Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Forseti Argentínu hefur kynnt til sögunnar umfangsmikla nýja niðurskurðaráætlun sem á að hjálpa landinu að öðlast aftur traust alþjóðlegra fjárfesta og neyðarlánveitenda. Hann hefur viðurkennt að landið standi frammi fyrir „neyðarástandi“ eftir að hrun pesóans hleypti mörkuðum í háa- loft. Í tilfinningaþrungnu ávarpi sem sent var út frá forsetahöllinni á mánudag sagði Mauricio Macri að ríkisstjórn hans þyrfti að bregðast hratt við til að endurheimta tiltrú fjárfesta, en fyrir viku bað ríkis- stjórnin AGS um að fá 50 milljarða dala björgunarlán afgreitt með hraði. „Við vorum mjög bjartsýn að trúa því að við gætum lagað hlut- ina í smáum skrefum. En veruleik- inn hefur sýnt okkur að ganga þarf hraðar til verka,“ sagði Macri. „Heimurinn hefur sagt okkur að við höfum lifað um efni fram.“ Argentína hefur farið illa út úr þeim ólgusjó sem skekið hefur ný- markaðsríkin að undanförnu en eftir lækkun síðustu viku hefur pesóinn aldrei verið veikari gagn- vart Bandaríkjadal. Nemur geng- islækkunin ríflega 50% það sem af er þessu ári. Ástandið í Argentínu hefur orðið til þess að hrinda af stað flótta fjármagns frá nýmarkaðslöndum, en Argentína hefur um leið sjálf orðið hvað harðast fyrir barðinu á þessari þróun, svo að stjórnvöld og fyrirtæki hafa þurft að hafa sig öll við til að reyna að standa í skilum með greiðslur af margra milljarða dala virði af dollaraskuldum. Hlutabréfavísitölur nýmarkaðs- ríkjanna lækkuðu á mánudag, fjórða daginn í röð. Vísitala JP Morgan sem vaktar gengi nýmark- aðsgjaldmiðla naut ekki lengi góðs af smávægilegri styrkingu á föstu- dag og var á mánudag orðin lægri en nokkru sinni fyrr. Tyrkneska líran hefur, ásamt pesóanum, goldið mest fyrir fjár- magnsflóttann. Gengishrunið þvingaði seðlabanka Tyrklands til að tilkynna á mánudag að bankinn væri reiðubúinn að hækka stýri- vexti í næstu viku til að hægja á þeirri miklu verðbólgu sem hrun lírunnar hefur hleypt af stað. Nýjar tölur sem birtar voru á mánudag sýna að vísitala neyslu- verðs í Tyrklandi hækkaði í ágúst sem nemur 17,9% á ársgrundvelli. Seðlabankinn – sem hefur til þessa reynt að halda aftur af sér um hækkun vaxta vegna lítillar hrifn- ingar Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta á háum vöxtum – sendi út tilkynningu þar sem stað- fest var að „peningastefnan yrði aðlöguð“. Stýrivextirnir í 60% Umbótasinninn Macri hefur brugðist við af meira harðfylgi til að reyna að friða fjárfesta og hef- ur seðlabanki Argentínu nú þegar hækkað stýrivexti sína upp í 60%. Nicolás Dujovne, efnahags- málaráðherra landsins, gaf til kynna að hann hygðist draga hratt úr útgjöldum ríkisssjóðs. Hann sagði stjórnvöld stefna að því að hafa engan halla á rekstri rík- issjóðs á næsta ári, að vaxta- greiðslum undanskildum. Ráðamenn í Buenos Aires hyggjast hækka skatta og fækka opinberum starfsmönnum til að ná þessu takmarki og er nýja áætl- unin mun stórtækari en fyrra markmið, sem fólst í að ná fjár- lagahalla niður í 1,3% á næsta ári. Halli fjárlaga mældist 3,9% árið 2017 og er stefnt að 2,7% á þessu ári. Gjaldmiðlarnir veikjast mjög Það undirstrikar hversu mjög viðhorf fjárfesta til Ankara og Buenos Aires hefur versnað að gjaldmiðlar landanna beggja héldu áfram að veikjast á mánudag, þrátt fyrir nýjustu tilkynningar stjórnvalda. Pesóinn lækkaði um 4,3% gagnvart Bandaríkjadal og er núna nálægt því sögulega gólfi sem hann náði í síðustu viku. Argentína mun að hluta til eyða fjárlagahallanum með því að hækka skatta á útflutning. Macri sagði landið þurfa á hjálp að halda frá „þeim sem hafa mestu getuna til að láta eitthvað af hendi rakna“. Valdamiklum landbúnaðargeir- anum hefur verið mjög í nöp við útflutningsskatta og hafði Macri fyrr á árinu lofað að halda áfram að lækka skatta á útflutning á sojabaunum. En á mánudag sagði hann að vegna þess neyðarástands sem nú væri komið upp ætti hann ekki annarra kosta völ en að grípa til úrræða sem hann hefði frekar viljað sleppa. „Við vitum að þetta er slæmur skattur og gengur í berhögg við það sem við viljum stefna að en núna ríkir neyðarástand og við þurfum á hjálp ykkar að halda,“ sagði hann. Hann kenndi ytri þáttum um mörg þeirra vandamála sem landið glímir við, þar á meðal hækkandi vöxtum í Bandaríkj- unum og hækkun olíuverðs, toll- astríði Bandaríkjanna og Kína, vanda Tyrklands og Brasilíu og verstu þurrkum sem hrjáð hafa landið í nærri hálfa öld. Fækkar ráðuneytum um tíu Macri tilkynnti líka að hann hygðist fækka ráðuneytum um rösklega helming með því að láta tíu ráðuneyti renna inn í önnur og þannig í reynd lækka meira en helming ráðherra sinna í tign. Hann kallaði gengiskreppuna sem hófst seint í apríl „verstu fimm mánuðina sem ég hef upplifað“ allt síðan mannræningjar námu hann á brott fyrir 27 árum. Í síðustu viku sagði Macri að hann hygðist biðja AGS að flýta útborgun fyrirhugaðs 50 milljarða dala björgunarláns til að verja fjárhag ríkissjóðs. Fjárfestar hafa lengi beðið eftir að stjórnvöld myndu láta af „smá- skrefastefnu“ sinni við lækkun ríkisútgjalda og hafa margir mark- aðsgreinendur lýst ánægju sinni með loforð ríkisstjórnarinnar um að útrýma fjárlagahallanum á næsta ári. „Þetta er eina leiðin til að stöðva kreppuna,“ sagði Federico Kaune, yfirmaður lánveitinga í ný- markaðslöndum hjá eignastýr- ingarsviði UBS, áður en yfirlýsing Dujovne fór í loftið. „Stjórnvöld þurfa að sýna að breytt hafi verið um stefnu úr smáskrefum yfir í hefðbundnari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum.“ En sjóðsstjórar benda engu að síður á að eftir að ýmis mistök argentínska markaðarins hafi farið illa með þá fjárfesta sem höfðu trú á ríkisstjórninni muni alþjóða- markaðurinn þurfa að sjá skýrari jákvæð merki og afdráttarlausari loforð áður en þeir snerta aft- ur á argentínska markaðinn. Argentína bregst við krísu með aðhaldi Eftir Benedict Mander í Buenos Aires, Robin Wiggles- worth í New York og Lauru Pitel í Marmaris. Það blæs ekki byrlega fyr- ir Argentínu og mörgum öðrum nýmarkaðsríkjum. Yfirvöld í Buenos Aires standa frammi fyrir gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda í veikri til- raun til að auka tiltrú fjár- festa á hagkerfi landsins. AFP Íbúar Buones Aires, höfuðborgar Argentínu, ganga framhjá skiltum þar sem samningum stjórnvalda við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn er mótmælt. Ólga er í landinu, stýrivextir komnir í 60% og óvissan mikil um atvinnuhorfur fólks. TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu um 418 m² þjónustu/verslunar- og lagerhúsnæði í verslunarmiðstöðinni Foldatorg í Grafarvogi. Húsnæðið er opið verslunarrými me epoxy efni á gólfum. Opið er úr verslunarrýminu út í sameign hússins. Mögulegt væri að eigandi inn étt ði hús æðið fyrir lei utaka. Getur hentað ýmis konar tarfsemi sem þarf gott jarðhæðar aðgengi, góð bílastæði og góða lofthæð. Lofthæð í húsnæðinu er ca. 3,7 m. Innkeyrsludyr með gluggum eru ca. 3 m. á hæð. Næg bílastæði eru við húsið. Leiguverð er 1500 kr./fm. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Hverafold 1-3 – 112 Rvk Gerð: þjónustu/verslunar- og lagerhúsnæði Stærð: 418 m2 Allar nánari upplýsingar veitir: Bergsveinn Ólafsson Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari og rekstrarfræðingur 863 5868 | 534 1028 bergsveinn@jofur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.