Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018VIÐTAL Áhrif Guðrúnar Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss í Hveragerði, ná um allt samfélagið. Störf hennar snerta beint eða óbeint fjölda fólks um land allt. Hún er formaður Samtaka iðnaðar- ins, situr í stjórn og framkvæmdastjórn Sam- taka atvinnulífsins, hún er formaður stjórnar stærsta lífeyrissjóðs landsins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og síðastliðið vor bættist enn eitt embættið á ferilskrána þegar hún tók við formennsku í Landssamtökum lífeyrissjóða af Þorbirni Guðmundssyni. Var þetta embætti sem þú sóttist sérstaklega eftir? „Nei, ég get ekki sagt að ég hafi verið að elt- ast við þetta embætti, heldur var, eins og stjórn- málamennirnir orða það gjarnan, komið að máli við mig. Ég ákvað því að taka við þessum kyndli,“ segir Guðrún í samtali við Viðskipta- Moggann. „Þegar ég fór inn í stjórn LV árið 2016 hafði ég ekki gengið með neinn draum í maganum um að fara í stjórn lífeyrissjóðs. Ég var ekki með neitt lífeyrissjóðablæti. En ég er í ábyrgðar- stöðu hjá SA og SI, og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka lífeyrissjóðakerfið með laun- þegum þessa lands. Þannig að maður skorast ekkert undan þegar leitað er til manns.“ Spilar allt vel saman Guðrún segir að öll þessi fjögur hlutverk spili vel saman og styrki hvert annað. „Það að vera formaður SI finnst mér óskaplega skemmtilegt, en ég hef verið þar formaður í rúm fjögur ár en í stjórn SI frá 2011. Þetta hefur reynst miklu skemmtilegra en ég átti von á. Þarna er ég svo nálægt grasrótinni, félagsmönnum, fyrirtækjum og verðmætasköpuninni í landinu. Á vettvangi SA er þunginn í kjarasamningaviðræðunum og langflestir félagsmenn SI framselja umboðið til kjarasamningsgerðar til samtakanna. Þannig kemur þetta launasamspil inn í jöfnuna sem tengist lífeyrissjóðunum. Guðrún segir að hlutverkin séu þó ólík en skemmtilegt sé að vera í ólíkum störfum. „Ég hitti fólk héðan og þaðan sem gerir daginn fjöl- breyttan en líka stundum dálítið langan.“ Hún segir að störfin snúi öll að mannlegum samskiptum sem henti sér vel. Áhugi hennar á fólki sé einlægur. „Ég hef gaman af að vera með fólki og ég hef kynnst óskaplega áhugaverðu og skemmtilegu fólki báðum megin borðsins. Það er dýrmæt og ómetanleg reynsla.“ Guðrún segir að stjórnarmenn í Lands- samtökum lífeyrissjóða hafi sest niður í stefnu- mótunarvinnu fyrir um hálfum mánuði en þar hafi meðal annars verið rætt um mögulega hag- ræðingu í lífeyrissjóðakerfinu. „Ég er óhrædd við að taka þá umræðu. Mín persónulega skoðun er að sjóðum þurfi að fækka, þó ekki niður í einn stóran sjóð, umhverfið þarf að vera heilbrigt. Við megum ekki gleyma því að það hefur orðið gríðarleg breyting á síðustu árum. Í árslok 1991 voru til að mynda 88 lífeyrissjóðir á Íslandi en eru nú 21 talsins. Kerfið er því sífellt að átta sig á breyttum veruleika. Það hefur líka orðið sú breyting frá árinu 2008 að nú er mun meira eft- irlit sem kallar á aukinn kostnað hjá sjóðunum. Það er meiri krafa gerð til sjóðanna. Ég held að við munum áfram sjá fækkun sjóða og samein- ingar. Mér finnst ákjósanlegt að þeir yrðu ekki mikið fleiri en tíu og kannski verður það raunin eftir 10 ár. Það er gott að kerfið fái að aðlagast af sjálfu sér eins og reyndin hefur verið.“ Aðrar áskoranir á vettvangi landssamtakanna segir Guðrún vera þær m.a. að klára þurfi frum- varp um tilgreinda séreign sem var hluti af kjarasamningum í byrjun árs 2017, en Fjár- málaeftirlitið hefur úrskurðað að tilgreinda sér- eignin eigi sér ekki stoð í lögum. „Tilgreinda séreignin er jákvætt skref og þar geta sjóð- félagar ákveðið sjálfir hvort að hún skuli sem viðbótarframlag í lífeyrissjóð renna í samtrygg- ingarkerfið eða vera tilgreind séreign. Það er mjög jákvætt. Þetta er ekki venjulegur séreign- arsparnaður sem hægt er að nota til að greiða inn á lán en hann erfist og fólk getur byrjað að taka peningana út fimm árum áður en hefð- bundinn lífeyristökualdur hefst.“ Eitt af því sem snýr að tilgreindu séreigninni er að fjármálastofnunum er óheimilt að rukka fyrir flutning fjármunanna á milli sjóða. Því þarf lagabreytingu til. Hálfur lífeyrir jákvæður Hálfur lífeyrir er annað sem landssamtökin eru með á sínu borði. „Þessi breyting hefur þá þýðingu að hægt er að koma til móts við fólk frá 65 ára aldri og veita möguleika á sveigjanlegri starfslokum. Þá getur fólk farið í 50% starf og fengið jafnframt 50% lífeyri frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun. Þetta er ekki komið enn til framkvæmda, ákveðnir vankantar eru á hug- myndum um útfærsluna og þá þarf að sníða af. Aðalatriðið er samt það að hugmyndin er góð og hefur ábyggilega áhrif til góðs fyrir bæði sjóð- félagana og sjálft lífeyrissjóðakerfið.