Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Side 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 E lín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðal- hlutverk í íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla, sem frumsýnd var í vikunni. Þar túlka þær hlutverk Magneu og Stellu, en myndin byggir á sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika fíkni- efnaheimsins, þar á meðal dagbókum Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, sem svipti sig lífi í kringum aldamótin, sem og nýlegum frásögn- um ungra kvenna sem hafa verið í neyslu. Í myndinni leikur Elín Sif hina 15 ára gömlu Magneu, góðan nemanda og fimleikastelpu sem kynnist aðeins eldri stelpu, hinni 18 ára Stellu, sem Eyrún Björk leikur. Magnea heillast af Stellu og sogast inn í þá hættulegu tilveru harð- ar fíkniefnaneyslu sem Stella lifir og hrærist í og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Það er ekki ofsagt að myndin sé átakanleg, ekki síst í ljósi hve sönn hún er, en saga Stellu og Magneu nær yfir 15 ár svo að áhorfendur fá góða innsýn í hvernig líf þeirra þróast. Um leið er myndin þó ekki bara um skuggalegan heim og átök heldur saga um vináttu og ást. Það er svolítið skrýtið að hitta þær Elínu og Eyrúnu innan um ferðamenn í neonlituðum úlp- um í kaffisopa í Perlunni. Blaðamaður var nokkuð lengi að jafna sig eftir Lof mér að falla, en ekki er ofmælt að engin íslensk bíómynd hafi haft viðlíka áhrif á undirritaða. Það er því erfitt að tengja persónurnar við ungar konur sem eru bara í góðum gír í lífinu, önnur nýlega útskrifuð úr MH og hin að klára sama skóla. Meðtaka að þær séu ekki í alvörunni Magnea og Stella. Lestur dagbókanna erfiður Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, tók eftir El- ínu Sif þegar hún tók þátt í Söngvakeppni sjón- varpsins árið 2014 og fékk hana í kjölfarið til að leika í Rétti. Hann nefndi þá við hana að hann langaði að fá hana í prufur fyrir Lof mér að falla. Stuttu eftir þær prufur hringdi Baldvin í Elínu með þessum orðum; „Við erum á leiðinni til Brasilíu!“ en hluti myndarinnar gerist þar. Í kjölfarið hófst leit að Stellu. Elín Sif: „Við tók tveggja mánaða leit að Stellu. Baldvin var að leita að rétta „kemestrí- inu“ á milli Magneu og Stellu og ég sat með í mörgum prufum, með mörgum leikkonum, og þetta tók dágóðan tíma. Svo bara birtist hún Eyrún og allt small.“ Eyrún: „Ég hafði aldrei farið í leiklistarprufu áður, slysaðist bara inn í þær eftir að systir mín sá auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir Magneu. Við Elín höfum alltaf vitað af hvor annarri þar sem við erum gamlar skóla- systur úr Hlíðaskóla og síðar MH en við gerð myndarinnar kynntumst við miklu betur. Á vissan hátt var betra að þekkjast eitthvað, fannst okkur, og vera á sama aldri og á svip- uðum bát, báðar óreyndar, því í myndinni eru margar erfiðar senur. Við tengdumst mjög vel og þegar við vorum úti í Barcelona, þar sem við enduðum í staðinn fyrir Brasilíu, kom sér vel að vera saman í herbergi og við vöktum langt fram eftir að spjalla. Það hjálpaði enn fremur sem undirbúningur fyrir myndina. “ Hvernig undirbjugguð þið ykkur fyrir þessi hlutverk? Elín: „Við fengum langan tíma til undirbún- ings, sem var mjög gott. Ég hafði heilt ár og Eyrún rúmlega hálft ár. Við hittumst mikið á þessum tíma, Baldvin lét okkur horfa á heimildarmyndir, tala við stelpur sem voru eða höfðu verið í neyslu og við lásum dagbækurnar hennar Kristínar Gerðar. Erfiðasti hlutinn var líklega að lesa þær bækur, það tók mig tvo mán- uði að komast í gegnum eina dagbók, lesturinn tók svo á.