Litli Bergþór - 01.12.2016, Síða 35
Ketilbjörn ehf.
Vinnuvélaverktaki
Syðri-Reykjum
Grímur Þór - Sími 892 3444
Litli-Bergþór 35
Það var Huffington Post, vefmiðill í USA, sem
pikkaði upp þessa síðu mína og var með heilmikla
umfjöllun um hana og eftir það varð allt vitlaust.
Hefur verið nóg að gera síðan.
Við erum í þessu saman, ég og sambýliskona
mín, Þórunn María Bjarkadóttir, dóttir Bjarka
Elíassonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Hún er
annars menntaður lögfræðingur. Það er ekki mikil
yfirbygging á fyrirtækinu, við erum enn með
skrifstofuna heima. Við eigum einn strák, hann
Bjarka Fannar, sem er átta ára.
Hvað varðar áhugamál má segja að frum-
kvöðlastarfsemin sé bæði vinnan mín og áhugamál.
Þetta er endalaus vinna en mjög skemmtileg.
Þegar ég var unglingur og á menntaskólaárunum
í ML 1984 -´88, var ég forfallinn í íþróttunum.
En um tvítugt var ég sendur í hnjáuppskurð til
Þýskalands vegna slitgigtar í hné og þar var mér
sagt að mínum íþróttaferli væri lokið. Og ég hef
staðið við það.
Blaðamaður þakkar Róbert kærlega fyrir
skemmtilegt spjall og næsti viðmælandi er heima
í Tungum, konan sem sér um kúlubúskapinn í
Hrosshaga, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir húsfreyja
þar. Aðspurð um aðkomu þeirra hjóna að þessari
nýlundu í ferðamannaþjónustu segir Sigga Jóna:
Jú, þetta byrjaði allt saman vegna kunningsskapar
við hann Róbert yngri frá Brún, sem eitt sinn var
sumarstrákur hér í Hrosshaga og mjólkaði þá kýr.
Róbert hafði í gegnum norðurljósaferðir sínar
fengið þó nokkrar fyrirspurnir um það hvort ekki
væri hægt að fá að gista einhversstaðar úti undir
glerþaki, þar sem hægt væri að horfa á norðurljósin.
Hann fann þá þessar plastkúlur, sem framleiddar
eru í Frakklandi og leitaði eftir samstarfi við
skógarbændur, því skjól er nauðsynlegt fyrir
svona húsakynni í íslenskri veðráttu. Slógum við
til og var fyrsta kúlan sett upp í desember 2015.
Fyrsta gisting var bókuð 9. janúar 2016 og svo
vildi til að þessi fyrsti gestur var ferðabloggari frá
Singapore, sem lýsti gistingunni sem „fimm miljón
stjörnu hóteli – Buubble hotel“. Og síðan hefur
verið stanslaus straumur af fólki frá Singapore
og öðrum Asíulöndum, en einnig frá Evrópu og
Bandaríkjunum. Við
höfum haft gesti frá
öllum heimsálfum og
nú er svo komið að
það er fullbókað fram
í mars í allar kúlurnar
fimm, - nema við
neituðum að binda
okkur yfir kúlunum á
aðfangadagskvöld.
Fyrsta kúlan sem sett
var upp er um 3,3 metrar í þvermál með tvíbreiðu
rúmi og smá náttlampa. Vegna eftirspurnar var í
vor ákveðið að bæta við tveim stærri kúlum sem
eru líka með stærra anddyri en sömu innréttingu,
um 4,4 metrar í þvermál. Það er heitur blástur sem
heldur þessum þrem kúlum uppi og hitar þær. En
með í pakkanum komu líka tvær minni kúlur af
annarri gerð, sem eru með álgrind og því ekki
uppblásnar, en standa á fótum á jörðinni. Líta þær
út eins og fljúgandi furðuhlutir þarna milli trjánna
segir Sigga Jóna og hlær, en hægt væri að hengja
þær kúlur upp í tré ef slík tré fyndust á Íslandi. Í
þeim er bara heil kringlótt dýna í botninum og því
erfiðara að búa um þær, þar sem maður þarf helst
að vera berfættur við það. Kúlurnar bera allar
íslensk kvenmannsnöfn og heita: Ásta, María,
Una, Valdís og Þórunn.
Blóm og konfekt.
Gleðile
g jól