Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 12
12 Litli-Bergþór
(f. 21.11.1961) býr í Tröðum 2 í Laugarási, Einar Steingrímur (f. 28.09.1964), býr í Kópavogi og
Þorsteinn Páll (19.02.1969), býr í Kópavogi. Sverrir og Karítas búa nú í Hafnarfirði.
BIRKIFLÖT 1970
Árið 1970 fluttu Þröstur
Leifsson (f. 29.12.1940)
og Sigurbjörg G.
Jóhannesdóttir (f.10.06.1945)
í Laugarás og hófu
uppbyggingu á Birkiflöt.
Þau fluttu íbúðarhúsnæðið
með sér og það hús er enn á
upprunalegum stað, en ætla
má að upprunalega hafi það
verið hugsað til bráðabirgða. Þau hjón voru síðan á Birkiflöt til 1975. Þá fluttu þangað þau Sverrir og
Karítas (sjá Ösp) með fjölskyldu sína og þau bjuggu þar, þar til þau fluttu í eigið húsnæði 1978.
Georg Franzson og Brynja Ragnarsdóttir (sjá Traðir) ráku stöðina frá 1978-1980, en þá fluttu þau
í íbúðarhús sem þau höfðu byggt í Vesturbyggð 5, jafnframt því sem þau höfðu byggt gróðurhús þar
sem nú kallast Traðir.
1980 komu Þröstur og Sigurbjörg aftur á Birkiflöt og ráku stöðina til 1989, en þá fluttu þau endanlega
burt. Þau búa nú í Kópavogi. Börn þeirra eru: Guðbjörn Þórir (f. 07.04.1963) sem býr í Danmörku,
Þá komu til sögunnar þau Þórður Guðjón Halldórsson (f. 10.07.1955) og Karólína (Kalla)
Gunnarsdóttir (f.22.10.1958) og þau hafa rekið stöðina síðan. Þórður og Karólína eignuðust 3 börn,
sem heita: Elma Rut (f. 29.08.1980), býr í Svíþjóð, Gunnar Örn (f. 10.11.1982), býr á Akri og
Jakop Trausti (f. 11.02.1989), býr í Reykjavík.
Auk Þórðar og Karólínu búa nú á Akri, sonur þeirra, Gunnar Örn og Linda Björk Viðarsdóttir (f.
03.09.1980) ásamt börnum þeirra, sem eru Íris Anna (f. 26.01.2010) og Þórður (f. 09.02.12)
ÖSP 1970
Sverrir Ragnarsson (f. 26.03.1935)
og Karitas (Katí) Sigurbjörg
Melstað (f. 07.08.1935) stofnuðu
þetta býli, en þau bjuggu í Helgahúsi
(Laugarási) frá 1970 til 1976. Þá fluttu
þau um nokkurra mánaða skeið í
kjallarann í gamla læknishúsinu. Eftir
það bjuggu þau á Birkiflöt tvö og hálft
ár, frá 1975/6-78, þar til þau fluttu í Ösp.
Birkiflöt.
nýbyggt hús á Ösp. Fyrstu árin ræktuðu þau tómata og gúrkur,
en síðan eingöngu rósir.
Þau ráku Ösp til 2005, en undir lok þess árs fluttu þau í
Hafnarfjörð. Sonur þeirra, Ragnar, tók þá við býlinu og hefur
reksturinn verið í hans höndum síðan. Íbúðarhúsið hefur gegnt
hlutverki húsnæðis fyrir starfsfólk frá 2005.
Sverrir og Karítas eignuðust sex börn: Eggert Stefán (f.
19.07.1966, d. 29.08.2014), Guðrún (22.02.1959) býr í
Skagafirði, Katrín (f. 22.02.1959, d. 26.05.1963), Ragnar Sverrir og Karitas.