Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Leitun er að bókum sem tvinna
saman áhugaverðar ævisögur,
sagnfræði og góðan skilning á fjár-
málum. Skoska sagnfræðingnum
James Buchan virðist þó hafa tek-
ist að skrifa slíkt verk:
John Law: A Scottish
Adventurer of the
Eighteenth Century.
Sennilega hefur
merkilegt lífshlaup
John Law ekki lent á
radar flestra lesenda
ViðskiptaMoggans en
honum tókst þó að
marka djúp spor í
efnahagssögu Frakk-
lands á 18. öld. Law
fæddist í Edinborg en
flutti til Lundúna um
leið og hann hafði aldur til og
drakk þar í sig þekkingu á fjár-
málum. Law var fangelsaður eftir
að hafa orðið manni að bana í ein-
vígi en tókst að brjótast úr fangelsi,
flýja land og skola á endanum til
Parísar. Þar reyndist hann réttur
maður á réttum stað á réttum tíma.
Lúðvík XIV. var nýfallinn frá og
efnahagsmál landsins í miklum
ólestri. Law fékk nýja konunginn
til að fylgja ráðum sínum og var
fjármálakerfi Frakklands nútíma-
vætt í hvelli. Landið eignaðist
seðlabanka og sérstakt félag var
sett á laggirnar til að halda utan
um rekstur nýlenda Frakklands í
Vesturheimi. Í fyrsta skipti voru
peningaseðlar kynntir
til sögunnar í Frakk-
landi.
En Law vildi ganga
enn lengra og árið
1718 var ákveðið að
ekki væri lengur hægt
að skipta peninga-
seðlum ríkisins fyrir
gull og silfur. Fyrsti
fótlausi gjaldmiðill
sögunnar leit dagsins
ljós.
Þá upphófst skamm-
vinnt blómaskeið.
Skuldir ríkisins hurfu eins og dögg
fyrir sólu, og í þakklætisskyni
ákvað konungur að Law skyldi
verði fjármálaráðherra.
En svo hrundi spilaborgin, eins
og vill svo oft gerast með fótlaust
fé. Gjaldmiðillinn var aftur settur á
gullfót og Law sá sér þann kost
vænstan að flýja land. Hann endaði
ævidaga sína slyppur og snauður í
Feneyjum. ai@mbl.is
Tilraunir Frakka með
fótlaust fé á 18. öld
Skuldsettar yfirtökur (e. leveraged buyouts), þ.e. kaupá félögum sem að stórum hluta eru fjármögnuð meðlánsfjármagni, hafa fest sig í sessi í íslensku við-
skiptalífi. Eftir því sem kaupverð í slíkum viðskiptum hækk-
ar eykst að jafnaði þörfin fyrir lánsfé, sem kann að leiða til
þess að leita verður til fleiri en eins lánveitanda um lánsfé.
Að ýmsu er að hyggja þegar margir lánveitendur taka þátt í
fjármögnun, til dæmis hvort og þá hvernig réttindi þeirra
gagnvart lántaka eru samrýmanleg.
Með nokkurri einföldun má segja að lánsfjármögnun í
slíkum tilvikum geti verið með tvenns konar hætti. Annars
vegar þannig að tveir eða fleiri lánveitendur veita lán á sama
grundvelli í einum og sama lánasamningnum, svonefnd
sambankalán (e. syndicated loans). Í
slíkum lánum eru lánveitendur jafn-
settir gagnvart lántaka. Hins vegar
geta tveir eða fleiri lánveitendur
veitt lán á mismunandi grundvelli
þannig að lánsfjármögnunin verður
lagskipt (e. layered debt). Í þeim til-
vikum hafa lánveitendur ekki sama
rétt gagnvart lántaka heldur hafa svokallaðir forgangs-
lánveitendur (e. senior creditors) forgang til greiðslna á
undan öðrum lánveitendum, svokölluðum eftirstandandi
lánveitendum (e. junior creditors), þegar á reynir. Jafn-
framt getur staðið svo á að þeir síðarnefndu semji um inn-
byrðis forgangsröðun sín á milli. Þessi forgangsröðun felur í
sér að fjármagnsáhætta lánveitenda verður misjöfn, sem að
jafnaði leiðir til þess að lán þeirra bera misháa vexti.
