Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018
VETTVANGUR
Ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, skellti sér í þyrluflug um Reykjanesið í vikunni,
með nýrri þyrlu Norðurflugs. Með í för voru erlendir ferðamenn af skemmtiferðaskipi sem
voru yfir sig hrifnir af útsýninu en í þessum Reykjaneshring var meðal annars var flogið yfir
hverasvæðið við Kleifarvatn, meðfram Krísuvíkurbjargi og lent við eldfjallagíga sem eru á
Reykjanesinu sem vakti mikla lukku. Þá var að sjálfsögðu flogið yfir Bláa lónið eins og ljós-
mynd Sæbergs sýnir en einn farþega smellti um leið mynd á símann sinn af lóninu.
Árni Sæberg
Hún Valborg, mamma mín, er 84 ára. Ég ersamt algjört unglamb enda eignaðist húnbörn frekar seint. Elsti bróðir minn fæddist
þegar hún var 29 ára. Ég kom þremur árum seinna,
Hjalti bróðir þremur árum eftir það og svo ruglaði
freknótta undrið öllu kerfinu með því að koma í heim-
inn eftir fjögurra ára hlé. Það hefur kannski truflað
eitthvað taktinn hjá foreldrum mínum að Hjalti fædd-
ist mjög fatlaður og þau þurftu að hafa aðeins meira
fyrir honum en okkur Frosta. Eða samt, nei, sennilega
ekki. Astrid Lindgren hefði getað skrifað bækur um
okkur tvo. Jafnvel bókaflokk.
Þegar ég hugsa til baka er í raun kraftaverk að
mamma skyldi komast óbrjáluð í gegnum barnæsku
okkar bræðranna, þar sem við skiptumst á að gera
eitthvað af okkur milli þess sem við átum allt sem fyr-
ir varð í minnsta eldhúsi Íslandssögunnar. Það var
tímabilið þegar Hjalti sturtaði öllu niður í klósettið;
þvottapokum, klósettrúllum, fötum og seðlaveski
pabba, svo eitthvað sé nefnt. Tímabilið þegar ég var
reglulega sendur heim úr skólanum fyrir einhver asna-
strik, braut tvenn gleraugu á viku og var með svo mik-
ið vesen að besti vinur minn var sendur í annan skóla
(sem hljómar kannski furðulega, enda löng saga). Og
tímabilið þegar við Frosti uppgötvuðum að það að eiga
yngri bróður væri gjöf sem bara hætti ekki að gefa.
Hljómar fallega, en í raun snerist það til dæmis um að
sjá hvað myndi gerast ef við settum slatta af neftóbaki
á efri vörina á honum meðan hann svaf. Fyrirgefðu
Sindri, en þetta var bara svo ógeðslega fyndið.
Mamma setti sennilega Íslandsmet í langlundargeði.
Ég man sérstaklega eftir símtali við skólastjórann í
Breiðagerðisskóla þegar eðlisfræðikennarinn hafði
hent mér út úr tíma með obbolitlu ofbeldi (sem vel að
merkja þótti alveg eðlilegt á þeim árum) en hafði í
leiðinni rifið nýja Stranglers-bolinn minn (Hagkaup
999 krónur – gamlar). „Ég geri ekki athugasemd við
að þið siðið börnin mín til, en væruð þið kannski til í
að reyna að eyðileggja ekki fötin þeirra.“
Mamma skammaði mig svo sem fyrir þetta allt sam-
an, líka það sem bræður mínir gerðu „af því að það er
svo gott að skamma þig, Logi minn“. Þegar henni of-
bauð kom: „Eiður, segðu eitthvað!“ Og pabbi, sem var
álíka seigfljótandi og malbik sagði alltaf það sama:
„Agi þarf að vera,“ og hélt svo áfram að lesa Þjóðvilj-
ann eða hlusta á fréttirnar. Mamma sat því dálítið
uppi með okkur bræðurna. Það kom þess vegna í
hennar hlut að eiga við alla skemmtilegu hlutina sem
fylgdu unglingum á þessum árum: Gelgjuskeiðið, ung-
lingadrykkjuna og endalausa mótþróaþrjóskuröskun.
Þegar ég var sextán ákvað ég að flytja að heiman, af
því að sambúðin við mömmu var orðin óbærileg. Ég
bara meikaði ekki fleiri mömmubrandara. (Hugsanlega
var ég líka kominn með kærustu, en ég efast um að ég
hefði enst mikið lengur.)
Stundum eru hlutir of nálægt til að maður geti gert
sér grein fyrir því hversu meiriháttar þeir eru. Eins
og ég í mínu tilviki sem fattaði ekki á þessum tíma
hvað ég ætti góða foreldra. Þau studdu mig í því sem
ég gerði vel, reyndu
að halda mér frá því
sem var klárlega al-
gjört rugl og gerðu
heiðarlega tilraun til
að ala mig upp.
(Reyndar gætu ein-
hverjir sagt að þeim
hefði mistekist að-
eins í þeim hluta.)
Ég finn þetta sérstaklega núna þegar mér finnst ég
vera að breytast í móður mína. Kvartandi undan því að
enginn komi að borða þegar ég er búinn að elda, eng-
inn fæst til að taka til í herberginu sínu og ég botna
ekkert í því að engum finnist brandararnir mínir
fyndnir. Sem þeir samt eru.
En af því að nú segja allir að maður eigi endalaust
að vera eins og opin bók með tilfinningar útum allt, þá
langar mig bara að segja hvað ég er feginn að eiga
mömmu mína enn og hafa fengið tíma til að uppgötva
þetta. Takk, mamma. Þú ert frábær.
Takk mamma
’Þegar ég var sextán ákvað égað flytja að heiman, af því aðsambúðin við mömmu var orðinóbærileg. Ég bara meikaði ekki
fleiri mömmubrandara.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is