Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 17
Litli-Bergþór 17 Nú fóru hlutirnir að gerast. Til voru kvaddir iðnaðarmenn í öllum greinum og fjöldi fólks, vinir og vandamenn lögðu hönd á plóg. Mörgum ofbauð áræði Björns og óskynsemi að ráðast í þetta stórvirki. Einn öflugur viðskiptajöfur sem þekkti vel til sagði: „Margt hefur hann Björn nú gert ógáfulegt í sínum fjárfestingum, en þetta er þó það allra vitlausasta“. En ekkert stóð fyrir Birni. Allir sem komu að verki smituðust af dugnaði og vinnugleði foringjans. Allir unnu verk sín af kappi, alúð og ánægju. Um það vitna lifandi myndir sem Jón bróðir hans, tók meðan á framkvæmdunum stóð. Ótrúlegt hvernig sá maður gat þrætt á hjólastólnum um vinnusvæðið, sem oft var illfært fullfrískum mönnum. Hlíðafjöllunum fjölgar Á einu ári reis þessi fallega kirkja. Það kom strax í ljós að mikil þörf var fyrir hana. Hér eru fjölmargar athafnir á hverju ári; skírnir, fermingar, giftingar og guðsþjónustur. Klukkurnar, sem varðveittust út braki gömlu kirkjunnar, kalla fólk enn til tíða í Úthlíð og tengja þannig saman nútíð og fortíð. Það munu ekki vera margar kirkjur sem státa af meiri messusókn en einmitt Úthlíðarkirkja. Kirkjan sker sig frá umhverfinu en fellur samt svo vel að því að það er eins og hún hafi alltaf staðið þarna. Það er eins og ekkert hafi gerst, nema enn eitt fjall bæst við. Hátt og traust fjall, með bæði mjúkar og hvassar línur. Með bláar hlíðar, svarta hamraveggi, aflíðandi skriðu, og hvítan jökul hið efra, eins og hin fjöllin sem veita byggðinni skjól. Þegar inn er komið mætir manni kyrrð, friður og hófsemi. Mynd og minning Ágústu Ólafsdóttur lætur engan ósnortinn, enda var kirkjan endurreist í hennar minningu. Og yfir altarinu er stór altaristafla, Maríumynd eftir Gísla Sigurðsson. María er sett í kunnuglegt umhverfi, hraunbrúnin, fjöllin og jökullinn í baksýn. Hún er venjuleg íslensk kona og móðir, með barnið í fanginu. Myndin er ekki að neinu leyti háð sérstökum tíma. María er hvorki dæmigerð bóndakona né eitthvað annað og af klæðnaði hennar verður heldur ekkert ráðið. Hluti af búningnum er kjóll eða pils með munstri sem sýnir viðarteinunga með laufblöðum. Fyrirmynd munstursins er svokallaður Álfkonudúkur sem Frændurnir Erlendur Gíslason (Lindi) í Dalsmynni og Björn. lengi var altarisklæði í Burstafellskirkju, en er nú varðveittur í Þjóðminjasafni. Griðastaður í sveitinni Það fór vel á því að Björn fól bræðrum sínum Gísla og Jóni stór og krefjandi verkefni við endurreisn kirkjunnar. Það fer líka vel á því að duftker þeirra beggja séu orpin jörðu, hlið við hlið, hjá Úthlíðarkirkju á nákvæmlega sama stað og vaggan hans Gísla stóð fyrir 86 árum. Það er mikið lán að við skulum ekki öll vera eins. Það er mikið lán að til eru menn sem láta umhyggju, tilfinningu og heitt hjarta ráða för. Þess vegna eigum við aðgang að griðastaðnum á gamla bæjarhólnum í Úthlíð. Þess vegna getum við, ef við viljum, komið þangað, kropið fyrir Maríu guðsmóður, leitað til hennar með mál sem við trúum engum öðrum fyrir og beðið hana, hvað sem okkur liggur á hjarta með orðum Gísla Sigurðssonar, sem eru hluti af altaristöflunni: María guðsmóðir, gott er að eiga þig að Þegar heklar í fjöll á hörðu vori, Heyin þrotin og blessuð kýrin komin að burði. -Þá kemur þú- með mátt þinn og mildi, og möttulinn hlýja sem leggst yfir landið. (Útdráttur úr þessari grein var fluttur sem erindi á samkomu í tilefni af 10 ára afmæli Úthlíðarkirkju 10. júlí 2016.)

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.