“ Kristín Gerður var 31 árs þegar hún svipti sig lífi, en hún var með fíknisjúkdóm og var þvinguð í vændi. Baldvin og Birgir Örn Stein- arsson, annar handritshöfunda kvikmyndarinn- ar, lásu dagbækur hennar með leyfi aðstand- enda, en Kristín hafði verið edrú í sex ár þegar hún lést. Eyrún: „Ég þurfti að taka margar pásur í lestrinum. Bækurnar eru handskrifaðar og það er svo skrýtið til þess að hugsa að hún hafi setið við og skrifað textann sem ég las. Á sumum stöðum þurfti ég að reyna að byrja lesturinn margsinnis áður en ég gat haldið áfram, þetta var svo yfirþyrmandi. Við horfðum líka á Kompásþættina, myndir eins og Lilya 4-ever, Dýragarðsbörnin og fleira til að öðlast enn betri tilfinningu fyrir því sem við vorum að fara út í.“ Elín: „Þetta var ekki auðveldur undirbún- ingur, mjög erfiður raunar, en við vorum heppnar með leikstjórann og gátum treyst hon- um í blindni því það var það sem við urðum að gera. Við höfum hvorki reynslu né menntun til að leika þannig að ef hann sagði að við værum að gera rétt urðum við bara að jánka því, ekki hafði ég sjálf hugmynd um það. Maður var jafn- vel ekki að trúa því þegar hann sagði; „Geggjað, senan er komin!“, hafði ekkert fundist þetta neitt sérstakt hjá sér. Og svo þegar ég var viss um að nú væri ég að gera góða hluti, væri „on fire“ fyrir framan myndavélina, var hann alls ekki sammála!“ Trúðum ekki sannleikanum Í myndinni eru mörg atriði sem snerta ekki að- eins áhorfendur djúpt heldur reyndu líka mikið á leikarana. Eyrún: „Tilfinningalega var afar erfitt að reyna að setja sig inn í það hræðilega sem Stella gerir í myndinni. (Sem Eyrún fer ekki nánar út í til að spilla ekki fyrir áhorfendum.) Ég gat innilega ekki skilið hvernig var hægt að gera það. Hvernig átti ég, ef ég gat ekki skilið það sjálf, að sannfæra áhorfendur um að þetta væri trúverðugt, eitthvað sem Stella hefði í al- vörunni haft í sér að gera.“ Elín: „Við lentum í því sama þegar við hittum fólk sem sagði okkur allt það hræðilega sem það hafði gert í neyslu. Við áttum svo erfitt með að trúa því upp á þessar manneskjur og hreinlega í afneitun; Nei, það getur nú ekki verið þú hafir gert þetta! En um leið lærði maður hvað fíknin er sterkt fyrirbæri. Þegar þú ert fíkill geturðu rænt og farið illa með ömmu þína, fíknin er óskiljanlegt fyrirbæri sem tekur yfir allt það góða.“ Eyrún: „En þrátt fyrir erfiðar tökur oft á tíð- um hjálpaði það okkur hve vel var haldið utan um okkur Elínu. Baldvin fylgdist vel með líðan okkar, hvernig við hefðum það, hvort við vær- um ósáttar við eitthvað, það var ómetanlegt. Því það komu dagar þegar maður kom heim og gat ekki annað en farið að skæla, þá var atburða- rásin svo hræðilega sorgleg. Þegar tökum lauk var hópurinn orðinn að eins konar annarri fjöl- skyldu og það var erfitt að segja skilið við þau. Hver átti að passa upp á mig núna?!