Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 09.01.2014, Blaðsíða 17
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2013 Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 23. janÚar skautaíþróttakona ársins 2013 Þuríður Björg Björgvinsdóttir er 16 ára Mosfellingur og æfir hjá Skautafélaginu Birninum (Listskautadeild). Þuríður Björg var í landsliði Íslands 2013 og keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti sem fór fram á Íslandi helgina 31. jan – 3. feb. 2013 í Egilshöll. Í upphafi keppnistímabils haustið 2013 hækkaði Þuríður upp um keppnisflokk og byrjaði vel þar með því að koma sér í sæti. Keppnisflokkur hennar er Advanced Novice sem er alþjóðalegur keppn- isflokkur og gefinn út af Alþjóðlega Skautasambandinu (ISU). Þuríður hefur sýnt og sannað sig sem afreksefni til nokkurra ára og hefur skipað efstu sæti á mótum Skautasam- band Íslands (ÍSS) frá því að hún hóf að keppa á skautum 8 ára gömul. þuríður Björg Björgvinsdóttir skautaíþróttakona sundkona íþróttafélagsins aspar Karen Axelsdóttir er fædd 5. júlí 1992. Hennar fötlun er CP, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar, og keppir hún í sundi í flokki S2. Flokkar í sundi hreyfihamlaðra eru frá S1- S10. Karen æfir sund hjá íþróttafélaginu Ösp tvisvar í viku í Lágafellslaug og einu sinni í viku í sundlauginni í Laugardal. Undanfarin ár hefur Karen verið í stöðugri framför og í dag stefnir hún á að ná lágmörkum til æfinga með landsliðshóp Íþróttasambands fatlaðra. Karen er mjög metnaðarfull og er tilbú- in að leggja mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt. Hún er góður félagi og öðru ungu sundfólki góð fyrirmynd. Helsti árangur Karenar á árinu 2013 í flokki S2: í 25m braut, Íslandsmet S2 50m baksund, Íslandsmet S2 50m frjáls aðferð, Íslandsmet S2 100m frjáls aðferð. Helsti árangur Karenar á árinu 2013 í flokki S2: í 50m braut, Íslandsmet S2 50m baksund, Íslandsmet S2 50m baksund. Karen axelsdóttir sundkona Skotfimikona ársins 2013 Íris Eva Einarsdóttir er fædd 1990 og hefur búið frá 10 ára aldri í Mosfells- bæ. Hún æfir skotfimi á loftriffil hjá Skotfélagi Reykjavíkur og hefur stundað íþróttina af fullum krafti í um 3 ár. Íris Eva hefur náð Íslandsmeistaratitli árin 2011 og 2013 og einnig sett nokkur Íslandsmet, nú síðast 7. desember 2013. Íris keppti á Smáþjóðleikunum sem haldnir voru í Lúxemborg í maí 2013 og sló þar Íslandsmet og hafnaði í 5. sæti eftir að hafa komist í úrslit. Íris er yngsti keppandinn í landsliðinu í skotfimi og stundar reglulegar æfingar með því. Á döfinni er keppnisferð á InterShoot sem haldin er í Hollandi í febrúar næstkomandi. íris eva einarsdóttir skotfimikona Dansíþróttakona ársins 2013 Marta er fædd 18. janúar 1999. Hún hefur æft dans frá 7 ára aldri og er í dag meðal fremstu samkvæmisdansara landsins. Hún og herrann hennar Eyþór Andrason hafa lagt mikinn metnað í dansinn, æft bæði hér heima sem og tekið tíma hjá kennurum erlendis. Hún hefur undanfarin tvö ár verið valin í A – landslið og er yngsti meðlimur landsliðsins. Marta hefur keppt þó nokkuð erlendis m.a. á Englandi og á Norðurlöndunum. Á síðasta ári vann hún sér rétt til að keppa á tveimur heimsmeistarmótum, annars vegar keppni í latindönsum á Ítalíu í febrúar og svo heimsmeistaramót í ballroom dönsum sem fór fram í Moskvu nú í október. Þar stóðu þau sig með sóma. Auk þess að æfa 6 daga vikunnar er hún farin að kenna yngri börnum og er hún þeim mikil fyrirmynd. Árangur Mörtu 2013: 1. sæti (Íslands- meistari) Íslandsmeistarmót DSI, 2. sæti bikarmót DSI, 2. sæti Norway Internation- al, 7. sæti opið mót Kaupmannahöfn,13. sæti opið mót 16-18 ára Kaupmannhöfn. marta Carrasco dansari Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu mosfellsbæjar 2013, og afrekum þeirra á árinu.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.