Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Page 20
Heilgallinn sem Serena Williams klæddist á Opna
franska meistaramótinu sló ekki í gegn hjá öllum.
Bernard Giudicelli, formaður franska tennissambands-
ins, var ósáttur og bannaði gallann á síðari mótum.
Williams klæðist
óvenjulegum jakka
við tenniskjólinn.
Skórnir eru fram-
leiddir í tak-
mörkuðu upp-
lagi og taskan er
líka sérhönnuð
fyrir hana, en á
henni stendur
„AKA Queen“.
AFP
Tennisfatnaður nýtur vaxandi vinsælda
sem hversdagsklæðnaður og vekur sífellt
meira umtal, ekki síst í tilfelli afreks-
konunnar Serenu Williams, en vel er fylgst
með henni innan vallar sem utan.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Árið 1927 var tennistískan komin langt frá
síðkjólum aldamótanna. Enginn kjóll þarna.
Tennistískan um aldamótin
1900. Það lítur ekki út fyrir
að vera hentugt að spila
tennis í svona síðri flík.
Tennisfatnaðurhefur notið sí-vaxandi vin-
sælda að undanförnu.
Í nýrri skýrslu frá
Lyst kemur fram að
tískutengdum leit-
um að orðinu „tennis“ hefur
fjölgað um 59% miðað við síð-
asta ár. Tennispils, kjólar og
tennisstuttbuxur fyrir karlmenn
eru það sem mest er leitað að.
Serena Williams kynnti nýtt sam-
starf sitt við Nike á Opna banda-
ríska meistaramótinu. Hún er þekkt
fyrir að klæðast óvenju tískumeðvit-
uðum fötum á vellinum. Í þetta
skipti tekur hún þetta aðeins
lengra, en fatnaðurinn er hannaður
af Virgil Abloh, sem er einhver um-
talaðasti fatahönnuður heims um
þessar mundir, en hann er aðal-
hönnuður Off-White og listrænn
stjórnandi herrafatalínu Louis
Vuitton. Fatnaðurinn, sem
samanstendur af ósam-
hverfum tenniskjól með
tjullpilsi við glimmer-
strigaskó, hefur slegið í gegn.
Heilgallinn sem hún klæddist á
Opna franska meistaramótinu fyrr á
árinu vakti mikla athygli en Bernard
Giudicelli, formaður franska tennis-
sambandsins, bannaði gallann á síð-
ari mótum. Honum fannst gallinn
ekki bera nógu mikinn vott um virð-
ingu fyrir íþróttinni.
Mörgum þykir þetta vera hrein-
asta karlremba enda sé gallinn sér-
hannaður til þess að koma í veg fyrir
blóðtappa, sem Williams fékk tengd-
an meðgöngu. Nú klæðist hún í stað-
inn sérhönnuðum sokkabuxum sem
eiga að gera svipað gagn.
Það er sérstakt að kvenkyns
tennisleikarar þurfi helst að keppa í
einhverju sem líkist kjól. Það virðist
vera þrýstingur á konur að keppa í
slíkum klæðnaði þó að ekkert í
regluverkinu segi að þær megi ekki
klæðast stuttbuxum. Þar stendur
aðeins að fatnaðurinn þurfi að vera
hreinn og eitthvað sem þyki vera al-
mennt við hæfi sem tennis-
klæðnaður og getur hvert og eitt
meistaramót sett sínar eigin reglur.
Williams á
vellinum
árið 2004.
Hinn þekkti fatahönn-
uður Virgil Abloh
hannaði þessi föt í
samvinnu við Nike.
AFP
Toppurinn
að vera í
tennisfötum
Lilly Pulitzer hefur síðustu ár
boðið upp á tennisfatnað.
Úr línu sem Forever
21 gerði í samvinnu
við Wilson og kom á
markað í ágúst.
AFP
Annar al-
klæðnaður
úr línu frá
sænska
fatamerk-
inu Björn
Borg.
Það kemur
ekki á óvart
að tennisföt
séu í línu sem
ber nafnið
Björn Borg. Tenniskjóll úr
vorlínunni hjá
Christian Dior
árið 1996.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018
HÖNNUN OG TÍSKA