Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018SJÓNARHÓLL VALLI Vægi rafrænna miðla hefur farið vaxandi í hinu vest-ræna samfélagi. Fólk les meira á rafrænu formi írafbókum og í far- og borðtölvum en það gerði áð- ur. Það er til dæmis oft af sem áður var þegar meirihluti fólks las dagblöðin sín með morgunkaffinu og sumir gátu jafnvel ekki byrjað daginn áður en búið var að lesa dag- blaðið sitt. Í auknum mæli les fólk heldur fréttir á frétta- vefsíðum eða einfaldlega borgar fyrir rafræna áskrift og hleður niður dagblöðum. Því má spyrja sig hvort bækur, og þá sérstaklega námsbækur, hafi fylgt þessari þróun? Það fjölgaði mikið í háskólum landsins í kjölfar hrunsins 2008. Þá voru vísbendingar um breytingar ekki eins skýr- ar. Þegar hærra verðlag varð síð- an raunin á öllu erlenda kennslu- efninu þá voru nemendur ekki eins gjarnir að kaupa sér bækur og áð- ur. Horfðu þeir frekar á þetta eins og hver önnur heimilisútgjöld. Þá kom sú spurning upp hvort rafbókin gæti verið valkostur og gert nemendum kleift að nálgast námsefni á viðráðanlegri kjörum. Heimkaup.is reið á vaðið með sölu á rafbókum í janúar 2016 og hefur það vaxið hröðum skrefum síðan og selur Heimkaup rafbækur frá öllum helstu útgefendum kennslu- efnis fyrir háskóla, m.a. Pearson Education og McGraw Hill, stærstu útgáfufyrirtækjum námsbóka í heiminum. Þar er námsefninu úthlutað af útgefendum inn á svokallað „platform“ sem nefnist Vital Source og er efninu í kjölfarið miðlað á viðkomandi vefsíðu seljanda kennsluefnisins. Þetta er býsna flókið og tæknilegt ferli sem miðar að því að gera aðgengið eins notendavænt nemendamegin og kostur er. Það getur munað tugum þúsunda fyrir nem- endur að kaupa skólabækur á rafrænu formi. Hver bók getur verið mörg þúsund krónum ódýrari á rafrænu formi, og þegar kaupa þarf fjölda bóka fyrir eitt misseri geta nemendur sparað sér umtalsverða peninga. Nem- endur þurfa bara eitt snjalltæki, síma, spjaldtölvu eða tölvu. Þeir komast í bækurnar hvar og hvenær sem er og þurfa ekki að vista þær í tækjunum sínum. Í rafbókum er líka mun auðveldara að fletta upp ákveðnum efnisorðum og finna kafla. Þá er einnig hægt að skrifa glósur beint í bókina, yfirstrika og þess háttar og jafnvel deila glósum með öðrum sem eiga bókina. Þetta er svona á allan hátt nútímalegra en gamla bókarformið og fylgir annarri þróun í samfélaginu. Vital Source-platformið er eins konar „bókahilla“ en þar eru bækurnar alltaf aðgengilegar og nemendur geta notað bækurnar hvort sem þeir eru nettengdir eða ekki. Öll notkun utan tengingar, eins og glósur, yfirstrikanir og fleira mun sjálfkrafa yfirfærast eða samstillast til notand- ans þegar hann tengist internetinu að nýju. „Bókahillan“ vinnur einnig með hinum ýmsu kennslukerfum, s.s. Can- vas og Moodle og býr yfir greiningartólum sem gerir kennurum kleift að sjá hvernig nemendur (órekjanlegt að sjálfsögðu) nota efnið og fengið þann- ig dýrmæta innsýn í nám þeirra og gefið þeim endurgjöf við hæfi. Þetta er algeng aðferðafræði í há- skólum í Bretlandi þar sem kennslu- efnið er oft á tíðum innifalið í skóla- gjöldunum. Bæði hér á landi og á öðrum löndum á Norðurlöndum er meginreglan sú að námsefnið er ekki hluti af skólagjöldum eða skrásetn- ingargjöldum háskólanna eins og í Bretlandi. Vital Source „bókahillan“ gerir einnig kennurum kleift að nálgast raf- ræn skoðunareintök/kennaraeintök af þeim bókum sem þeir vilja að nemendur lesi og þannig kynna sér útgáfuna áður en þeir mæla með henni. Þetta gefur kennurum tæki- færi á að leggja kennslubók til grundvallar með stuttum fyrirvara, þar sem eingöngu þarf að úthluta efninu yfir í „bókahilluna“. Erlendir útgefendur eru þegar byrjaðir að gefa út hluta af sínu kennsluefni eingöngu rafrænt og það mun að sjálf- sögðu flýta fyrir þeirri þróun að rafbókin verði fyrsti og eini valkostur nemandans. Einnig má leiða að því líkur að prentaða bókin gefi eftir því eftir því sem fleiri kynnast kostum rafrænna bóka halda fleiri sig meira og minna við þær. Þetta er ekki síst þægilegt fyrir þá sem eru á ferð og flugi eða í námi erlendis eða fjarnámi, þeir þekkja fyr- irhöfnina sem fylgir því að flytja með sér námsbækur milli landshluta eða landa. Lengra komnir nemendur, að ég tali nú ekki um kennarar, sem vinna viðamikil verkefni, þurfa gjarnan að hafa fjölda bóka við höndina og þá er gott að geta nálgast allt í einu tæki. MARKAÐSMÁL Sigurður Pálsson verkefnastjóri rafbóka hjá Heimkaupum Hver er núverandi staða kennsluefnis á háskólastigi? ” Þegar hærra verðlag varð síðan raunin á öllu erlenda kennsluefninu voru nemendur ekki eins gjarnir að kaupa sér bækur og áður. VEFSÍÐAN Mörg fyrirtæki, bæði stór og smá, hafa uppgötvað hve hentugt það getur verið að nýta þjónustu verk- taka sem finna má á stöðum eins og Fiverr, Freelancer.com og Upwork. Verktakarnir geta leyst hér um bil hvaða verkefni sem er af hendi gegn hóflegu gjaldi og allir græða: kaupandinn fær mikið fyrir pening- inn og verktakinn fær ágætis auka- tekjur. Finna má margar vefsíður sem tengja verkkaupa og verktaka sam- an, en vefsíðan Comnwork (www.comnwork.net) hefur þá sér- stöðu að vera vettvangur fyrir afr- íska verktaka. Með því að finna verktaka í gegnum þessa gátt er því ekki bara verið að gera góð kaup, heldur líka styðja við bakið á afr- ísku hæfileikafólki og styrkja hag- kerfi landanna þar sem þau búa. Comnwork er nýfarin í loftið og fyrir vikið er verktakaúrvalið ekki mikið í augnablikinu. Er aðallega í boði að kaupa þjónustu forritara, textasmiða og þýðenda en um helm- ingur verktakanna virðist vera frönskumælandi, sem gæti hentað íslenskum verkkaupum misvel. Hugmyndin er engu að síður áhugaverð og rímar vel við hug- myndir margra hagfræðinga um að besta leiðin til að hjálpa Afríku og öðrum fátækum heimshlutum sé ekki þróunaraðstoð heldur að kaupa sem mest af vörum og þjónustu frá fólkinu sem þar býr. ai@mbl.is Láttu afrískan verk- taka leysa málið Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.