Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 3

Litli Bergþór - 01.12.2016, Page 3
Litli-Bergþór 3 Formannspistill Þá er veturinn genginn í garð og líður senn að jólum. Verandi búsettur í öðru landi, fær maður smám saman nýja sýn á lífið í kring um sig. Maður fær að kynnast nýjum siðum, reynir að temja sér suma, en aðra lætur maður alveg eiga sig. Maður er líka sífellt að bera allt saman við Ísland og Íslendinga og spá í hvað við myndum gera öðruvísi heima. Oftast er maður í þeirri trú að allt sé best sem kemur frá Íslandi, hvort sem það er nú rétt eða ekki. En allavega held ég að allir hafi gott af því að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast öðrum þjóðum og siðum. Eitt er þó það, sem er allsstaðar til í jafn miklum mæli. Sama hvar maður kemur þá finnur maður fyrir því. Það er stressið. Allir að flýta sér og keppast við að gera sem mest á sem stystum tíma. Og að sjálfsögðu spilar maður með og hrærist í þessum stressaða heimi. Það er því mikilvægt að að ná sér niður á jörðina inn á milli til að fara hreinlega ekki yfirum og jólin eru fyrir flesta góður tími til að leyfa sér að slaka á. Taka sér frí frá daglega stressinu. Eða það ætla ég að minnsta kosti að gera... Lesendum og félagsmönnum öllum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða. Smári Þorsteinsson formaður Umf. Bisk.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.