Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
HEIMA
-1,31%
1,13
ARION
+3,31%
93,6
S&P 500 NASDAQ
-1,27%
7.985,935
-0,67%
2.881,72
-0,66%
7.383,28
FTSE 100 NIKKEI 225
6.3.‘18 6.3.‘185.9.‘18 5-9.‘18
1.800
802.400
2.147,0
2.063,20
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
77,29
-1,24%
7.383,28
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
65,79
60
VEITINGAR
Umsvif Sandholts bakarís við
Laugaveg jukust til muna á liðnu ári
og námu tekjur þess 452 milljónum
króna en voru 324 milljónir árið
2016. Rekstrarkostnaður jókst einn-
ig verulega og fór úr 335 milljónum í
440 milljónir. Þar af jókst launa-
kostnaður um 53 milljónir og annar
rekstrarkostnaður um 35 milljónir.
Kostnaðarverð seldra vara fór úr 85
milljónum í 101 milljón króna. Þá
jukust afskriftir mjög milli ára og
fóru úr 15 milljónum í ríflega 42
milljónir.
Tap af rekstrinum reyndist 36,8
milljónir króna en var 31,2 milljónir
árið áður.
Eignir félagsins, sem að öllu leyti
er í eigu Stefáns H. Sandholts voru
um liðin áramót 133,6 milljónir og
höfðu aukist um tæpar þrjár millj-
ónir milli ára. Skuldir félagsins við
áramót námu tæpum 220 milljónum
og höfðu aukist um 40 milljónir milli
ára.
Tap Sandholts jókst
nokkuð milli ára
Morgunblaðið/Eggert
Sandholt rekur glæsilegt bakarí og
veitingastað við Laugaveginn.
ALÞJÓÐAGEIRINN
Kröftugur vöxtur hefur verið í al-
þjóðageiranum á árunum 2010-2017
og hefur útflutningsverðmæti hans
aukist um 38% á tímabilinu að raun-
virði. Verg landsframleiðsla jókst
um 28% á tímabilinu og nam hlutfall
alþjóðageirans í þeim vexti rúmum
fimmtungi af þeirri tölu. Til alþjóða-
geirans teljast þær útflutnings-
greinar sem byggja fyrst og fremst
á hugviti og þekkingu en eru ekki
bundnar við sérstakar náttúru-
auðlindir.
Vöxturinn í alþjóðageiranum hef-
ur verið hljóðlátur og horfið í skugga
mikils vaxtar í ferðaþjónustunni að
sögn Konráðs S. Guðjónssonar, hag-
fræðings Viðskiptaráðs. „Á sama
tíma og ferðaþjónustan hefur hlotið
mesta athygli erum við að sjá hljóð-
látan vöxt alþjóðageirans, jafnvel þó
að horft sem framhjá tengiflugi,“
segir Konráð. Spurður um helstu
drifkrafta á bak við þennan vöxt seg-
ir Konráð: „Tengiflug með farþega
yfir Atlantshafið vegur þyngst sem
við túlkum sem hluta af geiranum
þar sem hann er ekki bundinn af
takmörkuðum auðlindum,“ segir
Konráð en skýrsla um þessi mál
verður birt á vef Viðskiptaráðs í dag.
Blikur á lofti
„Ákveðnir liðir eins og tölvuþjón-
usta, rannsókna- og þróunarþjón-
usta ásamt leyfisgjöldum vegna við-
skiptasérleyfa og vörumerkja hafa
auk þess verið að vaxa hraðar en
ferðaþjónustan á ákveðnum tímabil-
um,“ segir Konráð en tekur þó fram
að ef tengiflugið er tekið frá þá dróst
útflutningur geirans saman í fyrra.
„Þó að þetta hafi gengið ágætlega
fyrir einhverjum misserum virðast
vera blikur á lofti. Það er góð áminn-
ing um að árangur til þess að auka
útflutning verður aldrei sjálfgefinn.“
peturhreins@mbl.is
Hljóðlátur vöxtur
alþjóðageirans
Þegar ljóst var orðið að Frjálsi lífeyr-
issjóðurinn hefði orðið af verulegum
fjárhæðum vegna fjárfestingar og
lánveitinga til United Silicon, sem
reisti kísilmálmverksmiðju í Helgu-
vík, sendi Hróbjartur Jónatansson,
hæstaréttarlögmaður og sjóðfélagi í
Frjálsa, beiðni til stjórnar sjóðsins
um að hann fengi
afhent tiltekin
gögn er vörðuðu
rekstur hans.
Sneri beiðnin m.a.
að fundargerðum
stjórnar sem
vörðuðu málefni
United Silicon og
lána- og fjárfest-
ingarákvörðunum
því tengdu. Beiðni Hróbjarts var
hafnað af stjórn Frjálsa á þeim for-
sendum að gögnin væru trún-
aðarmál. Hróbjartur telur þá ákvörð-
un Frjálsa ekki standast lög.
Þá komu fram á ársfundi Frjálsa í
maí upplýsingar frá sjóðfélaga sem
leiða líkur að því að rekstrarkostn-
aður sjóðsins hafi undanfarin ár verið
verulega hærri en sjóða af sambæri-
legri stærð. Í framhaldi þess fór Hró-
bjartur fram á að fá afrit af rekstrar-
samningi sjóðsins við Arion banka og
að auki skýrslu um viðskipti Frjálsa
og Arion banka varðandi United Sili-
con sem kynnt var á fundinum en að
sögn skýrsluhöfundar mun skoðun á
þeim viðskiptum ekki hafa leitt neitt
misjafnt í ljós. Óskum um afhendingu
þeirra gagna var hafnað.
Hróbjartur hefur nú leitað atbeina
Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá
umrædd gögn afhent enda ekki önn-
ur úrræði fyrir hendi, að hans mati.
„Það er ekki hægt að samþykkja
það að grundvallargögnum um rekst-
ur sjóðsins sé haldið frá almennum
sjóðfélögum í lífeyrissjóði sem er
myndaður utan um lögþvingaðan
sparnað. Samkvæmt samþykktum
sjóðsins skal gera rekstrarsamning
við Arion banka og það fyrirkomulag
á ekki að vera eitthvert prívat mál
stjórnar Frjálsa og bankans. Þá ligg-
ur fyrir að upplýsa þarf allt ferlið í
kringum fjárfestingu Frjálsa í Unit-
ed Silicon þó að ekki væri nema til að
fullvissa sjóðfélaga um að allt það
ferli, sem leiddi til stórtaps fyrir sjóð-
félaga, hafi verið með felldu en þegar
gögnum er haldið frá sjóðfélögum
bendir það til þess að hlutirnir þoli
ekki dagsljósið, segir hann.
Hróbjartur segir beiðni sína til
dómstóla tvíþætta, annars vegar
varði hún gögn tengd fjárfestingum
og hins vegar eru þættir er lúta að
rekstrarsamningnum. Bendir hann á
að á sama tíma og Frjálsi hafi gerst
lánveitandi og fjárfestir í verkefninu í
Helguvík hafi Arion banki verið
stærsti hluthafi og lánveitandi í verk-
smiðjubyggingu United Silicon í
Helguvík.
Milljarða rekstrarkostnaður
Í gagnabeiðni sinni til Héraðsdóms
Reykjavíkur vísar Hróbjartur m.a. í
samantekt sem rekstrarmenntaður
sjóðfélagi fór yfir á fjölmennum aðal-
fundi Frjálsa fyrr í sumar.
„Þar kom í ljós að kostnaðurinn við
rekstur sjóðsins er að því er virðist
gríðarlega hár til samanburðar við t.d.
Almenna lífeyrissjóðinn sem er sjóður
af svipaðri stærð. Frjálsi lífeyris-
sjóðurinn er með 210 milljarða eignir í
stýringu hjá Arion banka hf. en Al-
menni lífeyrissjóðurinn er með 208
milljarða sem hann stýrir sjálfur.“
Samantektin sem Hróbjartur vísar
til sýnir að á árunum 2015 til 2017
nam rekstrarkostnaður Frjálsa tæp-
um 3,8 milljörðum króna en að yfir
sama tímabil hafi rekstrarkostnaður
Almenna verið tæpir 2,4 milljarðar.
