Mosfellingur - 07.04.2006, Síða 11

Mosfellingur - 07.04.2006, Síða 11
Ég leit til Þórarins eða Tóta, eins og hann er kallaður, á Grillið rétt fyrir keppni til að sjá hvernig undir- búningur gengi og að bragða á því sem að hann ætlaði að bjóða upp á í keppninni. Fyrsti rétturinn var humar- fylltur hvítlax og saltfi sk terrine með kremaðri skelfi sksósu, einstaklega bragðgóður réttur sem fékk mann til að kikna í hnjánum. Eftir þessa rosa- legu lendingu kom að aðalréttinum sem var íslenska lambið ásamt dönsk- um héra borið fram með ætiþistla kartöfl um, mórillum og madeira sósu. Algerlega ógleymanlegt. Til að enda þessa fullkomnu máltíð kom skyrkaka og skyrsorbet með heitu multuberjasouffl é sem var eins og fl ugeldasýning fyrir bragðlaukana einstaklega vel heppnuð blanda. Þessi máltíð verður seint topp uð. Ég tók stutt spjall við Tóta eftir æfi nguna til að sjá hvernig landið lægi hjá kapanum og hvernig hann væri stemmdur. Hver er svo þessi Tóti ? Ég er 26 ára matreiðslumaður fæddur og uppal- inn í Mosó, fór að læra kokk inn á Hót- el Sögu, útskrif aðist þaðan árið 2000 og starfaði þar í eitt ár eftir það. Fór síðan til Brussel í Belgíu á stað sem heitir Seagrill og vann þar í tvö ár, en er kominn aftur á Grillið í dag. Hver er uppáhalds maturinn þinn ? Maturinn henar mömmu, engin spurning Ertu búinn að æfa mikið? Já, mest allur frítími hefur farið í þetta síðastliðna tvo mánuði, svo fór líka rosalega mikill tími í alla hugmynda vinnu og uppsetningar. Úr hvaða hrá- efni fi nnst þér skemmtilegast að elda? Það mun vera fi skur, það reynir mest á mann að elda góðan fi sk. Hvað fékk þig til að fara að læra kok- kinn? Það eru klár- lega heim ilisfræðitímarnir hjá Möllu sem er minn helsti áhrifavaldur í dag. Hún kenndi mér allt sem ég kann. Ertu hlynt ur núverandi bæjarstjórn? Jú jú, því ekki? Ragga Rikk er mín kona, blátt áfram... Ef þú fengir tækifæri til að vera einhver annar en þú ert í einn dag hver yrði þá fyrir valinu? Það mun klárlega vera hann Svanni á Pizzabæ, þá fengi maður tækifæri til að elda góðan mat alla daga. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um Mosó ? Það er Ísmynd og svo nátturlega gamli góði Kjuðinn. Ertu kominn með einhver framtíðarplön? Bara að klára þessa keppni, svo er ég að fara að vinna á Hótel Borg sem yfi rmatreiðslumaður. Á nýjum veit - ing astað sem opnar þar von bráðar... 11Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur MOSFELLINGUR Maggi 270 með puttana í pottunum

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.