Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 1
NÝTT STARF OGMATARÆÐIHÁRNÁKVÆMUR BÚNAÐUR ingur og snjallforrit einfalda nú fatakaupin verulega Valka vinnur að uppsetningu nýrrar vatnsskurðarvélar fyrir Kamb í Hafn- arfirði. Hráefnisnýting stóreykst. 6 VIÐSKIPTA amfestS Jóhannes Þór leggur sig fram við að nýta áskrift sína að stöðvum World Class. Hann saknar ekki óhollustunnar sem fylgdi pólitíkinni. Unnið í samvinnu við 4 4 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Tvöföldun frá árinu 2013 Vilborg Helga Júlíusdóttir, hag- fræðingur hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar, segir seldar gistinætur á Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins vera í takt við fjölgun ferðamanna. Þótt hægt hafi á vextinum sé engu að síður um metár að ræða. Hagstofan birti í fyrradag tölur um seldar gistinætur í júlí. Þegar fyrstu sjö mánuðir ársins eru bornir saman við sömu mánuði í fyrra kemur í ljós að sölumet var sett í fjórum mánuðum; í febrúar, mars, maí og júní. Hins vegar seldust um 7.000 færri nætur í júlí en í sama mánuði í fyrrasumar. Júlí 2017 var söluhæsti mánuðurinn í sögu Ís- lands í seldum gistinóttum á hót- elum, en þá seldust um 473.600 gistinætur. Miðað er við hótel sem eru opin allt árið. Til samanburðar seldust um 353.500 gistinætur að meðaltali á mánuði fyrstu sjö mán- uði ársins. Búið að jafna árstíðasveifluna Vilborg Helga segir aðspurð að dregið hafi verulega úr árstíða- sveiflu í eftirspurn eftir gistirými, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Tækifærin liggi í viðlíka þróun úti um allt land. Veturinn sé ekki leng- ur rólegur tími í ferðaþjónustunni. Til dæmis hafi um fimmfalt fleiri gistinætur selst í janúar, febrúar og mars í ár en í sömu mánuðum 2008. Þá sé fjöldinn nærri þrefalt meiri á fyrsta fjórðungi ársins en á sama fjórðungi árið 2013. Jafnframt hafi sala ódýrari tegunda gistingar til útlendinga aukist mikið í sumar. Heilt yfir sé aukningin gríðarleg. „Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til að sjá miklu lægri tölur. Menn gleyma því kannski. Viðmiðið er orðið svo mikið hærra en fyrir fáum árum. Þeir erlendu ferðamenn sem koma og gista hjá vinum og ættingjum, í húsbílum eða í heimagistingu, dvelja jafnan leng- ur. Þegar upp er staðið gæti vel ver- ið að þeir skilji meira eftir sig,“ seg- ir Vilborg Helga og vísar til tekna af erlendum ferðamönnum á Íslandi. Aukin innlend eftirspurn Vilborg Helga segir mega lesa úr tölum Hagstofunnar að seldum gistinóttum á hótelum til Íslendinga fjölgi milli ára, mest á Norðurlandi. Haft var eftir Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Íslandshótela, í Morgunblaðinu á dögunum að sum- arið væri betra en spáð var. Þá var haft eftir Páli L. Sigurjónssyni, for- stjóra Keahótela, að horfur séu á nokkuð góðu rekstrarári hjá félag- inu en þó aðeins lakara en í fyrra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nærri 2,5 milljónir gistinátta seldust á hótelum fyrstu sjö mánuði ársins. Til sam- anburðar seldust 1,2 millj- ónir nátta þá mánuði 2013. 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Gistinætur á hótelum 2008-2018* ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Samtals þúsundir gistinátta í jan.-júlí á hótelum sem opin eru allt árið 867 1.347 2.450 2.474 787 Heimild: Hagstofan *Tölur fyrir árið 2018 eru bráðabirgðatölur Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 6.3.‘18 6.3.‘18 5.8.‘18 5.9.‘18 1.806,49 1.597,94 130 125 120 115 110 123,75 127,05 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins, telur að spár margra um ískaldan og dimman vet- ur á vinnumarkaði hérlendis rætist ekki, og segist vera bjartsýn í eðli sínu. Verkefnið sé að tryggja kaup- máttinn. Hún segir að sínir félagsmenn á byggingarmarkaði hafi enn mikið að gera og engar blikur séu þar á lofti, þó að hrikti í stoðum ferðaþjónust- unnar. Guðrún, sem jafnframt er formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða, segir í samtali við ViðskiptaMogann að líf- eyrissjóðum hér á landi hafi fækkað úr 88 í 21 frá árinu 1991, og enn megi búast við fækkun, en hún telur að ákjósanlegur fjöldi sjóða hér á landi væri um og yfir 10. Þá segir hún að Lífeyrissjóður verslunarmanna, þar sem hún gegnir formennsku einnig, hafi ekki hugsað sér að minnka hlut sinn í Icelandair. Ískaldur vetur ekki framundan Morgunblaðið/Hari Guðrún segir laun hér hafi hækkað langt umfram samkeppnislöndin. Formaður Samtaka iðn- aðarins er bjartsýnn á kom- andi kjarasamningagerð. 8 Það hriktir í stoðum argent- ínska hagkerfisins og forseti landsins hyggst grípa til blóð- ugs niðurskurðar ríkisútgjalda. Argasta vesen á stórum markaði 10 Bernie Sanders krefst þess að Amazon hækki laun starfs- fólks í ljósi mikils hagnaðar fyrirtækisins og aukins verðmætis. Bernie hyggst berja á Amazon 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.