Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 7

Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 7
Litli-Bergþór 7 Samstarf milli þessara tveggja skólastiga hefur ekki verið til neinnar sérstakrar fyrirmyndar, en ef allt væri eins og það á að vera, ættu nemendur grunnskólans að vera búnir að tileinka sér umtalsvert meira í þessum fjórum námsgreinum en áður var og framhaldsskólinn síðan að skipuleggja námsframboð sitt miðað við það, enda augljóst að það er ekki um það að ræða að allt það nám sem áður átti sér stað á fjórum árum geti farið fram á þrem. Ef svo væri, þýddi það beinlínis, að það væri verið að skera af náminu og fáir fást til að viðurkenna að sú verði raunin. Óhjákvæmilega vakna spurningar um það hvort grunnskólinn sinnir eða getur sinnt þessari viðbót eins og vera ber. Hvernig er staðið að mati á því? Búa kennarar í efri bekkjum fámennra grunnskóla vítt og breitt um landið yfir nægri sérþekkingu til að takast á við þetta? Metnaðarfullt skólastarf þarf að vera fært um að takast á við þær auknu faglegu kröfur sem breytingin kallar á. Það leiðir hugann að því hvernig staða mála er í okkar skóla að þessu leyti, án þess að hér sé verið að efast eitthvað um getu hans, út af fyrir sig til að sinna þessu verkefni. Það má ekki gleyma því að fyrsta skólastigið, leikskólinn, getur án efa tekið að sér að undirbúa nemendur sína enn frekar fyrir grunnskólanámið. Það má vel ætlast til þess að það verði hluti af stefnu hans að útskrifa nemendur með umtalsverða hæfni í lestri og stærðfræði. Það er hreint ekki óraunhæft markmið. Við lok grunnskóla þurfa nemendur að ákveða hvað tekur við. Auknu hlutverki grunnskólans og styttingu námsins í framhaldsskólum hlýtur að fylgja aukin þörf á eða krafa um að grunnskólinn sinni öflugri námsráðgjöf en áður og að henni sé ekki síður beint að foreldrum en nemendunum sjálfum. Hæfileikar fólks liggja á mismunandi sviðum eins og alkunna er og það er eitt fjölmargra hlutverka grunnskólans að rækta hæfileika hvers og eins og auðvelda honum þannig að velja þær námsleiðir sem henta honum best, í góðri samvinnu við foreldrana. Tvennt mælir sterklega með stóraukinni samkennslu í efstu bekkjum grunnskólanna í Reykholti og á Laugarvatni: faglega sterkari kennsla (án þess að hér sé núverandi kennsla dregin í efa) og betri félagslegar aðstæður nemendanna þegar kemur að möguleikum þeirra á samskiptum sín á milli. Í minnisblaði Ingvars Sigurgeirssonar, sem var fenginn til að skoða skólamál í Bláskógabyggð 2014, segir m.a.: Sú breyting var gerð á þessu skólaári að auka sameiginlega kennslu á unglingastigi. Þetta hefur gefið góða raun og er mælt er með því að þetta samstarf verði enn aukið. Flest rök hníga að því að kennsla á unglingastigi verði sameinuð. Í minnisblaðinu segir Ingvar ennfremur: Þá tókst ekki að greina ávinning af sameiningu grunnskólanna fyrir nemendur þó augljós ávinningur væri af því að hafa nemendur í 8.–10. bekk saman í Reykholti,... Ávinningurinn af samkennslu í efstu bekkjum er augljós og það sama má segja um ávinning af fjölbreyttara félagslegu samneyti unglinganna í Bláskógabyggð. Aðrir þættir koma hinsvegar þar til skoðunar, svo sem vegalengdir í skólaakstri og spurningar um sjálfstæði þessara tveggja deilda Bláskógaskóla. Ingvar varpar einnig fram hugmyndinni um aukið samstarf austur yfir Hvítá, yfir að Flúðum, en það er sennilega stærra skref en Bláskógafólk er tilbúið að taka si svona. Samkvæmt óformlegum heimildum er nemendum í 8.-10. bekk á Laugarvatni nú ekið tvo daga í viku í Reykholt. Fyrst hægt að er flytja unglingana þarna á milli tvo daga í viku, hversvegna ekki fimm? Auðvitað skipta vegalengdir, samgöngur og kostnaður við skólaakstur þarna máli, en fleira kemur til, ekki síst sögulegar ástæður, sem eru að vissu leyti skiljanlegar. Sagan er sannarlega mikilvæg, en það er framtíðin ekki síður, auk aukinna krafna sem gerðar eru til grunnskólans, sem kalla á meiri sérhæfingu eða sérþekkingu starfsfólks í efstu bekkjunum. pms

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.