Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 9VIÐTAL ekki, og því verður þessi gagnrýni að beinast að ríkisvaldinu og því sem heitir gegnumstreymis- kerfi.“ Guðrún segir þegar fram líði stundir muni eldri kynslóðin vissulega hafa meira milli hand- anna og leggja meira til einkaneyslunnar en nú er en á móti komi að aldurssamsetning sé að breytast og þjóðin að eldast en slíkt hefur verið áhyggjuefni hjá öðrum þjóðum, eins og Japan og Þýskalandi til dæmis. „Það verða sífellt færri sem standa undir kerfinu og það er sérstakt áhyggjuefni í löndum með gegnumstreymiskerfi. Í dag eru sex vinn- andi manneskjur á móti hverjum lífeyrisþega en árið 2040 verða þrír á móti einum. Þá skiptir máli að vera með sjálfbært sjóðakerfi. Þegar ég fer á lífeyri ætla ég ekki að láta barnabörnin mín borga það. Ég lít nú alltaf á lífeyri sem sparnað. Ég er að taka hluta af launum mínum, og seinka töku þeirra, til að eiga áhyggjulaust ævikvöld.“ En hvað um afnám skylduaðildar að lífeyris- sjóðunum, er það sjónarmið sem hún heyrir oft? „Já, maður heyrir það stundum, að fólk vilji bara sjá um sig sjálft. Þá minni ég stundum á vin minn sem neitar að kaupa tryggingar en þegar jarðskjálftinn varð í Hveragerði 2008 og allir lentu í tjóni þá hætti þessi vinur minn ekki fyrr en hann fékk bætt það tjón sem hann varð fyrir af viðlagasjóði þó að hann væri ótryggður. Við erum með lífeyriskerfi sem er einn fyrir alla og allir fyrir einn sem heitir samtrygging. Meðal annars af því að við tryggjum fólki lífeyri þegar starfsævinni lýkur ef við missum starfs- getu, og greiðum barnabætur og makalífeyri. Við reynum eftir fremsta megni að standa sam- an þegar náunginn lendir í áfalli. Því er mikið áhyggjuefni þessi aukning á örorku hjá ungu fólki. Hætta er á að fólk lokist þar inni og komist ekki aftur út á vinnumarkaðinn. Í dag greinast fimm nýir örorkuþegar á dag á Íslandi og þetta er áhyggjuefni. Ef svo heldur fram sem horfir mun þetta á endanum skerða lífeyri okkar. Þetta er að sliga sjúkrasjóði VR og fleiri félaga.“ Þurfum allar hendur á dekk Ísland er lítið land að sögn Guðrúnar, og við þurfum „allar hendur á dekk“. „Hér er 30 þús- und manns af erlendum uppruna sem hjálpar okkur að halda gangverkinu uppi. Það er ljóst í núverandi hagsveiflu að okkur hefði aldrei tek- ist það án aðstoðar dugmikilla starfsmanna frá öðrum löndum.“ Nokkur umræða hefur verið um fyrirferð líf- eyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði. Horfa sjóð- irnir í meira mæli til útlanda með fjárfestingar sínar? „Já, ég held að allir sjóðir hafi verið að stækka erlenda eignasafnið sitt. Það er mjög gott og sem formaður LL þá segi ég að það er gott fyrir kerfið. Við höfum verið gagnrýnd, eins og þú segir, fyrir að vera of stór hér heima á hlutabréfamarkaði en við áttum ekki annan kost. Hér voru stjórnmálamenn sem lokuðu landinu fyrir útflæði á fé og hvað áttu sjóðirnir að gera. Við vorum eðli málsins samkvæmt föst hér á landi í gjaldeyrishöftum. Á þessum tíma dróst hlutfall erlendra eigna saman og svo eftir að höftin hafa nú að mestu horfið þá hafa allir reynt að dreifa eignasafninu betur. Þetta er ekkert annað en áhættudreifing sem er til bóta fyrir okkar sjóðfélaga. Árið 2014 voru undir 30% eigna LV erlendar en núna erum við komin í 35% hlutfall. Við stefnum að því að vera á milli 35 og 40% í erlendum eignum.“ Guðrún bendir á að norski olíusjóðurinn fjár- festi eingöngu erlendis og hann þykir mikill fyr- irmyndarsjóður eins og Guðrún orðar það. 70% af eignum hans er í skráðum hlutabréfum. „Til samanburðar eru íslensku sjóðirnir með um helming í skráðum hlutabréfum.“ Ætti lífeyrissjóðakerfið að fara að dæmi olíu- sjóðsins og flytja allar eignir sínar til útlanda? „Þá þyrftum við að auka útflutning okkar til að eiga nægan gjaldeyri. Þetta hefur ekki komið til tals. Ég held að þeir aðilar sem komu að stofnun kerfisins árið 1969, atvinnurekendur og launþegar, hafi verið mjög á því að Íslendingar myndu taka þátt í uppbyggingu atvinnulífsins í gegnum sjóðina. Það væri svona win-win fyrir alla. Olíusjóðurinn norski var með 4,1% ávöxtun á síðustu 20 árum en íslenska kerfið var með 5,5%. Ég get því ekki séð að við séum eitthvað verr sett en norski sjóðurinn.