Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
Hér og þar má greina vísbend-
ingar um að takturinn í ferðaþjón-
ustunni sé að breytast eftir mörg
ár af ævintýralegum vexti.
Jóhannesar Þórs Skúlasonar bíður
eflaust ærinn starfi í nýju hlut-
verki sem framkvæmdastjóri
SAF.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Hátt gengi krónunnar gerir út-
flutningsgrein eins og ferðaþjón-
ustu erfitt fyrir og launaþróun hef-
ur aukið kostnað mikið á stuttum
tíma. Við sjáum líka að ferða-
hegðun gestanna er að breytast,
með styttri dvalartíma og ódýrari
kostum í afþreyingu, gistingu og
ferðum. Þetta sameinast allt um
að gera rekstur ferðaþjónustu-
fyrirtækja mun erfiðari en á
undanförnum þremur til fimm
árum.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Ég hef sótt þó nokkra fyrir-
lestra að undanförnu en einn af
þeim sem standa upp úr er erindi
Öldu Karenar Hjaltalín á vegum
litla Íslands síðastliðið vor. Alda er
skemmtilegur fyrirlesari með skýr
og góð skilaboð. Það er sjaldgæf-
ara en menn halda að það fari
saman.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Hans Rosling er einn þeirra
sem hafa haft mikil áhrif á það
hvernig ég nálgast líf og starf.
Skilaboð hans út í veröldina voru
annars vegar að byggja ályktanir
á staðreyndum en ekki tilfinningu
og hins vegar að veröldinni væri
alltaf að fara fram. Þetta eru hvort
tveggja mikilvægar lexíur í lífinu.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Klárlega Pierce Brosnan, hann
er farinn að grána mátulega í
vöngum til að valda hlutverkinu.
Við vonum bara að þetta verði
ekki söngvamynd.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Með því að fylgjast með útgefnu
efni, greina fréttir og umræðu,
lesa mikið – bæði bækur og á net-
inu – og ekki síst með því að tala
við fólk. Mannleg samskipti í tíu
mínútur geta oft kennt manni
meira en heilt endurmenntunar-
námskeið.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég reyni það, núorðið. Ég er
með áskrift að World Class og
reyni að vera ekki bara styrktar-
maður þar. Ég hef líka tekið
mataræðið mikið í gegn á þessu
ári, enda ekki vanþörf á eftir mörg
ár í óreglulegu umhverfi pólitíkur-
innar.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Líklega eitthvað tengt markaðs-
málum. Ég hef mikinn áhuga á
möguleikunum sem liggja í staf-
rænni markaðssetningu og sam-
félagsmiðlaþróun, og samspili
mannsins við þá tækniþróun.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Hvikult rekstrarumhverfi eins
og ferðaþjónustan býr við hefur
bæði í för með sér hættur og tæki-
færi. Það skiptir miklu máli í slíku
umhverfi að stjórnvöld séu tilbúin
að bregðast skynsamlega við ógn-
unum sem steðja að útflutnings-
greinum vegna gengis gjaldmiðils-
ins og annarra utanaðkomandi
þátta, og að atvinnulífið sé tilbúið
að grípa tækifærin og þróa nýja
möguleika þegar þeir gefast.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Alls konar litla hluti. Ég les til
dæmis mikið af vísindaskáldsög-
um og öðru sem hefur ekkert með
starfið að gera og hleð á batteríin
með því að taka strætó í staðinn
fyrir að stressa mig í umferðinni.
Besta orkuhleðslan kemur hins
vegar í gegnum ótruflaðan tíma
með fjölskyldunni; þar liggja hin
raunverulegu lífsgæði.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi ákveða að makar sem
sitja uppi með vandræðagemsa
sem eru alltaf í vinnunni og aldrei
heima hjá sér til að elda fyrir fjöl-
skylduna ættu rétt á stjörnukokki
á kostnað ríkisins. Svo vona ég
bara að konan mín sé að lesa þetta.
SVIPMYND Jóhannes Þór Skúlason, frkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar
Hátt gengi gerir ferða-
þjónustu erfitt fyrir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jóhannes hleður batteríin með því að taka strætó til vinnu í stað þess að stressa sig í umferðinni.
TÍSKAN
Að finna flík sem smellpassar get-
ur verið strembið verkefni og mörg-
um þykir fátt leiðinlegra en að
þræða búðirnar til að máta þar
hverjar buxurnar og peysuna á fæt-
ur annarri. Það mætti svo sem losna
við umstangið með því að panta fötin
á netinu en þá er alltaf hætta á að
fötin passi ekki eins vel og vonast
var til og þarf þá að hafa fyrir því að
skila þeim eða skipta og bíða eftir
næstu sendingu.
Netverslunin ZOZO
(www.zozo.com) virðist hafa fundið
lausn á þessum vanda með fatnaði
sem tekur málin af viðskiptavininum
á tiltölulega einfaldan hátt en
af mikilli nákvæmni.
Hugmyndin að baki ZOZO-
samfestingnum er í raun ósköp
einföld og mesta furða að eng-
um hafi dottið í hug að bjóða
upp á svona þjónustu áður.
Viðskiptavinurinn klæðir sig
einfaldlega í sérstaka treyju og
brækur sem eru alsettar litlum
hvítum skífum. Því næst stillir
notandinn upp símanum sínum
og snýr sér varlega í hring á
meðan þar til gert snjallforrit
tekur nokkrar myndir.
Galdurinn er fólginn í hvítu skíf-
unum og fjarlægðinni á milli þeirra,
sem hjálpar forritinu að gera mjög
nákvæmt þrívítt módel af notand-
anum og reikna hvaða fatastærð –
eða öllu heldur hvaða snið – hentar
honum best.
Að mælingunni lokinni má síðan
panta fatnað sem smellpassar á vef-
síðu ZOZO og er því lofað að hver flík
sé löguð að þörfum kaupandans al-
veg niður í minnsta millimetra. Ef
hann t.d. pantar sér gallabuxur getur
viðskiptavinurinn ráðið staðsetningu
rassvasanna svo að þeir dragi fram
það besta í lögun sitjandans.
ai@mbl.is
Láttu fötin sjá um
að taka á þér málin
Með því að greina stað-
setningu skífanna má
mæla lögun líkamans.
NÁM: Stúdent frá MR 1993; BA í sagnfræði frá HÍ 1999;
kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ 2000.
STÖRF: Grunnskólakennari við Seljaskóla 2000-2011;
aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins á Alþingi 2011-
2016; aðstoðarmaður forsætisráðherra 2013-2016; aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra 2014; eigandi og sjálfstætt starfandi
almannatengslaráðgjafi hjá Orðspor almannatengsl ehf. 2016-
2017; aðstoðarmaður formanns Miðflokksins á Alþingi 2017-
2018; framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá júní
2018.
ÁHUGAMÁL: Ég hlusta mikið á alls konar tónlist og hef alltaf
lesið mikið. Er mikill áhugamaður um vísindaskáldsögur og
tækniþróun en reyni að nýta frítímann sem mest í samveru með
fjölskyldu og vinum.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Æsu Strand Viðarsdóttur,
bókasafns- og upplýsingafræðingi við Listaháskóla Íslands, og
við eigum tvö börn á unglingsaldri.
HIN HLIÐIN
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn