Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Síða 8
EINKALÍF Omarosa og leikarinn
Michael Clarke Duncan voru par frá
árinu 2010 til 2012, eða þar til hann
lést úr hjartaáfalli. Duncan lék í fjölda
vinsælla mynda, þ.á m. Armageddon
og Planet of the Apes en þekktastur
var hann fyrir leik í myndinni The
Green Mile.
Omarosa var með Duncan þegar
hann fékk hjartaáfall og er sögð hafa
veitt honum fyrstu hjálp þar til
sjúkrabíll kom á staðinn. Hann lifði af
en lést tveimur mánuðum síðar á
sjúkrahúsi. Omarosa hefur sagt að
fráfall hans hafi haft mikil áhrif á líf
sitt. Fjölskylda Duncans er þó allt
annað en sátt við þessa fyrrverandi
unnustu hans og hafa deilur um
erfðaskrá hans staðið yfir frá dauða
hans. Þá lá hann lengi í ómerktri gröf
vegna deilna um legstein.
Með Michael Clarke Duncan í sam-
kvæmi skömmu áður en hann lést.
AFP
Deilt um
erfðaskrá
Í FÓKUS
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018
ATHYGLI Gagnrýni á bók Omarosu hefur ekki síst
gengið út á að efast um hennar trúverðugleika.
Margt sem hún segi um forsetann gæti verið litað af
þorsta hennar í athygli. Hún hefur starfað við raun-
veruleikaþætti með hléum frá árinu 2004 og hafa
margir orðið til að benda á að í þeirri starfsgrein sé
auðvelt að missa sjónar á því sem þættirnir eru
kenndir við: raunveruleikanum. Omarosa birtist fyrst
á skjánum vestra í Apprentice-þáttunum sem Don-
ald Trump stýrði en hún hefur einnig tekið þátt í Fear
Factor, Celebrity Big Brother og fleiri þáttum þar
sem raunveruleikinn er jafnan ansi vandlega pakk-
aður inn í ýkt drama, átök og ímyndaðar ástir.
Hins vegar hefur verið á það bent að ýmsir aðrir en
Omarosa hafa skrifað á svipuðum nótum um upp-
lifun sína á forsetanum, nú síðast ónefndur háttsettur
embættismaður í nafnlausri grein í The New York
Times og einnig kom út á dögunum bók blaðamanns-
ins Bobs Woodwards þar sem lýsingar á hegðun for-
setans eru mjög í takt við það sem Omarosa segir. Omarosa hatar ekki að hafa sjónvarpsvélar nærri.
AFP
Einn stór raun-
veruleikaþáttur?
OMAROSA MANIGAULT-NEWMAN hefur verið áberandi í fjölmiðlum
vestanhafs undanfarið, en bók hennar um tíma sinn í Hvíta húsinu undir stjórn
Donalds Trumps hefur nú verið tvær vikur á toppi lista New York Times yfir
mest seldu bækurnar í Bandaríkjunum. Omarosa, sem notast jafnan við for-
nafn sitt frekar en eftirnafn, tók við starfi sem ráðgjafi Trumps í byrjun árs
2017 en var sagt upp störfum í desember sama ár.
Omarosa steig fyrst fram á sjónarsviðið í fyrstu þáttaröð raunveruleika-
þáttanna The Apprentice, þar sem hún kepptist um stöðu sem lærlingur hjá
framtíðaryfirmanni sínum, Donald Trump. Þar áður hafði hún sinnt ýmsum
störfum í ríkisstjórn Bills Clintons, meðal annars á skrifstofu varaforsetans Als
Gore og sem starfsmaður viðskiptaráðuneytisins. Í raunveruleikaþáttunum
skapaði hún sér ímynd sem harðsvíruð og undirförul viðskiptamanneskja sem
var að eigin sögn „ekki hér til að eignast vini“.
Þrátt fyrir að vera rekin eftir níu þætti virtist hún hafa heillað Trump, þar
sem þau unnu saman að fjölda verkefna á næstu árum, meðal annars The Cele-
brity Apprentice og hálfgerðri blöndu af The Apprentice og The Bachelorette
sem nefndist The Ultimate Merger, þar sem tólf piparsveinar, handvaldir af
Trump sjálfum, kepptust um hlýhug Newman á hóteli í Las Vegas.
Eftir framkomu í fleiri raunveruleikaþáttum á borð við Fear Factor og
Big Brother, þar sem Omarosa hélt uppi sínu harðneskjulega viðmóti, varð
hún fljótlega að stórstjörnu í heimi raunveruleikasjónvarps. Áhorfendur
virtust flykkjast að skjánum til að sjá hana rífa kjaft við mann og annan og
svífast einskis til að ná árangri í margvíslegum þrautum og verkefnum sem
fjölbreyttir raunveruleikaþættirnir buðu upp á. Hún var þó fljótlega stimpl-
uð sem hálfgerður skúrkur, stimpill sem hún gagnrýndi gjarnan harðlega.
Kvaðst hún ekki vera illmenni heldur snjöll og kappsfull í viðskiptum og væri
hún karl væru þessir eiginleikar álitnir merki um styrk og
ákveðni.
Í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum árið
2016 lýsti Omarosa stuðningi við Hillary Clinton, sem hafði
þá ekki tilkynnt framboð en var sterklega orðuð við emb-
ættið. Raunveruleikastjörnunni snerist þó hugur þegar
Donald Trump, vinur hennar og viðskiptafélagi, tilkynnti
sitt framboð og gekk hún til liðs við framboðsteymi
Trumps, þar sem verkefni hennar var að láta stefnumál
frambjóðandans höfða til minnihlutahópa.
Omarosa er 44 ára, fædd í Ohio. Hún er alin upp af móð-
ur sinni en faðir hennar var myrtur þegar hún var aðeins
sjö ára. Hún er með háskólagráður í sjónvarpsfrétta-
mennsku og samskiptum ásamt því að hafa vígst til prests
hjá babtistasöfnuði sem hún tilheyrir. Nýbakaður eigin-
maður hennar, John Allen Newman, er einnig prestur og
bað hennar í miðri messu hjá söfnuðinum.
Ekki áhuga á
að eignast vini
AFP
’ Í aðdraganda forseta-kosninga 2016 lýsti Om-arosa yfir stuðningi viðHillary Clinton en henni
snerist hugur þegar Donald
Trump tilkynnti framboð.
Trump hefur sagt það
hafa verið mistök að
ráða Omarosa.
AFP
AFP
Bók Omarosa
Manigault-
Newman hefur
trónað á toppi
lista New York
Times í tvær vikur.
BÓKIN Í Unhinged lýsir Omarosa
daglegum venjum Bandaríkja-
forseta en hún hefur miklar
áhyggjur af heilsu hans, andlegri
en ekki síður líkamlegri. Hann sé
veikur en fólkið í kringum hann,
læknar meðtaldir, leyni því.
„Hræðilegar venjur hans eru
farnar að segja til sín,“ skrifar hún
í bókinni. Trump neiti að stunda
reglulega hreyfingu, að undan-
skildu golfi. Hann sé háður Big
Mac-hamborgurum og steiktum
kjúklingi og drekki um átta dósir
af Diet Coke á dag. Þá stundi hann
ljósabekki á morgnana til að „líta
vel út allan daginn“ að eigin mati.
Big Mac og
ljósabekkir
Omarosa var í innsta hring forsetans þar til henni var sagt upp störfum í Hvíta
húsinu í desember 2017. Hún ber Trump síður en svo vel söguna
AFP
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Nýjar
vörur
Vasi antiq brass
22.900
Spegill 80cm
18.900
Hliðarborð á hjólum
120.000
Viðar hliðarborð 38.500
Ljós 35.900