“ Þessi heimur harðrar fíkniefnaneyslu, var hann ykkur algerlega framandi? Var hann öðruvísi en þið höfðuð ímyndað ykkur? Elín: „Ég komst að því að það sem ég hafði haldið og ímyndað mér um þennan heim, hvern- ig hann væri, var mjög fjarri raunveruleik- anum. Bæði kom mér á óvart að hver sem er getur endað í þessum sporum og stundum trúði maður því ekki að einhver sem maður spjallaði við ætti raunverulega þessa reynslu að baki.“ Eyrún: „Ég er mjög sammála því sem Bald- vin hefur sagt að það sé ekki hægt að hafa for- dóma eftir að maður hefur kynnt sér þennan heim, þetta gæti verið hver sem er og gæti al- veg eins verið ég, vinkona eða systir mín.“ Elín: „Svo er það aðgerðaleysið. Fíklar eru að lenda í alveg hræðilegustu hlutum, líkams- árásum og að brotið sé á þeim kynferðislega en af því að þeir eru í neyslu er viðmót kerfisins allt öðruvísi og ekkert gert til að hjálpa þeim. Þeir eru bara stimplaðir dópistar, málið er fíkniefnamál og ýtt út af borðinu. Jafnvel þótt það sé augljóst að þarna er viðkomandi fórn- arlamb. Þetta er lögleysa og það var áfall að heyra að þessar stelpur sem við spjölluðum við fyrir myndina hefðu ekki fengið hjálp þegar þær lentu í ýmsum hræðilegum hlutum.“ Sannleiksgildið gaf öllu tilgang Hvernig tilfinning var það að vita af því að þetta voru sannar tilvísanir og atburðir sem þið voruð að leika? Eyrún: „Það að þetta voru sannir atburðir hafði í raun úrslitavald þegar ég ákvað mig, hvort mig langaði raunverulega að leika í myndinni. Ég fann svo sterkt að þetta væri saga sem ætti að heyrast og það að hún byggir á sannsögulegum atburðum gerir myndina svo miklu sterkari. Bara að hugsa; það gekk í alvör- unni einhver í gegnum þetta styrkti mína ákvörðun. Um leið fannst mér ég vera að segja sögu fyrir hönd einhvers sem kannski getur ekki eða treystir sér ekki til að stíga fram og segja sögu sína.“ Elín Sif: „Ég er sammála því, það gaf þessu öllu einhvern tilgang. Vinir mínir spurðu mig til dæmis af hverju ég vildi eiginlega gera þetta. Ég myndi þurfa að vera nakin, „enn önnur dóp- istamyndin“ er lína sem fólk sló fram, án þess að vita neitt um það og svo framvegis. En myndin er svo miklu, miklu meira og það er svo sterkur tilgangur með þessari sögu. Baldvin hefur sagt frá því að honum finnist hann vera að klára það sem Kristín Gerður var byrjuð á. Hún hafði verið án fíkniefna í sex ár þegar hún lést og unnið að alls konar forvarnarstarfi, hún vildi að fólk vissi af þessum heimi. Þó að mér finnist að það hafi lengi verið þörf á að segja þessa sögu er eins og það hafi aldrei verið meiri þörf en einmitt nú í ár.“ Eyrún: „Ég er sammála. Alveg frá því að við fengum hlutverkin hefur mér aldrei fundist vera jafnmikið af óhugnaði og einmitt nú. Mað- ur er alltaf að heyra eitthvað, sjá eða lesa um unga krakka sem eru að falla frá vegna neyslu og ég hef á tilfinningunni að ungir krakkar sé jafnvel farnir að prófa hörð eiturlyf áður en þeir prófa að drekka.“ Erfitt að trúa sannleikanum Lof mér að falla, ný íslensk kvikmynd, fjallar um átakanlega atburði sem byggja á sönnum atburðum. Elín Sif Halldórs- dóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með vandasöm hlutverk ungra stelpna í harðri neyslu og undirbjuggu sig í langan tíma undir styrkri leiðsögn Baldvins Z. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir þykja ná ótrúlegri túlkun á í leik sínum í Lof mér að falla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.