Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018FÓLK Kynnisferðir Nýtt skipurit hefur verið innleitt hjá ferðaþjónustu- fyrirtækinu Kynnisferðum. Breyt- ingarnar snúa einkum að kjarna- starfsemi Kynnisferða, sem felst í rekstri ferðaskrifstofu og hóp- bifreiða og er um 70% af veltu fé- lagsins. Fyrirtækið sinnir einnig rekstri strætisvagna og bílaleig- unnar Enterprise Rent-A-Car, sam- kvæmt tilkynningu. Með nýju skipuriti mun kjarna- starfsemin skiptast í tvær einingar. Á sölu- og markaðssviði verður aukin áhersla á að sækja tekjur, þróa vörur og efla markaðs- setningu fyrirtækisins enn frekar. Þjónusta við viðskiptavini og rekst- ur ferða færast undir eitt og sama sviðið sem kallast „Þjónusta og rekstur ferða“. Allur rekstur rútu- og strætóflota Kynnisferða verður í nýju flotasviði sem bætist við þrjú núverandi stoðsvið félagsins. Rek- starstjórar þessara nýrra sviða eru þau Engilbert Hafsteinsson, rekstr- arstjóri sölu- og markaðssviðs, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, rekstarstjóri þjónustu og reksturs ferða, og Sigurður Stein- dórsson, rekstarstjóri flotasviðs. Nýtt skipurit hjá rútubílarisa VISTASKIPTI Chip & Pin Solutions Ingi- gerður Guðmunds- dóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Chip & Pin Solutions, dótturfélags Valitor í Bretlandi, en hún fluttist frá Valitor á Íslandi til Bretlands í júní í fyrra. Ingibjörg hefur gegnt marg- víslegum störfum hjá Valitor en starfaði áður hjá SPRON, Arion banka og JP Morgan. Með stöðu- breytingunni verður Ingigerður fyrsti Íslendingurinn til þess að stjórna bresku greiðslumiðlunar- fyrirtæki og er ein fáeinna kven- kyns leiðtoga í þessum geira. Chip & Pin Solutions var stofnað árið 2004 og veitir samhæfða og straumlínulagaða greiðslumiðl- unarþjónustu á sviði verslunar. Ingigerður fram- kvæmdastjóri í Bretlandi Á Íslandi hefur þessi nýja tækni ekki verið notuð í miklum mæli en erlendis verður æ al- gengara að fyrirtæki noti spjallkerfi Facebook til að koma vörum og þjónustu á framfæri við neytendur. „Mælingar eru að sýna að skeyti sem send eru gegnum Facebook Messenger eru að fá miklu meiri svörun en t.d. að senda út tilboð í tölvupósti. Við getum verið að tala um 10% svörun annars vegar en 80% hins veg- ar,“ segir Patrekur Maron Magnússon, fram- kvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Upcado (www.upcado.com). Upcado er ungt fyrirtæki, stofnað fyrir að- eins ári, og hét áður iBot. Að rekstrinum standa fjórir ungir menn – forritarar og vef- síðuhönnuðir – sem leiddu fyrst saman hesta sína í Startup Reykjavík árið 2016. „Við vorum með þá hugmynd að þróa hugbúnað fyrir einkaþjálfara en eftir að hafa lært heilmikið í viðskiptahraðlinum varð úr að breyta um stefnu og gera eitthvað annað,“ útskýrir Pat- rekur. Skilaboð sem ná í gegn Upcado er í dag langt á veg komið með nýj- an hugbúnað af allt öðrum toga. Til að gera hugbúnaðinn að veruleika hlaut félagið 20 milljóna króna styrk úr sprotasjóði Tækniþró- unarsjóðs og tók einnig þátt í viðskiptahraðli í Þýskalandi í Hamborg síðasta sumar þar sem þýskur fjárfestir kom inn í reksturinn. Eftir Startup Reykjavík varð úr að smíða sjálfvirkan spjallhugbúnað, svk. spjallþjark (e. chatbot), sem fyrirtæki og stofnanir gætu not- að til að svara með sjálfvirkum hætti fyrir- spurnum sem berast í gegnum skilaboðakerfi Facebook. „Forritið greinir það sem notandinn segir og sendir til baka viðeigandi svar s.s. um afgreiðslutíma, tilboð eða vöru af þeirri tegund sem spyrjandinn er að leita að,“ segir Patrek- ur. „En það sem við rákum okkur á er að fólk er hikandi við að leita til spjallþarka og síðan verður kerfið að vera nógu fullkomið til að geta svarað öllum spurningum – því annars er hætt við að viðskiptavinurinn verði pirraður.“ Það rann upp fyrir Patreki og félögum að breyta þyrfti vörunni og úr varð Upcado sem er best lýst sem markaðstóli fyrir Facebook Messenger. Patrekur segir skilaboðakerfi Facebook bjóða upp á þann möguleika að almenningur veiti fyrirtækjum og stofnunum leyfi til að senda sér skeyti. Þetta skeyti gæti t.d. auglýst afsláttartilboð eða fengið viðtakandann til að taka þátt í skemmtilegum leik. Eins og getið var í byrjun greinarinnar fá skeyti sem send eru með þessum hætti mjög góða svörun en vandinn er sá að Facebook setur strangar regl- ur um hve oft má nota skilaboðakerfið með þessum hætti. „Þeir notast við svokallaða. 24+1 reglu sem segir að fyrstu 24 klukkustundirnar megi fyrirtæki senda notanda ótakmarkaðan fjölda skilaboða, svo lengi sem notandinn hafi gefið samþykki sitt. En eftir þennan 24 stunda glugga má aðeins hafa samband aftur einu sinni, og ef notandinn sýnir ekkert viðbragð á móti má ekki senda honum skeyti aftur.“ Þetta þýðir að nota þarf forrit eins og Up- cado af varkárni. Bæði þurfa fyrirtæki að fá neytendur á Facebook til að gefa samþykki sitt fyrir að fá skeyti, og síðan gæta þess að það efni sem þeim er sent veki áhuga. „Þetta er vandmeðfarið markaðstæki og margir upplifa skilaboð í gegnum Messenger sem persónulegri og jafnvel meira truflandi en auglýsingar í tölvupósti sem allir eru löngu orðnir vanir. En ef rétt er að málum staðið getur Messenger reynst mjög öflugt markaðstæki.“ Gera Facebook-skilaboð að nýju markaðstæki Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með hugbúnaði Upcado er hægt að virkja skilaboðakerfi vinsælasta sam- félagsvefs heims til að ná athygli neytenda. Messenger er öflugur mið- ill en vandmeðfarinn og þarf að fylgja ströngum reglum Facebook. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mennirnir á bak við Upcado: Ómar Yamak, Tómas Óli Garðarsson og Patrekur Magnússon. Á myndina vantar Albert Guðlaugsson. Áhugaverð tækifæri eru fólgin í Facebook Messenger, ef rétt er með farið. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.