Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 24
Ég vil þakka ritnefnd Litla-Bergþórs fyrir
að biðja mig um að skrifa um Geysissvæðið og
vinnu mína við að koma málum þar á hreyfingu
í oddvitatíð minni. Geysissvæðið er mest sótti
ferðamannastaður hér í Uppsveitum og nauð-
synlegt að varðveita heimildir um þróun hans.
Vinnan hófst strax eftir sveitarstjórnarkosn-
ingar 2010. Þá var sveitarstjórnaferill minn þegar
orðinn ansi langur svo ég þekkti vel til málsins.
Ég hafði setið í sveitarstjórn Biskupstungna
tvö kjörtímabil árin 1992-1998, og settist svo
aftur í sveitarstjórn þegar Þingvallahreppur,
Laugarvatnshreppur og Biskupstungnahreppur
höfðu sameinast árið 2002. Ég leiddi T- listann
í Bláskógabyggð, fyrstu tvö kjörtímabilin. Að
því loknu hugleiddi ég að hætta afskiptum af
sveitarstjórnarmálum, enda hafði ég verið í
minnihluta sveitarstjórnar og því oftast haft mikið
fyrir því að vinna þeim málum fylgi og framgang
sem mér þóttu mikilvæg.
Ég ákvað þó að gefa kost á mér enn eitt
kjörtímabilið en einungis ef meirihluti næðist. Ég
tók því fjórða sæti T-listans og fyrir lá að ég yrði
oddviti sveitarstjórnar, ef við næðum meirihluta.
Það gekk eftir og ég settist í oddvitasætið í
Bláskógabyggð í júní 2010.
Nú gat ég einhent mér í það mikilvæga verkefni
sem mig hafði lengi dreymt um, þ.e. að reyna að
hreyfa við málum á Geysissvæðinu. Ég hafði
aldrei haft erindi sem erfiði þegar ég ræddi
Geysismál í sveitarstjórn, menn treystu sér ekki
til að hreyfa við málum þar.
Ég hóf samræðu við Umhverfisstofnun og
Ferðamálastofu og ræddi jafnframt við rekstr-
araðila og landeigendur á Geysi. Leyfi aðila fékkst
til að gera smá andlitslyftingu á Geysissvæðinu
og hafist var handa við að laga snúrur koma
niður fíngerðum og lágum stálpinnum og stígar
voru afmarkaðir. Umhverfisstofnun tók að sér
framkvæmdina. Snotur lítil varúðarskilti voru sett
upp og svæðið varð allt fallegra með samræmdum
látlausum böndum og merkingum. Allt var unnið
í fullu samráði við landeigendur.
Umhverfisstofnun lagði til sjálfboðaliða svo
verkefnið kostaði þá lítið. Á þessum tíma var lítil
gæsla á Geysissvæðinu af
hálfu Umhverfisstofnunar.
Starfsmaður í hlutastarfi
kom hálfsmánaðarlega
og sótti rusl. Ég fór fram
á að heimamaður yrði
ráðinn til að hafa umsjón
með þrifum á svæðinu og
var það samþykkt. Þórey
Jónasdóttir var ráðin í
hálft starf í tvö sumur og
svæðið varð algerlega
hreint í hennar umsjá,
engir sígarettustubbar né
annað rusl og smámynt
sem hent var í hverinn
Blesa var veidd upp
jafnóðum.
Í umræðum mínum við
landeigendur skýrðust mál
enn frekar og samræðan
Drífa Kristjánsdóttir:
Geysissvæðið 2010-2014
Samvinna, hugmyndasamkeppni, deiliskipulag
24 Litli-Bergþór
Séð yfir Geysissvæðið ofan af Laugarfelli.