Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Hvað Bernie Sanders varðar mætti sá litli hagnaður sem er af
rekstri Amazon vera enn minni. Hinn mjög svo vinstrisinnaði
bandaríski þingmaður frá Vermont hefur nú beint spjótum sínum
að Jeff Bezos og spyr hvernig á því standi að auðæfi stofnanda
Amazon skuli vera 150 milljarða dala virði en fólkið sem vinnur
fyrir hann þurfi sumt að reiða sig á matargjafir frá hinu opin-
bera. Sanders telur að netverslunarfrumkvöðullinn hafi auðsýni-
lega efni á að hækka laun starfsmanna sinna.
Ólíkt því sem hefur gerst þau skipti sem Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hefur látið gagnrýnina streyma á samfélagsmiðlunum
svaraði Amazon þingmanninum fullum hálsi í síðustu viku. En
núna þegar markaðsvirði Amazon er um 1.000 milljarðar dala ætti
ekki að koma á óvart að margir vilji grannskoða viðskiptamódel
fyrirtækisins, rétt eins og starfsemi tæknirisa á borð við Google,
Facebook og Apple hefur verið sett undir smásjá.
Starfsemi Amazon hvílir á stóru vörustjórnunarkerfi þar sem
fjöldi ófaglærðs fólks starfar. Hjá fyrirtækinu vinna nærri 600.000
manns í fullu og hálfu starfi. Netverslunin upplýsti í fyrra að mið-
gildi þeirra launa sem fyrirtækið greiddi árið 2017 hefði verðið
28.000 dalir á ári. Hjá Facebook er talan hins vegar 240.000 dalir.
Kenningar hagfræðinnar segja okkur að laun ráðist af fram-
leiðslugetu fólks. Fyrir vikið er velgengni Amazon og auðæfi
Bezos ótengd því hve há laun fyrirtækið greiðir starfsfólki sínu.
Rökin að baki því að Amazon greiði hærri laun eru í raun þau að
fyrirtækið eigi að taka þá rekstrarákvörðun að vera rausnarlegt.
Fyrir nokkrum árum síðan hækkaði Walmart laun starfsmanna
verslana sinna. Verslanakeðjan hafði þá sætt sams konar gagn-
rýni yfir því að sumir starfsmenn þyrftu á stuðningi hins opin-
bera að halda til að láta enda ná saman. Eftir að launin voru
hækkuð varð mjög hófleg hagnaðarprósenta fyrirtækisins enn
smærri. En ákvörðunin virðist hafa borgað sig á endanum, því
starfsmannavelta hefur dregist saman og ánægja viðskiptavina
aukist.
Sanders hefur ekki útskýrt hve há laun starfsmanna vöruhúsa
Amazon „eigi“ að vera. En það væri skynsamlegri nálgun við
þennan vanda að skoða frekar hvaða kraftar eru að verki á mark-
aðinum. Hið hefðbundna módel um eftirspurn vinnuafls gerir ráð
fyrir samkeppnismarkaði um starfskrafta vinnandi fólks. Það að
þúsund milljarða dala fyrirtæki hafi komið fram á sjónarsviðið og
verkalýðsfélögin hafi meira eða minna liðið undir lok hefur ef til
vill grafið undan þessu módeli, og fært of mikil völd í hendur of
fárra forstjóra. Sanders er greinilega að reyna að vekja athygli á
sjálfum sér, en þrýstingurinn á Amazon er samt rétt að
byrja.
LEX
Bernie og Bezos:
launamál á lagernum
Allar horfur eru á að meint peninga-
þvætti Danske Bank, stærstu lána-
stofnunar Danmerkur, í gegnum
útibú bankans í Eistlandi, verði eitt
stærsta mál sinnar tegundar sem
upp hefur komið í Evrópu. Eins og
Financial Times hefur greint frá
leiddi sjálfstæð rannsókn í ljós að
allt að 30 milljarðar dala af fjár-
magni frá Rússlandi og fyrrverandi
aðildarríkjum Sovétríkjanna hafi
streymt í gegnum bankann á árinu
2013 einu saman, sem er sláandi há
upphæð fyrir ekki stærra útibú
bankans. Bendir þetta til að alvar-
legar gloppur séu í eftirlitskerfi
bankans, og sömuleiðis gloppur í að-
gerðum Evrópu til að stemma stigu
við peningaþvætti.
Rétt er að taka fram að þessi tala,
30 milljarðar dala, tiltekur það fjár-
magn sem bankinn tók við frá lönd-
um á borð við Rússland, Aser-
baídsjan og Moldavíu en er ekki
upphæð þeirra færslna sem vakið
hafa grunsemdir. Í júlí hélt danskt
dagblað því fram að jafnvirði 8,3
milljarða dala af grunsamlegum
færslum – meira en tvöfalt hærri
upphæð en áður hafði verið talið –
hefði farið í gegnum útibú Danske í
Eistlandi á tímabilinu 2007 til 2015.
Voru peningar sendir á milli skúffu-
fyrirtækja og fóru oft margar ferðir
fram og til baka. Bara það eitt og
sér hve umfang færslnanna var mik-
ið árið 2013, þegar þær náðu há-
marki, bendir til þess að þegar upp
verður staðið verði heildarupphæð
athugaverðra færslna enn hærri.
Engar viðvörunarbjöllur
Í ljósi þessa er orðið enn brýnna
að spyrja hvers vegna engar viðvör-
unarbjöllur fóru af stað í höfuð-
stöðvum Danske í Kaupmannahöfn.
Nú standa yfir tvær aðskildar rann-
sóknir á Eistlandsmálinu innan
bankans og verða niðurstöðurnar
birtar á komandi vikum, en þegar
virðist sem að æðstu stjórnendur
bankans – þar á meðal bankastjór-
inn Thomas Borgen sem stýrði
alþjóðasviði Danske fram til 2012 –
séu í óverjandi stöðu.
Í skýrslu sem danska fjármála-
eftirlitið gaf út í maí kom fram að
uppljóstrari hefði sent æðstu stjórn-
endum Danske tölvupóst í desem-
ber 2013 og lýst áhyggjum sínum yf-
ir því hvernig vörnum gegn
peningaþvætti væri háttað í eist-
neska útibúinu. Endurskoðunar-
deild Danske staðfesti það í febrúar
2014 að vandamál væru fyrir hendi
en bankinn hóf ekki ítarlega rann-
sókn fyrr en í september 2017.
Fjármálaeftirlitið komst að því að í
eistneska útibúinu voru „annmarkar
á öllum þremur öryggisstigum“, þar
á meðal í vörnum gegn peninga-
þvætti, samþættingu við áhættu-
stjórnun bankans og innri endur-
skoðun.
Borgen hefur boðist til að stíga til
hliðar ef það gæti hjálpað til að leysa
úr málinu. En núna kann staðan að
vera orðin svo slæm að ekkert minna
en að skipta út öllum æðstu stjórn-
endum gæti gert Danske fært að
setja punkt aftan við þennan kafla í
sögu bankans. Fjárfestar eru orðnir
æði órólegir og óttast það sérstak-
lega að bandarísk stjórnvöld rann-
saki bankann.
Fólki er enn í fersku minni þegar
Danske þurfti að greiða bandarísk-
um og breskum stjórnvöldum 630
milljóna dala sekt fyrir svokölluð
speglunarviðskipti (e. mirror
trades), sem voru m.a. notuð til að
þvætta jafnvirði 10 milljarða dala út
úr Rússlandi. Það er vandræðalegt
fyrir evrópskar eftirlitsstofnanir að
systurstofnanir þeirra í Bandaríkj-
unum hafa ítrekað reynst betur hæf-
ar til að koma auga á peningaþvætti í
Evrópu. Bandarísk stjórnvöld hafa
ekki enn staðfest hvort þau hafi byrj-
að rannsókn á Danske, en þau segj-
ast þó „fylgjast náið með málinu“.
Sundurbútað eftirlit í Evrópu
Danske-málið varpar líka ljósi á
hve sundurbútað eftirlit Evrópuríkj-
anna með peningaþvætti er í dag. Í
smærri löndum, eins og Eystrasalts-
ríkjunum, Kýpur og Möltu, hefur
skort bæði bolmagnið og viljann til
að stöðva fjármálaglæpi svo að þau
eru útsett fyrir því að óprúttnir að-
ilar gangi á lagið. Takmarkað fram-
boð á fólki með rétta sérfræðiþekk-
ingu í löndum þar sem fjármála-
geirinn er ekki stór að umfangi getur
líka valdið því að sama fólkið færist í
hringrás á milli starfa hjá eftirlits-
stofnunum og fyrirtækjunum sem
þær vakta.
Það fellur í hlut Seðlabanka Evr-
ópu að rýna í viðskiptamódel og
stjórnunarhætti bankanna í álfunni,
en það heyrir enn undir hvert land
fyrir sig að hafa gætur á ólöglegum
peningafærslum. Brýn þörf er á að
setja á laggirnar stofnun sem hefði
það hlutverk að vakta peningaþvætti
í öllu Evrópusambandinu og um leið
samræma reglur og eftirfylgni, auk
þess að beina meiri kröftum þangað
sem þörfin er brýnust. Stofnanir
ESB og aðildarríki sambandsins
verða að finna þann pólitíska vilja
sem þarf til að loka því stóra
gati sem er í regluverkinu.
Evrópa þarf miðstýrt
peningaþvættiseftirlit
Frá ritstjórn FT
Enn virðist komið upp
stórt hneykslismál á vett-
vangi Danske Bank vegna
peningaþvættis. Ekki er
víst að Thomas Borgen
bankastjóri standi storm-
inn af sér.
AFP
Thomas Borgen stýrði alþjóðasviði Danske Bank til 2012. Hann er nú æðsti
yfirmaður bankans. Ýmsir telja að honum sé ekki lengur sætt í þeim stóli.
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar