Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 10

Litli Bergþór - 01.12.2016, Side 10
10 Litli-Bergþór Hér er fram haldið að segja lítillega frá húsum og íbúum í Laugarási og við erum stödd í miðri fjölguninni sem varð á sjöunda áratugnum. Hér segir frá fjórum garðyrkjubýlum sem voru stofnuð frá 1968-1970. Eftir þessa bylgju varð hlé á uppbyggingu innan garðyrkjunnar í Laugarási og við tók uppbygging, hæg í fyrstu, á skipulögðum hverfum, annarsvegar vestast í þorpinu, í Vesturbyggð og hinsvegar austast, í Austurbyggð. VARMAGERÐI 1968 Austast í því landi sem síðar varð Varmagerði, kom faðir Sigmars Sigfússonar (sjá Sigmarshús), Sigfús Jónsson frá Laugum í Hraungerðishreppi, sér upp dvalaraðstöðu (Fúsaskúr), og var þar, en aldrei mun hafa komið til einhverrar formlegrar stofnuna býlis í kringum hana. Hörður Magnússon (f. 25.07.1930) og Hjördís Elinórsdóttir (f. 10.03.1929), stofnuðu þetta garðyrkjubýli og bjuggu þar til ásins 1984. Áður en íbúðarhúsið var byggt bjuggu Hörður og Hjördís í Búrfelli, þar sem þau höfðu starfað í Varmagerði. Húsin í Laugarási og íbúar þeirra Páll M. Skúlason: tengslum við virkjanaframkvæmdirnar. Þau fluttu síðan í Laugarás 1971 eða 1972 þegar búið var að byggja íbúðarhúsið, en það var ólíkt öðrum slíkum í þorpinu, að því leyti að sökkullinn var stillanlegur og þannig var ætlunin að bregðast við þegar húsið tæki að síga. 1984 fluttu þau síðan á Selfoss. Börn þeirra eru: Kristinn Guðbrandur (f. 09.08.1955), býr í Reykjavík og Ragnhildur H. (f. 19.11.1966), býr á Selfossi. Frá því Hörður og Hjördís seldu má segja að saga Varmagerðis hafi gerst nokkuð flókin, ekki síst vegna þess, að um var að ræða tvær íbúðir, annarvegar í íbúðarhúsinu og hinsvegar í risi aðstöðuhúss sem þar var byggt. Hér er reynt að koma þessari sögu saman, en búast má við að þar sé ekki allt kórrétt. Guðni Þ. Ölversson (f. 07.02.1952) og Sigríður Inga Erlingsdóttir (f. 21.10.1953) keyptu stöðina af Herði og Hjördísi. Þau fluttu formlega frá Varmagerði 1991, en voru farin þaðan nokkru áður. Þau búa í Noregi. Einn son áttu þau, Ölver Árna (f. 18.05.1971). Árið eftir að Guðni og Inga komu, fluttu foreldrar Ingu, Erling Kristjánsson (f.28.12.1933) og Þóra Júlíusdóttir (f. 24.11.1933) í íbúð á efri hæð aðstöðhúss í Varmagerði. Þar bjuggu þau þar til 1991 að þau fluttu í Mosfellsbæ og stöðin var seld. Dóttir þeirra, auk Sigríðar Ingu, er Sigrún (f. 20.09.1971) Þegar Guðni og Inga hurfu á braut réðu Erling og Þóra Sigurð Emil Ævarsson (f. 07.11.1962) og Halldóru Hinriksdóttur (f. 06.05.1958) til starfa við garðyrkjuna og þau fluttu í íbúðarhúsið. Halldóra og Sigurður fluttu burt þegar garðyrkjustöðin var seld. Þau búa í Hafnarfirði. Börn þeirra Hjördís og Hörður.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.