„Þarna munar 1,5 milljörðum
króna og þetta eru allt fjármunir
sjóðfélaga,“ segir Hróbjartur.
„Þessar tölur undirstrika ekki síst
mikilvægi þess að þessi rekstrar-
samningur verði gerður opinber og
sé ekki einkamál sjö stjórnarmanna
sjóðsins. Þar er líka mikilvægt að
muna að þrír af sjö stjórnarmönnum
eru skipaðir af Arion banka og að hin-
ir fjórir eru velflestir fyrrverandi
starfsmenn Kaupþings banka, for-
vera Arion banka eða Arion banka og
tengdra félaga.“
Mikil velta með hlutabréf
Hróbjartur segir að eftir að
framangreind samantekt sjóðfélaga
um rekstrarkostnað Frjálsa kom
fram og ljóst var að stjórn sjóðsins
hygðist ekki veita aðgang að
rekstrarsamningnum hafi hann eins
og ýmsir aðrir sjóðfélagar farið að
rýna betur í reksturinn. „Þá kom m.a.
í ljós að svo virðist sem Frjálsi hafi
selt hlutabréf fyrir 37,9 milljarða á
síðasta ári sem eru um 49% af hluta-
bréfaeign sjóðsins. Kaup og sala
verðbréfa skapa tekjur fyrir bankann
og kostnað fyrir sjóðinn. Mér finnst
þetta afar athyglisvert í ljósi þess að
sjóðurinn á að heita langtíma-
fjárfestir. Er eðlilegt að sjóðurinn
velti helmingi hlutabréfaeignar sinn-
ar á einu ári í því ljósi? Það virðist að
minnsta kosti ekki eiga við um sam-
bærilega sjóði eins og Almenna líf-
eyrissjóðinn sem seldi hlutabréf fyrir
1,9 milljarða í fyrra.“
Þegar rýnt er í ársreikning Frjálsa
á síðastliðnu ári kemur í ljós að fjár-
festingahreyfingar á bókum hans eru
umtalsverðar. Líkt og Hróbjartur
bendir á seldi sjóðurinn eignarhluti í
félögum og sjóðum fyrir 37,9 millj-
arða króna en á sama tíma keypti
hann eignarhluti af sama toga fyrir
37,2 milljarða króna. Þannig var velt-
an í heildina er ríflega 75 milljarðar
króna en eignasafn sjóðsins er 210
milljarðar. Til samanburðar voru
sambærilegar hreyfingar á bókum
Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem
hefur um 700 milljarða í stýringu, 36
milljarðar eða 48% af veltunni hjá
Frjálsa.
Hróbjartur segist reikna með að
dómstólar fallist á gagnabeiðni hans
enda öll skilyrði uppfyllt til þess að
unnt sé að skylda Frjálsa til að af-
henda gögnin. Einungis á grundvelli
þessara gagna sé sjóðfélögum unnt
að glöggva sig á starfsemi hans og
þeim ákvörðunum sem teknar hafa
verið á vettvangi stjórnar hans á síð-
ustu árum.
„Ég hef því miður ástæðu til að
ætla að rekstrarsamningurinn sé
óhagstæður fyrir sjóðinn og sjóð-
félaga og að tilefni sé að rifta honum
eða endurskoða. Það hlýtur að vera
sanngjörn krafa að sjóðfélagar í líf-
eyrissjóði eigi að geta haft fulla yfir-
sýn yfir starfsemi hans, sem í þessu
tilfelli lýtur að gögnum sem varpa
frekara ljósi á rekstrarútgjöld sjóðs-
ins og þær ákvarðanir sem teknar
voru í tengslum við fjárfestinguna í
Helguvík og hvort forsvaranlega hafi
verið staðið að þeim.“
Morgunblaðið/Eggert
Arion banki sér um rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins á grundvelli rekstr-
arsamnings sem stjórn sjóðsins vill ekki opinberan að sögn Hróbjarts.
Gagnrýnir mikla
veltu hjá Frjálsa
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
keypti og seldi hlutabréf
fyrir 75,1 milljarð í fyrra.
Sjóðfélagi segir veltuna
vekja athygli í ljósi stærðar
sjóðsins.
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Hróbjartur
Jónatansson