“ Guðrún kveðst bjartsýn fyrir hönd lífeyris- sjóðakerfisins en þó hafi hún áhyggjur af orð- sporsvanda þess. „Mér finnst það persónulega sorglegt því okkur á að þykja vænt um sparn- aðinn okkar. Okkur sem störfum í kerfinu hefur einhvers staðar mistekist að ná sátt um kerfið. En við getum svo sannarlega verið stolt af því að hafa komið upp einu besta lífeyriskerfi í heimi. Árið 2016 létu landssamtökin gera samanburð- arskýrslu á lífeyriskerfum nokkurra ríkja sem eru með svipuð kerfi, Íslands, Bretlands, Hol- lands, Danmerkur og Svíþjóðar. Þar kom Ísland vel út. Við erum til dæmis með hæstan greiddan lífeyri úr söfnunarkerfum og úr séreignarsparn- aði. Það er líka áhugavert að á Íslandi er jöfn- uður í tekjum meiri en í hinum löndunum. Aftur á móti eru útgjöld ríkisins og hins opinbera til ellilífeyris og þjónustu við aldraða mun minni en í þessum fjórum löndum sem við bárum okkur saman við. Þetta sýnir okkur sem störfum í kerfinu fram á mikilvægi sjóðasöfnunarkerf- isins, til að standa undir lífeyrisgreiðslum, að hver kynslóð standi undir sjálfri sér.“ Reglulega koma hér upp umræður um kosti gegnumstreymiskerfis fram yfir sjóðsöfn- unarkerfi. Guðrún segir að bæði kerfi hafi sína kosti. „En þegar ég rek augun í að útgjöld hins opinbera eru minni hér á landi í þessum mála- flokki en í samanburðarlöndunum, þá hef ég bent á að hér erum við með gegnumstreymis- kerfi sem er Tryggingastofnun ríkisins. Það kerfi hefur alveg stórkostlegan galla sem ekki er talað mikið um en það er að gegnumstreymis- kerfi eru alltaf háð ákvörðunum stjórnmála- manna á hverjum tíma. Þegar peninga vantar í kassann er auðvelt að „krukka í kerfið“ líkt og gerðist í hruninu. Ég spyr; viljum við eiga af- komu okkar undir geðþóttaákvörðunum stjórn- málamanna?“ Guðrún segir að menn hafi líka bent á að sjóðakerfið sé orðið of stórt og því eigi að taka upp gegnumstreymiskerfi þar sem skattar dagsins í dag standi undir lífeyrinum. „Kerfið er stórt því Íslendingar hafa greitt iðgjöld og safn- að þannig fyrir sínum lífeyri og krafan er um að við fáum góðan lífeyri.“ En er greiddur góður lífeyrir hér á landi? „Ég hitti fólk sem er ánægt með sína lífeyris- sjóði og er að fá fína framfærslu úr kerfinu og ég hitti líka fólk sem er að fá lítið úr kerfinu. Þá komum við að öðru máli sem er tekjuskerðingar sem er ákveðið áhyggjuefni. Að ríkið taki krónu á móti krónu í tekjuskerðingum, sérstaklega þegar lífeyriskerfið er ekki fullburða. Kerfið verður ekki fullþroskað fyrr en í kringum 2030. Fram að þeim tíma verðum við með ákveðið gat í kerfinu þar sem við verðum með einstaklinga sem eru kannski að fá lægri lífeyri en þeir þurfa til að lifa.“ Af hverju er það? „Að hluta til er það af því að margir fóru seint að greiða inn í kerfið. Það var ekki fyrr en árið 1990 sem við fórum að greiða af öllum launum í kerfið. Við sem erum á miðjum aldri í dag mun- um fá mjög góðan lífeyri þegar við förum á eftir- laun, eða um 70-80% af okkar tekjum.“ Guðrún segir að útgjöld ríkisins til ellilífeyris séu hvað minnst hér á landi miðað við sam- anburðarþjóðirnar, eins og fyrr sagði, og tekju- skerðingin mest miðað við aðrar tekjur. „Þegar kerfinu var komið á í kjarasamningum árið 1969 stóðu margir í þeirri trú að sparnaður manns í kerfinu yrði viðbót við almannatryggingakerfið. En nú erum við á þeim stað að það hefur orðið viðsnúningur. Kerfið er orðið það öflugt að það mun greiða fólki fullan lífeyri. Þegar kerfið hef- ur náð fullum þroska verða lífeyrissjóðirnir fyrsta stoðin en hafa kannski lengi verið önnur stoðin á eftir almannatryggingakerfinu. Nú er- um við með samspilsvanda, á milli þessara tveggja kerfa þar sem við greiðum út en ríkið tekur til sín. Þetta er breyta sem við stýrum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók í vor við formennsku í Landssamtökum lífeyrissjóða, telur að enn megi hag- ræða í lífeyrissjóðakerfinu. Hún segir að sjóðirnir þurfi ekki að vera mikið fleiri en tíu, en þeir eru 21 í dag. Einn fyrir alla og allir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.