Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Stærsti markaður netverslana …
Búið að tryggja WOW milljarða
Uppsagnir og áherslubreytingar
Millilent í beinu flugi Primera
Hrun í kvikmyndagerð
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Um 12 þúsund starfsmenn yfir 200
fyrirtækja hafa haft aðgang að námi í
tölvuskólanum Tölvunám.is í gegnum
tíðina, en meginmarkhópurinn er
starfsmenn fyrirtækja.
Vigfús Karlsson framkvæmda-
stjóri, einn eigenda og eini starfs-
maður Tölvunám.is, kveðst spenntur
fyrir vetrinum fram undan. „Auk út-
lits- og tæknibreytinga sem við höfum
gert á vefnum er um talsvert aukna
virkni að ræða. Meðal þess sem ég
býð nú upp á er umsjónarkerfi fyrir
fræðslustjóra fyrirtækja, sem geta
núna fengið mjög ítarlegar skýrslur
um notkunina á vefnum og séð þannig
hvaða námsefni starfsfólkið er að nýta
sér,“ segir Vigfús í samtali við Við-
skiptaMoggann.
Tölvunám sérhæfir sig í Microsoft
Office-námskeiðum, en á meðal við-
skiptavina eru stórfyrirtæki eins og
RARIK, Alcoa og Actavis. „Flest
stærstu fyrirtæki landsins hafa ein-
hvern tímann verið í hópi við-
skiptavina minna.“
Excel vinsælast
Mest eftirspurn er eftir nám-
skeiðum í töflureikninum Excel að
sögn Vigfúsar. „Svo kennum við líka á
Word, Power Point og Outlook. Þetta
eru þessi algengustu forrit sem notuð
eru í atvinnulífinu.“
Aðspurður segir Vigfús að til
greina komi að bæta við námskeiðum
í „nýrri“ forritum. „Ég hef til dæmis
fengið margar fyrirspurnir um nám-
skeið í verkefnastjórnunarkerfinu
Trello.“
Ein af nýjungunum sem boðið verð-
ur upp á er stök námskeið sem hægt
er að kaupa í þrjá mánuði. Fyrra
fyrirkomulag bauð eingöngu upp á
áskrift. Önnur nýjung er að sögn Vig-
fúsar að fyrirtæki hafa nú kost á að
setja inn eigið efni á kennsluvefinn,
sem nýtist eingöngu þeirra starfs-
fólki.
12 þúsund
í tölvunámi
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hinn 15 ára gamli kennslu-
vefur Tölvunám.is hefur
þjónustað um 12 þúsund
nemendur en innan
skamms mun skólinn fá
nýja ásýnd.
Hægt verður að nota
nýja vefinn í iPhone-
og Android-símum
og spjaldtölvum.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á laugardag flutti Morgunblaðiðfréttir af löngum biðlistum eft-
ir tveimur nýjum rafbílum sem
væntanlegir eru til landsins á fyrri
hluta næsta árs. Eftirspurnin hefur
komið bílaumboðunum nokkuð á
óvart en það er kannski til marks um
að þau hafi ekki áttað sig á hvað þau
eru með í höndunum.
Um er að ræða tvo bíla sem falla ístærðarflokk mitt á milli stórra
fólksbíla og jepplinga. Það sem gerir
þessa bíla einstaka er sú mikla
drægni sem þeir hafa. Gera má ráð
fyrir að raundrægni þeirra sé ein-
hvers staðar á bilinu 350-400 km.
Þegar bílaframleiðendur geta núboðið upp á bíla með þessa
drægni (hingað til hefur það ein-
göngu verið Tesla en á svo háu verði
að almenningur hefur ekki séð sér
leik á borði) er orðið raunhæft í huga
flestra að skipta alfarið á bílum sem
ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og
þeim sem ganga fyrir hreinni ís-
lenskri raforku.
Þessi bylting, sem sífellt fer hrað-ar yfir, veldur því að bílar út-
búnir sprengihreyflum í bland við
rafmótora hljóta aðeins að teljast
stuttur biðleikur uns orkuskiptin
verða algjör. Af þeim sökum ættu
stjórnvöld að breyta ívilnanakerfi
sínu þannig að aðeins hreinir rafbíl-
ar og hreinir vetnisbílar njóti fyr-
irgreiðslu. Það er hagkvæmast fyrir
ríkissjóð, umhverfið og allan al-
menning.
Stóru
skrefinUmræðan um rafmyntir tekur ásig ýmsar myndir, allt frá
gríðarlegum hækkunum á bitcoin
eða etherum til frétta af stórþjófn-
aði á búnaði gagnavera sem sér-
hæfa sig í þeirri undarlegu iðju að
„grafa eftir“ þessum óræðu og
ósýnilegu verðmætum.
Hvað sem líður afstöðu fólks tilþessa fyrirbæris er ljóst að
milljónir manna telja að í bálka-
keðjunni (e. blockchain) og raf-
myntunum felist verðmæti sem
vert sé að sækjast eftir. Í dag
þurfa þeir sem eignast vilja eitt
bitcoin að reiða fram um 800 þús-
und krónur. Það gerir fólk þrátt
fyrir þá staðreynd að óvíða er
hægt að fá vörur eða þjónustu í
skiptum fyrir bitcoin.
Þeir sem gerst þekkja til bálka-keðjunnar og þeirrar tækni
sem í henni felst telja að hún geti
til langrar framtíðar nýst í marg-
víslegum tilgangi, bæði sem ávís-
un á tiltekin verðmæti og til þess
að varðveita gögn með tryggileg-
um hætti. Þessi nýja tækni hefur
hins vegar, eins og löngum áður, á
sér skuggahliðar og í skjóli raf-
mynta og bálkakeðjunnar hafa
undirheimarnir fundið tækifæri til
að stunda illvirki sín í friði, óá-
reittir af lögreglu og öðrum eftir-
litsaðilum.
Hvað sem verður um einstakarafmyntir, bitcoin, etherum,
aurora coin, ripple eða litecoin, er
ljóst að tæknin er komin fram á
sjónarsviðið og mun ekki hverfa
þaðan svo glatt að nýju. Mikilvægt
er að hún nýtist til góðs og ef
tækifæri standa til þess á sviði
viðskiptalífsins ber að fagna því.
Hins vegar verður að lágmarka
hin neikvæðu áhrif af þessu nýtil-
komna fyrirbæri og tryggja að
hægt sé að taka í taumana þegar
nauðsyn ber til.
Eyrir í sýnd og reynd
Ný stjórn Íslandsstofu
hefur verið skipuð
og er Björgólfur
Jóhannsson nýr for-
maður stofnunarinnar.
Uppstokkun á
stjórnarteymi
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA OGGINN