Mosfellingur - 10.11.2006, Side 19

Mosfellingur - 10.11.2006, Side 19
Aristó hárstofa ...nýr ævintýraheimur frá Kæru viðskiptavinir Við stelpurnar á Aristó hárstofu erum þriggja ára og langar okkur til að bjóða ykkur 20% afslátt af öllum vörum. 19Tengibraut við Helgafellshverfi skoðuð frá öllum hliðum - Mosfellingur Tengibraut við Helgafellshverfi Mikil umræða hef- ur verið undanfarið um lagningu Helgafellsbrautar um Álafosskvosina. Með nokkrum orðum ætla ég að útskýra mína hlið á málinu en ég hef komið að málinu sem landslagsarkitekt og hef verið í samstarfi við hönn uði Helga fellslandsins (arkitekta og verkfræðinga) um það hvernig best sé að koma veginum fyrir í landinu og skoða hvaða lausn- ir eru bestar gagnvart umhverfi nu. Nú síðast er lögð fyrir tillaga sem ég tel vera mjög ásættanlega. Viðkvæmasti hluti vegarins er þar sem vegurinn liggur næst Ála- fosskvosinni og þar sem Brekkuland mætir Álafosskvos. Þarna er þrengst um veginn, stutt er í aðliggjandi hús og lítið pláss er til þess að taka upp hæðarmun. Til þess að áhrif vegarins séu sem minnst á þessu svæði þá er vegurinn lagður nánast í landið. Fyllingar og skurðir vegna vegarins verða þá í lágmarki sem hefur þau áhrif að unnt er að vernda aðliggjandi land meira óhreyft auk þess að hægt er að halda betur í þann trjágróður sem er á svæðinu. Ég hef skoðað þennan gróður og sá gróður sem er fyrir vegstæðinu má fl ytja og nota áfram meðfram vegi Álafosskvosarmegin. Til þess að uppfylla hljóðvist og draga frekar úr áhrifum Hel- gafellsbrautar gagnvart Ála- fosskvosinn þá er lagt til að hlaðinn verði grjótveggur úr grágrýti sem raðað er þétt saman. Í glufur er sett úthagatorf og einnig ofan á hleðslu- vegginn. Veggurinn er að jafnaði 1.0 metrar yfi r miðlínu Helgafellsbraut- ar og yrði hæstur 2.4 metrar séð frá Álafossvegi ( þetta er sýnt á tei- kningu 180-05). Gerð hefur verið ásýndarmynd sem sýnir hæð og legu þessa veggjar,( sjá teikningu 180-09). Til þess að milda vegginn þá er landið Álarfosskvosarmegin mótað meðfram veggnum í mismun- andi hæð sem mýkir ásýnd hans enn frekar. Núverandi hús í Brekkulandi sem standa næst Helgafellsbraut standa töluvert ofar en brautin sjálf. Aðgerðir í hljóðvist og um- hverfi smótun götunnar fara því ágætlega saman. Ekki þarf að setja upp frístandandi manir í þeim skilningi Brekkulandsmegin held- ur er núverandi landhalli nýttur og ýktur með því að auka fl áan og mynda topp efst þar sem þarf. Einn- ig hafa verið skoðaðar útfærslur með notkun grjóts. Útfærsla manar kvosarmegin við Helgafellsbraut er þannig að mön neðan vegar er um 1.2 metra yfi r miðlínu vegar. Þessi hæð bætir hljóðvist, blindar bílljós en gerir einnig ökumönnum kleift að sjá umhverfi ð. Síðan er gróðursett á áherslustaði með tilliti til útsýnis, rýmismyndunar og útlits. Gerð hafa verið langsnið, þver- snið, ásýndarmyndir, og tölvu- myndir og þannig skoðað hvernig þetta gæti litið út. Hljóðútreikning- ar hafa verið gerðir á veginum og er öll hönnun miðuð við að uppfylla hljóðvist. Ég tel að mótvægisaðgerðir þær sem hér eru lagðar fram séu þann- ig að þær falli vel að umhverfi Ála- fosskvosar, efnisval og frágangur all- ur falli vel að því umhverfi og þeim anda sem ríkir á svæðinu. Pétur Jónsson Landslagsarkitekt Helgafellsbraut Myndir úr Álafosskvos 3 ára 3 ára 3 ára Háholti 14 sími: 566 8989 Sjáumst, Inga Lilja, Jónheiður, Guðrún og Íris. Dagana 10.-18. nóvember

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.