Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnslan Kambur hefur fengið Völku til að annast smíði og upp- setningu nýrrar vinnslulínu í hús- næði Kambs í Hafnarfirði. Að sögn Ágústs Sigurðarsonar, markaðs- stjóra Völku, er um liðlega 200 milljóna króna samning að ræða og mun fullkomin vatnsskurðarvél stuðla að vinnusparnaði, auknum gæðum og betri nýtingu hráefnis. „Þegar flakið fer inn í vatns- skurðarvélina er búið að röntgen- mynda það og ljósmynda í þrívídd. Skurðarvélin notar upplýsingarnar úr þessum myndum til að fjarlægja beinin og skera flakið eftir ákveð- inni forskrift í bita af þeirri stærð og gerð sem kaupandinn óskar eft- ir,“ segir Ágúst. Fylgir legu beinanna Um er að ræða nýjustu kynslóð vatnsskurðarvéla sem geta hallað skurðarbununni til að nýta fiskinn enn betur. „Fyrsta vélin af þessari gerð var sett upp hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa fyrr í sumar. Tölvan sem stýrir skurðinum sér beingarðinn í þrívídd og getur fylgt legu beinanna til að minna fari til spillis af fiskinum. Um er að ræða tækni sem er fljót að borga sig upp því prófanir benda til þess að með þrívíðum skurði sé hægt að bæta nýtingu um 1-2% eftir stærð flaks- ins og gæðum hráefnisins,“ út- skýrir Ágúst. „Með þessari vatnsskurðarvél er því tekið enn eitt skrefið í átt að hámarks nýt- ingu á afla.“ Bæði Kambur og Valka eru ung fyrirtæki og má segja að þau hafi fylgst að í vexti undanfarin ár. Ágúst segir margt áhugavert við þær áherslur sem eru hafðar að leiðarljósi hjá Kambi og gaman að starfa með fyrirtækinu. „Kambur hefur rekstur árið 2011 með lítilli vinnslu en hefur verið að auka við sig jafnt og þétt og fimmfaldað framleiðslugetu sína síðan þá en verið viðskiptavinur okkar frá upp- hafi. Þar er höfuðáhersla lögð á góða meðferð aflans allt frá því að hann kemur um borð í bátana, yfir í snyrtingu, bitaskurð og pökkun. Allur fiskur sem Kambur vinnur er glænýr og vandlega kældur, og út- koman vara sem er í bestu mögu- legu gæðum. Með bolfisk- vinnslubúnaði okkar skapast síðan möguleiki á að framleiða nýjar og flóknari vörur og um leið nota sjálf- virknina til að leysa af hendi mörg erfiðustu störfin við snyrtingu og bitaskurð.“ Kambur stækkaði við sig á síð- asta ári með kaupum á fiskvinnslu Eskju við Óseyrarbraut og er það þar sem vinnslulínunni verður kom- ið fyrir. „Fram til þessa hefur vinn- an þar farið að miklu leyti fram í höndum fiskvinnslufólks en núna mun það breytast og þarf manns- höndin varla að koma nærri frá því að aflinn er kominn í hús,“ segir Ágúst. „Þegar búið er að flaka fisk- inn fer hann á snyrtilínu ef fjar- lægja þarf orma eða blóðbletti. Þaðan berast flökin áfram í vatns- skurðarvélina sem kalla má hjartað í kerfinu. Myndavél reiknar út þyngdina Með þrívíddarmyndatöku getur búnaðurinn reiknað út þyngd hvers flaks og skorið bita af þeirri þyngd og gerð sem kaupandinn vill fá. Ef hann vill t.d. 100 g bita af ákveðinni lengd og breidd þá sker vélin fisk- inn í samræmi við það, og væri nán- ast ógerlegt fyrir starfsmann að ætla að leika það eftir með hönd- unum. Nákvæmnin er svo mikil að nánast hvert einasta gramm fer í nýtilega bita svo að það heyrir næstum því sögunni til að þurfi að nýta afskurðinn í blokkarefni og aðrar minna verðmætar vörur.“ Eftir skurð er bitunum dreift í mismunandi áttir með sjálfvirkum hætti. „Sumt fer inn á lausfrysta, og annað fer mögulega inn á hand- pökkunarstöðvar þar sem af- greiddar eru sérpantanir. Stærsti hlutinn er ferskir hnakkabitar sem sendir eru í pökkunarflokkara og pakkað sjálfvirkt ofan í kassa.“ Bæta nýtingu um 1-2% með þríviðum skurði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með enn betri vatnsskurðarvél lætur nærri að varla sé nokkuð eftir af afskurði í blokkarefni. Nær allt flakið er nýtt til að gera verðmæta bita af nákvæmlega þeirri þyngd og lögun sem kaupandinn hefur beðið framleiðandann um. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Nákvæmnin er svo mikil að nánast hvert einasta gramm fer í nýtilega bita,“ segir Ágúst um vatnsskurðarvélina. Nýja vatnsskurðarvélin er fullsmíðuð og bíður þess að verða komið fyrir í fiskvinnslunni á Óseyrarbraut. Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Gaman hefur verið að fylgjast með velgengni Völku á undan- förnum árum. Fyrirtækið varð 15 ára á þessu ári og flutti í stærra húsnæði í fyrra. „Á einu ári hefur starfsmannafjöldinn nærri tvö- faldast og vinna núna hátt í 80 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Ágúst og bætir við að gamla húsnæðið hafi verið farið að hamla vexti. „Árin 2016 og 2017 var nánast ómögulegt fyrir okkur að stækka því að ekki var nægi- leg aðstaða fyrir hendi til að framleiða í samræmi við eft- irspurn. Það losnaði um þennan tappa þegar við fluttum á Vest- urvörina í Kópavogi og fyrstu sjö mánuði þessa árs höfum við framleitt og selt meira af vinnslu- búnaði en við gerðum allt árið í fyrra. Stefnir núna í að fram- leiðslan tvöfaldist á þessu ári.“ Búnaður Völku er notaður við bæði bolfisk- og laxavinnslu en Ágúst segir bolfiskhliðina veiga- meiri í rekstrinum. „Það skýrist m.a. af því að laxinn er ekki unn- inn á sama hátt og beingarðurinn plokkaður burt frekar en fjar- lægður með skurði. Áhuginn er samt mikill í laxageiranum en það mun taka okkur einhvern tíma að ná þar betri fótfestu.“ Tvöföldun á milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.