Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 27
Litli-Bergþór 27
Enn fengust engin svör um hver bæri ábyrgð á
Geysissvæðinu af hálfu ríkisins þrátt fyrir ýmis
fundarhöld. Ég ákvað því að senda forsætisráðherra
eftirfarandi bréf:
Bláskógabyggð 7. desember 2011
Forsætisráðherra
Frú Jóhanna Sigurðardóttir
Efni bréfs: Geysir í Haukadal.
Ósk oddvita Bláskógabyggðar um að valdhafar
tilnefni aðila sem beri ábyrgð á Geysi og fái vald
til að fara með eignarhlut ríkisins í svæðinu.
Geysir er frægasta náttúrufyrirbærið á Íslandi.
Geysir fær heimsókn flestra erlendra ferðamanna
sem til Íslands koma. Íslendingar, eigendur
Geysis, eigum að sýna Geysi og Geysissvæðinu
öllu ýtrustu virðingu og setja svæðið á þann stall
sem því ber.
Undirrituð hefur sinnt starfi oddvita Bláskóga-
byggðar frá síðustu sveitarstjórnarkosningum,
og hefur setið í sveitarstjórn Biskupstungna og
Bláskógabyggðar í rúm 17 ár. Ég hef því fylgst
ágætlega með málum á Geysi, en ákvað vorið
2010 að taka málin til rækilegrar skoðunar og
freista þess að leggja mat á, í hverju það liggur,
að staða Geysis er flókin og að erfitt hefur verið
að ná samstöðu um svæðið.
Ég átti heilmikil samskipti við eigendur Geysis,
þ.e. staðarhaldara í Haukadal og rekstraraðila
og fékk Umhverfisstofnun og Ferðamálastofu
að borðinu. Aðilar voru allir velviljaðir og urðu
sammála um ýmsar lagfæringar á Geysissvæðinu.
Samstaða tókst um að setja upp ný öryggisbönd
og nauðsynlegar öryggismerkingar á þau. Einnig
var endurnýjaður pallur meðfram hvernum Blesa.
Þetta var gott og gilt en aðeins örlítið upphaf af
öllum þeim verkum sem gera þarf á svæðinu.
Fulltrúar opinberra stofnana hafa oft nefnt, að
eignarhald Geysissvæðisins stæði í vegi fyrir að
hægt væri að standa vel að málum á Geysi, en
við nánari skoðun er það mitt mat, að erfiðleikar
varðandi Geysissvæðið séu fyrst og fremst vegna
þess að enginn ákveðinn aðili frá ríkisvaldinu
kemur að málum eða ber ábyrgð á staðnum.
Ég hitti umhverfisráðherra í haust við Gullfoss
þegar Sigríðarstígur var vígður og óskaði eftir
fundi með henni varðandi Geysi. Forstjóri Um-
hverfisstofu tók málið í sínar hendur og taldi sig
geta komið málum áfram. Enn hefur lítið komið
út úr því og ég óttast lítinn árangur. Áður hafði
ég skoðað málin með ráðherra ferðamála, en
hún virðist ekki hafa neina beina aðkomu að
Geysissvæðinu. Ég hef líka verið í óformlegum
samræðum við starfsmenn fjármálaráðuneytis
og ferðamálastjóra en það hefur ekki skipt máli,
menn yppta öxlum og virðast ekki hafa neina
aðkomu að frægasta svæði Íslands.
Að mínu mati er núna hægt að koma málum á
Geysissvæðinu í miklu betra horf. Landeigendur
hafa sammælst um að mynda samtök sín á milli og
sýnir það samstöðu þeirra um svæðið. Mikilvægt
er að landeigandinn ríkið komi að eigendafélagi
með fullu umboði ríkisins.
Ég er sannfærð um að það er tilraunarinnar
virði að mynda eigenda-samtök um Geysissvæðið.
Ef vel tekst til þá er hægt að gera tillögur áfram
um svæðið, halda
utanum rekstur þess,
vinna deili-skipulag
svæðisins. Þá yrði hægt
að sækja um styrki í ýmsa
sjóði t.d. fjölfarinna
ferðamannastaða, fara í
samkeppni um hönnun á
svæðinu o.fl.
Ég held að það
sé nauðsynlegt að
æðsta stjórnvald taki
málin í sínar hendur,
tilnefndi fulltrúa sinn í
eigendafélagið og gefi
Geysissvæðinu byr undirH L Ý J A R H Á T Í Ð A R K V E Ð J U R