Þegar um er að ræða lagskipta fjármögnun er algengt að
gerðir séu sérstakir samningar á milli lánveitenda (e. inter-
creditor agreements). Þrátt fyrir þá nafngift er aðild að slík-
um samningum að jafnaði ekki bundin við lánveitendur
heldur er málum iðulega hagað svo að lántakar, og eftir at-
vikum aðrir kröfuhafar lántaka, eigi aðild að slíkum samn-
ingi.
Meginmarkmið samninga milli lánveitenda er að tryggja
áðurnefnda forgangsröðun lánveitenda. Sú forgangsröðun
kann að hafa áhrif allt frá upphafi þannig að forgangslán-
veitendur eigi forgang til endurgreiðslna á undan öðrum
lánveitendum á lánstímanum. Kann þá að vera að samið sé
um sérstakar undanþágur frá því svo að aðrir lánveitendur
geti þegið greiðslur ef ljóst þykir að greiðslugeta lántaka
skerðist ekki við þær greiðslur svo einhverju nemi. Einnig
sætir réttur forgangslánveitenda oft takmörkunum. Sem
dæmi er forgangslánveitendum yfirleitt ekki frjálst að
endursemja um kjör forgangslána við lántaka þannig að
skuldbindingar lántaka gagnvart þeim aukist verulega og
þrengi að möguleikum annarra lánveitenda til að fá lán sín
endurgreidd.
Hvað sem framangreindu líður kveða slíkir samningar
alltaf á um mismunandi forgang og réttindi lánveitenda
þegar viðkomandi lántaki getur ekki lengur staðið skil á
greiðsluskuldbindingum sínum gagnvart þeim. Meðal þess
sem að jafnaði er kveðið á um í þessum efnum eru takmark-
anir annarra en forgangslánveitenda til
innheimtuaðgerða gagnvart lántaka og
meðferð veðréttinda sem kunna að hafa
verið veitt lánveitendum yfir eignum
lántaka.
Komi til gjaldþrotaskipta á búi lán-
taka er nauðsynlegt að í samningi milli
lánveitenda sé búið vel um hnútana hvað
varðar mismunandi stöðu og forgang lánveitenda. Til eru
ýmsar leiðir í þessum efnum. Í einföldum tilvikum getur
nægt að mæla fyrir um í samningunum að kröfur eftir-
standandi lánveitenda víki fyrir öllum öðrum kröfum, sbr.
114. gr. laga um gjaldþrotaskipti. Atvik kunna að vera á þá
leið að slík niðurstaða sé ekki viðunandi fyrir alla aðila. Geta
aðilar þá gripið til annarra útfærslna til að tryggja að aðrir
kröfuhafar en forgangslánveitendur njóti ekki forgangs á
undan eftirstandandi lánveitendum. Slíkar útfærslur geta
kallað á ítarleg samningsákvæði og aðrar aðgerðir til að
tryggja rétta niðurstöðu. Væri of langt mál og flókið að
fjalla um það í þessari grein.
Af öllu framangreindu er ljóst að aðilar þurfa að huga að
ýmsu þegar útfæra á lagskipta lánsfjármögnun. Æskilegt
er aðilar geri með sér samning milli lánveitenda til viðbótar
við lánasamninga til að tryggja eftir fremsta megni að ekki
komi upp óvænt ágreiningsmál í annars vandasamri stöðu á
lánstímanum. Með því að vanda til verka við slíka skjala-
gerð væri unnt að koma í veg fyrir mörg fyrirsjáanleg
vandamál sem annars kynnu að valda aðilum talsverðu fjár-
tjóni.
Lagskipt fjármögnun og
samningar milli lánveitenda
LÖGFRÆÐI
Ingvar Ásmundsson
lögmaður hjá Dranga lögmönnum
”
Að ýmsu er að
hyggja þegar marg-
ir lánveitendur taka
þátt í fjármögnun.
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta