Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 15FÓLK
RÁÐSTEFNA
Kolibri Lárus
Hermannsson hef-
ur hafið störf hjá
nýsköpunarfyrir-
tækinu Kolibri
sem stjórn-
endaráðgjafi. Lárus mun leiða
uppbyggingu á skýjaráðgjöf
fyrirtækisins.
Lárus hefur mikla reynslu af
skýjavæðingu stórra og flókinna
hugbúnaðarverkefna, samkvæmt
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Áður en hann tók til starfa hjá
Kolibri gegndi hann stöðu upp-
lýsingatæknistjóra hjá Center for
Applied Genomics við Barnaspít-
alann í Fíladelfíu og leiddi skýja-
væðingu erfðarannsókna spít-
alans á Amazon Web Services.
Lárus ráðinn nýr
stjórnendaráðgjafi
VISTASKIPTI
Bekkurinn var þéttsetinn í Há-
skóla Íslands á dögunum þegar
haldin var tveggja daga ráðstefna undir
yfirskriftinni „The 2008 Global Fin-
ancial Crisis in Retrospect“.
Að ráðstefnunni stóðu Gylfi Zoëga,
hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands,
og Robert Z. Aliber frá Háskólanum í
Chicago. Fræðimenn komu víða að til að
halda erindi og taka þátt í umræðum.
Fjármálahrunið 2008
rætt frá ýmsum hliðum
Þorvaldur
Gylfason lét
sig ekki vanta
á fundinn.
Ráðstefnugestir
hlýddu af athygli
á ræðumenn.
Fundarmenn
komu úr
ýmsum áttum.
Ásgeir Jónsson, for-
seti hagfræðideildar
HÍ, lagði orð í belg.
Robert Z. Aliber prófessor flutti
fyrirlestur á ráðstefnunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensk verðbréf
Sigurður Rúnar
Ólafsson hefur ver-
ið ráðinn í starf sér-
fræðings í verð-
bréfamiðlun hjá
Íslenskum verðbréfum. Sigurður
hefur BSC-gráðu í fjármálum frá
Háskóla Íslands, MSC-gráðu frá
Cass Business School og er lög-
giltur verðbréfamiðlari. Auk þess
hefur hann 10 ára starfsreynslu á
fjármálamarkaði, m.a. fyrir Byr
Sparisjóð og Landsbankann hf.
Sigurður í starf sérfræð-
ings í verðbréfamiðlun
Stokkur Softw-
are Raquelita Rós
Aguilar hefur verið
ráðin fram-
kvæmdastjóri
Stokks Software.
Raquelita hefur starfað í þrjú ár
hjá Stokki bæði sem gæða- og
rekstrarstjóri. Raquelita er með
BSC-gráðu í tölvunarfræði frá
Háskólanum í Reykjavík og hefur
meðal annars reynslu og þekk-
ingu í verkefnastjórnun og inn-
leiðingu verkferla.
Raquelita tekur við sem
framkvæmdastjóri
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
Við erum í hjarta borgarinnar
að Þverholti 13. Komdu við í
kaffisopa eða sendu okkur
línu og óskaðu eftir tilboði í
prentverkið þitt, stórt eða
smátt.
MIÐBORGIN
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Sorpkvarnir
í vaska