“ Talandi aftur um orðsporsvanda sjóðanna, segir Guðrún að sjóðirnir hafi verið ranglega gagnrýndir að mörgu leyti því þeir hafi gegnt lykilhlutverki í landinu eftir hrun við að byggja íslenskt atvinnulíf upp úr rústum. „16 sjóðir stofnuðu til að mynda Framtakssjóð Íslands í þessum tilgangi og nú er verið að leysa hann upp. Það verkefni tókst gríðarlega vel. Þegar menn gagnrýna sjóðina fyrir of mikla fyrirferð á markaðnum er rétt að benda á þetta uppbygg- ingarstarf eftir hrun.“ Er gagnrýnin á lífeyrissjóðina ómakleg að þínu mati? „Svona kerfi á ekki að vera hafið yfir gagn- rýni og við þurfum að vera óhrædd við að gera breytingar á því þar sem þess er þörf en einnig að vera duglegri að útskýra fyrir fólki hvernig hlutirnir virka. Það er gott að veita aðhald en líka að halda til haga því sem gott er. Við eigum að reyna að bæta kerfið, vera óhrædd við breyt- ingar og tilbúin að laga kerfið að nútímanum.“ Eitt af því sem er gagnrýnt við lífeyrissjóða- kerfið er hár launakostnaður en Guðrún bendir á þá staðreynd að um fjármálastofnanir sé að ræða sem eigi í harðri samkeppni um starfsfólk. „Sjóðirnir töpuðu 20% af eignum sínum í hruninu þegar allt kerfið hrundi. Bankar og tryggingafélög urðu gjaldþrota og meira að segja Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota en þá stóðu lífeyrissjóðirnir einir eftir. Kerfið er fyrir löngu búið að vinna upp þessi 20%. Svo má líka benda á að þá er miðað við hápunkt kerf- isins fyrir hrun og var ekki einmitt ofmat á verði hlutabréfa á þeim tíma? Það var mikil froða í kerfinu.“ Talið berst nú að Icelandair en Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi félagsins. „Það er mikið talað um tap LV á þeirri fjárfest- ingu en við getum líka sagt að þegar gengi fé- lagsins stóð sem hæst má spyrja sig hvort að það hafi verið réttmætt gengi. Var það sannvirði félagsins. Við fórum inn í Icelandair á genginu 2,5. Við erum ekki búin að tapa á fjárfestingunni. Við höfum verið með raun- ávöxtun upp á 14% en ár- leg raunávöxtun LV til samanburðar er 5,5%. Þá höfum við fengið 1,7 millj- arð í arð frá félaginu. Í ólgusjó fjárfestinga erum við langtímafjárfestir og erum alltaf að horfa á lífaldur fólks. Það er óá- byrgt að tapa ró sinni þó eitthvað bjáti á. Það er ekki eðli lífeyrissjóða.“ Ekki rætt sölu Icelandair-bréfa Hefur stjórn sjóðsins rætt þann möguleika að minnka stöðu sína í Icelandair? Nei, stjórnin hefur ekki rætt það. Við erum langtímafjárfestir með trú á félaginu. Ef ekki værum við löngu búin að selja.“ Á sjóðurinn hluti í fleiri flugfélögum? „Nei.“ Fer ekkert um manneskju í þinni stöðu þegar stórar eignir hrynja í verði á markaðnum? „Jú, það er sársaukafullt, ég viðurkenni það. Það hryggir mig því ég er svo samofin atvinnu- lífinu. Það hryggir mig þegar gefur á bátinn sama hver á í hlut. Ég er bara mannleg. Það er alltaf vont að tapa peningum og sérstaklega að tapa annarra manna peningum það er bara öðruvísi ábyrgðartilfinning.“ Guðrún segist ekki skilja hitann í umræðunni um ferðaiðnaðinn og flugfélögin. „Hér hefur verið 30-40% vöxtur á ári. Trúðu menn því virki- lega að það gæti haldið áfram til eilífðar. Hefði Ísland þolað það? Ég segi nei. Við erum enn með vöxt umfram meðalvöxt á heimsvísu sem þykir rosalega gott og samt er fólk að tala niður iðnaðinn og tapa sér og segja að allt sé komið á vonarvöl sem er bara rangt.“ Hún bendir á að fjárhagsleg staða Icelandair sé góð. Þeir séu að skipta um flugflota og taka inn betri og sparneytnari vélar. „Ég held og vona innilega að bæði flugfélögin, WOW og Ice- landair verði áfram í framvarðasveit í íslensku atvinnulífi og haldi áfram að vaxa og dafna eðli- lega.