hann skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með Mosfellingum sem bæj- arstjóri þessi ár. Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími á miklu erfiðleikatímabili íslensku þjóðarinnar. Það hefur gengið vel í Mosfellsbæ, bæjarfélagið stendur vel og bjartir tímar framundan. Ég er fullur áhuga á að halda þessu starfi áfram og óska eftir stuðningi Mosfellinga til þess,“ segir Haraldur Sverrisson í tilkynningu. Fjalar Freyr í prófkjör Sjálfstæðisflokksins Fjalar Freyr Einarsson grunnskóla- kennari hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins sem fer fram í febrúar. Fjalar Freyr hefur setið í ýmsum nefndum og gegnt trúnaðar- störfum á vegum Félags grunn- skólakennara, Gídeonfélagsins, Ungmennafélags Akureyrar o.fl. Hann er nú fulltrúi kennara í Fræðslunefnd Mos- fellbæjar. Fjalar leggur áherslu á menntamál, umhverfismál og kristna arfleifð íslenskrar menn- ingar. Fjalar og kona hans Dögg Harðardóttir eiga saman drengina Einar Aron og Jóel. Hafsteinn í prófkjör Hafsteinn Pálsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti. í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hann er bæjarfulltrúi og hefur jafnframt verið í bæjarráði og fræðslunefnd. Á kjörtímabilinu hefur hann meðal annars verið for- seti bæjarstjórnar, formaður bæjar- ráðs og formaður fræðslunefndar. Þá kom hann inn í stjórn Sorpu fyrir ári síðan sem fulltrúi Mosfellsbæjar. Hafsteinn er verkfræðingur að mennt og starfar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem hann hefur m.a. umsjón með verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann er kvæntur Láru Torfadóttur kennara í Lágafellsskóla og þeirra börn eru Guðrún Erna grunnskólakennari og íþróttafræðingur, Jóhanna Rut hjúkrunarfræðingur og Snævar Ingi háskólanemi. Vefsíða Mosfellsbæjar fær andlitslyftingu Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum á heimasíðu Mosfellbæjar. Ný síða fer í loftið þann 15. janúar. Talsverðar breyt- ingar eru á útliti sem eru fyrst og fremst gerðar til að einfalda aðgengi íbúa að upplýsingum. Við hönnun síðunnar hefur verið tekið tillit til snjallsíma og spjaldtölva. Á heima- síðunni á að vera hægt að nálgast upplýsingar um alla þjónustuþætti sveitarfélagsins. Það gefur því auga leið að efni hennar spannar vítt svið og verkefni sem þetta er tímfrekt og vandasamt. Forsvarsmenn Mosfells- bæjar vilja koma þeim skilaboðum áleiðis til íbúa að allar ábendingar varðandi efni síðunnar eru vel þegnar. Hægt er að koma þeim til skila í gegnum valmöguleika á síðunni sjálfri en einnig með því að senda tölvupóst á mos@mos.is eða símleiðis til þjónustuvers. Laugardaginn 25. janúar fer hið árlega Þorrablót Aftureldingar fram í íþróttahús- inu að Varmá. Að þessu sinnu munu tenór- arnir Davíð og Stefán sjá um veislustjórn og hljómsveitin Made in sveitin með Hreimi í fararbroddi leikur fyrir dansi. Auk þeirra munu þeir Helgi Björns og Pálmi Gunnars- son mæta á svæðið. „Það eru margir hópar farnir að hóa sig saman og það er greinilega góð stemning fyrir blótinu en allur ágóði rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar. Við hvetj- um sérstaklega foreldra barna úr félaginu að koma og eiga góða kvöldstund saman. Davíð og Stefán eru með flott prógramm, Helgi Björns mætir og stuðið stigmagnast með kvöldinu. Að þessu sinni mun Geiri í Kjötbúðinni sjá um matinn og í fyrsta sinn verður boðið upp á lambalæri og bearnaise fyrir þá sem ekki þora í þorrann,“ segir Rúnar Bragi Guð- laugsson forseti þorrablótsnefndarinnar. Hefð hjá vinahópum og fyrirtækjum „Að mæta á blótið er orðin hefð hjá mörgum Mosfellingum og æ fleiri götur taka sig saman og mæta, götugrillsstemn- inginn sem myndast í Túninu heima er að skila sér á þorrablótið. Miðasalan að þessu sinni verður á netinu á www.afturelding.is en einnig verður hægt að nálgast miða á skrifstofu Aftureldingar að Varmá alla virka daga kl. 13-16. Borðapantanir fara svo fram að Varmá sunnudaginn 19. janúar kl. 17-19. Borða- skreytingarnar eru orðnar fastur liður og í fyrra var veittur bæði farand- og eignabikar. Stelpurnar á Aristó eru núverandi handhaf- ar bikarsins og það verður spennandi að sjá upp á hverju þær taka þetta árið. Gaman hefur verið að sjá hvað margir hópar setja mikinn metnað í skreytingar og setur það enn skemmtilegri svip á blótið. Hópum gefst tækifæri á að koma og skreyta borðin sín kl. 12-13 á blótsdegi,“ segir Rúnar Bragi að lokum og skorar á alla Mosfellinga að mæta og sérstaklega á fótbolta- og pókerklúbbinn All-in. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebooksíðu þorrablótsins. ELDING Líkamsrækt I Íþróttamiðstöðinni að Varmá I Sími: 566 7733 I Erum á Facebook FRÁBÆR TÆKJASALUR - GÓÐUR ANDI Þökkum Mosfellingum 6 ára frábært samstarf Kickbox - Muay Thai box Mánundaga og miðvikudaga kl. 16:30 Kennari: Jimmy Routley Kínversk leikfimi Qi Gong Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00 Heimsþekktir leiðbeinedur ELDING LÍKAMSRÆKT 2014 FJÁRFESTU Í HEILSU - ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ Krakkar - Munið frístundaávísunina Þjálfun eftir fæðingu og skvísupúl Ný 6 vikna námskeið að hefjast 14. Janúar Skvísupúl: þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15-21:15 Fjölbreytt líkamsrækt ætlað konum á öllum aldri. Mömmutímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl 11:30-12:30 Kennt í Eldingu líkamsrækt, Varmá Kennari námskeiða er Dagmar Heiða Reynisdóttir, hjúkrunarfræðingur, einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi Skráningar og fyrirspurnir í síma: 661-8020 eða dagmar@fullfrisk.com www.fullfrisk.com Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 25. janúar „Hlökkum til að sjá Mosfellinga í stuði“ rúnar og ásgeir fara fyrir þorrablótsnefndinni í ár stemning á þorrablóti borðin skreytt MOSfellingur ...fylgstu med okkur á facebook

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.