Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 34

Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 34
34 Litli-Bergþór og Anna Rósa, fædd 1966, viðskiptafræðingur og grasalæknir, sjálfstætt starfandi. Ég er svo yngstur, fæddur 1968, lærði kvikmyndafræði í Los Angeles 1991-´93 og síðar alþjóða viðskiptafræði í Kaupmannahöfn 1997 – 2000. Síðan ég lauk námi má segja að ég hafi unnið sem frumkvöðull. Ég og nokkrir vinir mínir stofnuðum að loknu námi árið 1994, eiginlega fyrir tilviljun, fyrirtækið „Rauða dregilinn“, sem sérhæfði sig í stafrænni eftirvinnslu á kvikmyndum, í byrjun þeirrar tækni. Við vorum aðallega í því að klippa sjónvarps- og bíóauglýsingar en líka kvikmyndir. Þetta fyrirtæki þróaðist síðan áfram með sameiningu og heitir nú Saga Film. En ég er ekki lengur hluthafi þar. Þegar ég var búinn að flakka um heiminn og loksins kominn heim árið 2003, hitti ég svo hana Þórunni Maríu, kærustu mína, sem var á leið til Lundúna og fór með henni þangað, foreldrum mínum til armæðu. En þau héldu að nú væru þau loksins búin að heimta mig heim. Í London vorum við í 5 ár og stofnuðum þar fyrirtæki um farsímalausnir, einskonar sam- skiptahugbúnað eða app, sem hét Matchtooth (sbr. bluetooth). Við komum svo heim 2008, tveim vikum fyrir hrun, og þá fór ég fljótlega að skoða ferðamannabransann. Það byrjaði eiginlega með því að ég sló inn í Google „how to make a website“, bjó síðan til einar 10 vefsíður og það var ein sem virkaði. „Northern Lights Iceland“. - Orð sem flestir slá inn ef þá langar til að skoða norðurljós á Íslandi. - Ég fór semsagt að selja norðurljósin eins og Einar Ben stakk uppá fyrir 100 árum. Vinnan fólst í því að taka á móti ferðamönnum og skipuleggja ferðir upp á Hellisheiði eða þangað sem vænlegt var að sjá norðurljós. Svo var það eitt kvöldið að einn forríkur hjartalæknir frá Los Angeles hringdi í mig ofan af Hellisheiði, helfrosinn, og spurði hvort ekki væri til eitthvað hótel með glerþaki, þar sem hægt væri að liggja í notalegu rúmi og skoða norðurljósin. Þetta var semsagt fyrir rúmlega einu ári síðan í september 2015. Það varð til þess að ég fór að skoða málið og datt niður á þessar plastkúlur, sem hægt var að sofa í. Þá var að finna stað fyrir þær, helst í skógi. Við gerðum vindmælingar á nokkrum stöðum, en svo varð Hrosshagi fyrir valinu. Ástæðan var ekki síst sú að þar þekkti ég vel til eftir að hafa verið þar í sveit sem krakki, þar var verkvitið til staðar með Gunnar og Jón Ágúst á staðnum og svo var Sigga Jóna svo hress og jákvæð, sem var alveg frábært. Fyrsti gesturinn gisti svo í plastkúlu í janúar 2016. Þannig kom þetta til með plastkúlubúskapinn í Hrosshaga. Auðvitað er ýmiskonar stúss í kringum þetta, við þurfum að ljúka við að byggja upp aðstöðuhúsið fyrir gestina og svo er maður svolítið í því að finna upp hjólið til að fá þetta allt til að virka. Árið 2014 hafði ég byrjað með norðurljósaferðir sem ég kalla „Floating tours“, þar sem ég fékk aðstöðu í „Gömlu lauginni - Secret Lagoon“ á Flúðum, á kvöldin eftir lokun hjá honum Birni Kjartans. Þar er fólki boðið upp á flothettur og svo getur það flotið um í heitri lauginni og horft upp í himininn í öllum sínum myndum, á stjörnur og norðurljós. Tónlist Sigurrósar hljómar úr djúpinu úr hátölurum á botni laugarinnar, og svo er ég með nuddarann Peter, ungan mann frá Ungverjalandi, sem sér um að nudda þá sem það vilja, til að ná sem mestri slökun hjá gestunum. Á daginn í miðri viku er hann svo að skipta um á rúmum í kúluhúsunum í Hrosshaga, til að létta undir með Siggu Jónu. Auk Peters vinnur annar Ungverji, Attila, hjá mér. Hann er lögfræðingur og búsettur hér og sér um akstur og aðra umsýslu í ferðunum. Þeir tveir ásamt Siggu Jónu eru starfsfólkið okkar. Séð inn í stóra kúlu. Eldhúskrókur í aðstöðuhúsinu. Borðstofukrókur í aðstöðuhúsi.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.