“ Gagnrýni hefur verið uppi um skort á gagnsæi í stjórnarsetu lífeyrissjóða í skráðum félögum. Talað hefur verið um klíkumyndun og þar fram eftir götunum. „Ef ég man rétt þá er- um við að skipa fólk í 12 stjórnir hjá LV. Okk- ur í stjórn sjóðsins hefur þótt þessi umræða mjög miður enda átti hún ekki við rök að styðj- ast. Snemma á þessu ári auglýstum við eftir fólki til að sitja í stjórnum fyrir okkar hönd. Við höfum nú þegar skipað í eina stjórn eftir þessum nýju reglum og erum búin að koma okkur upp mjög góðum gagnabanka hæfs fólks, sem heldur áfram að safnast í í gegnum heimasíðu sjóðsins. Við munum í framtíðinni skipa í stjórnir úr þessum banka. Gáttin er alltaf opin, fólk getur sent inn sínar umsóknir. Við erum núna komin með á þriðja hundrað manna og kvenna á þennan lista með fjöl- breyttan bakgrunn og reynslu.“ Nú vendum við Guðrún okkar kvæði í kross og förum að tala um væntanlega kjarasamn- inga. Hún talar um nýja forystumenn í laun- þegahreyfingunni. „Þegar sterkur leiðtogi eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fer af sviðinu þá hefur það áhrif en það kemur maður í manns stað. Nýtt fólk innan launþegahreyf- ingarinnar og við hjá atvinnurekendum þurf- um að slípa okkur saman. Verkefnið er bara eitt, að tryggja kaupmátt, og góð lífskjör hér á landi jafnt fyrir atvinnurekendur og launþega. Þetta samspil er órjúfanlegt. Þannig að ég held að allir mun ganga til samninga með þá ábyrgð í huga.“ Ástandið á húnæðismarkaði er óboðlegt að mati Guðrúnar og vandamálið er til staðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi þar sem of lítið af húsnæði er byggt. Til dæmis vantar gjarnan húsnæði fyrir erlenda starfs- menn fyrirtækja úti á landi, að sögn Guð- rúnar. „Ég held að spár margra um ískaldan og dimman vetur á vinnu- markaði rætist ekki. Ég er bjartsýn í eðli mínu og verkefnið er að tryggja kaupmátt- inn en kaupmátt- araukning hefur verið 25% hér á landi.“ Spurð um stöðuna á byggingarmarkaði seg- ir Guðrún að hún hafi ekki heyrt að þar séu neinar sérstakar blikur á lofti, í ljósi þess að farið er að hökta í ferðaþjónustunni. „Það er enn mikið að gera hjá okkar félagsmönnum. Það er eitthvað farið að bremsa í hótelverk- efnum en við sjáum engin mikil merki um kólnun.“ Hún heyrir samt marga kvarta yfir miklum launakostnaði „Hér hafa laun hækkað langt umfram laun í samkeppnislöndum okkar og samkeppnisstaðan hér hefur versnað sem mér þykir mjög miður. Ef við ætlum að halda störf- um þá er því miður lítið svigrúm til frekari launahækkana. Samkeppnishæfni útflutnings- atvinnuveganna hefur versnað umtalsvert í uppsveiflunni. Laun í framleiðsluiðnaði hafa hækkað um 140% frá fyrsta ársfjórðungi 2010 mælt í evrum en til samanburðar hækkuðu laun í þeim hluta iðnaðarins um 20% í ESB- ríkjunum á sama tíma. Laun hér á landi hækk- uðu mælt í evrum langt umfram það sem gerst hefur í nokkru öðru iðnvæddu ríki á tíma- bilinu.“ Hún segir að því miður hafi verið of margar uppsagnir hjá fyrirtækjum upp á síðkastið sem hryggi hana. Spurð um stöðu iðnnáms í landinu segir Guðrún að það sé ánægjulegt að segja frá því að fjölgun sé á nemum í iðnnámi nú í haust. 17% nemenda hafi valið iðnnám en 12% á sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt og ég vona að þessi þróun haldi áfram. Það þarf að breyta viðhorfi til iðnmenntunar. Við höfum leyft okk- ur að tala niður iðnmenntun og fólk sem starf- ar í iðnaði en iðnaður skapar 23% af lands- framleiðslu hér eða tæpa 600 milljarða króna. Við verðum að halda þessu og því er það áhyggjuefni ef það verður fækkun starfa vegna versnandi starfsskilyrða fyrirtækja.“ Morgunblaðið/Hari ” Það að vera formaður SI finnst mér óskaplega skemmtilegt, en ég hef verið þar í fimm ár. Þetta hefur reynst miklu skemmtilegra en ég átti von á. fyrir einn Guðrún segir að Tryggingastofn- un ríksins sé gegnumstreymis- kerfi með stórkostlegan galla. „Gegnumstreymiskerfi eru alltaf háð ákvörðunum stjórnmála- manna á hverjum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.