Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 MATUR Getty Images/iStockphoto Í mínum huga eru epli og hnetusmjör fullkomnasta tvíeyki jurtaríkisins. Dag- urinn sem ég uppgötvaði að hægt væri að bæta hnetusmjöri í hefðbundna eplakökuuppskrift var góð- ur dagur. Vissulega má gera eigið smjördeig en þessi uppskrift er fyrir þá sem eru gráðugir og geta ekki beðið. 1 pakki smjördeig 3-4 epli, gott að blanda sam- an grænum og rauðum 120 g sykur ½ tsk. kanill 30 g hveiti YFIRBREIÐSLA 75 g haframjöl 40 g púðursykur 40 g hveiti ½ tsk. kanill salt á hnífsoddi 80 g smjör 120 g gróft hnetusmjör Hitið ofninn í 200°C. Flysj- ið og kjarnhreinsið eplin og skerið í báta. Blandið sykri, kanil og hveiti saman í skál og blandið saman við eplin. Í aðra skál skal blanda saman haframjöli, púðursykri, hveiti, kanil og salti. Bræðið saman smjör og hnetusmjör við vægan hita. Blandið smjörblöndunni saman við haframjölsblönduna. Fletjið smjördeigið út þannig að það passi í hring- laga form, smyrjið formið vel og þrýstið deiginu í botninn og upp meðfram búnum. Raðið eplunum of- an í og hafið þykkustu bit- ana í miðjunni. Hellið hafra- blöndunni yfir og bakið í 35-40 mínútur. Eplakaka þess sem dáir hnetusmjör Ástæðan fyrir því að ég ferðast oft til Suður- Þýskalands er epladeigsrúlla, eða hin dásamlega „Apfel- strudel“, sem upprunnin er í Austurrísk-ungverska keis- aradæminu. Elsta uppskriftin að réttinum er frá 17. öld og hefur haldið vinsældum sín- um alla tíð síðan á þeim svæðum sem eitt sinn til- heyrðu keisaradæminu og nálægum byggðarlögum. Ég hef reynt að baka kökuna eftir nokkrum uppskriftum og þessi hér, sem ég man því miður ekki lengur hvar ég fann, hefur virkað best: DEIG 80 ml volgt vatn 15 ml bragðdauf grænmetis- olía (til dæmis repjuolía) ½ tsk. hvítvínsedik salt á hnífsoddi 1 bolli hveiti ½ tsk. grænmetisolía til að smyrja skálina og deigkúluna Blandið öllum hráefnum saman og hnoðið afar vel, í 10 mínútur, gott er að nota hnoðara í matvinnsluvél. Sláið deiginu hnoðuðu nokkrum sinnum í hreint vinnuborðið, en deigið þarf að vera orðið vel teygjanlegt áður en óhætt er að hætta að hnoða og slá það. Mótið fallega kúlu úr deig- inu, penslið hreina skál með olíu og setjið deigið ofan í. Penslið á deigkúluna líka með smá olíu. Lokið skálinni með sellófan og geymið deigið við stofuhita í klukku- stund. FYLLING 40 g ósaltað smjör 80 g bolli franskbrauðsmylsna 65 g sykur ½ tsk. kanill 3 msk. rúsínur 1 msk. romm og 1 msk. vatn (allt í lagi að nota einungis vatn) 800 g sæt og góð epli ½ msk. sítrónusafi 2 msk. bráðið smjör til að pensla deigið með smá flórsykur Leggið rúsínurnar í bleyti í romm- og vatnsblöndunni þar til þær eru uppblásnar og mjúkar. Bræðið 40 g af ósaltaða smjörinu og bland- ið saman við brauðmylsnu, sykur og kanil. Fletjið deigið út eins þunnt og mögulegt er, helst þannig að það sé gegnsætt, gott er að taka það öðru hverju upp og teygja vel á því með hönd- unum, passið að hveitistrá vinnuborðið reglulega svo það fari ekki að festast við. Leggið á borðið og smyrjið helming yfirborð deigsins með bráðna smjörinu og dreifið svo kanilblöndunni á hinn helminginn, passið að bera blönduna þannig á að hún fari ekki of langt út að brúnunum, skiljið 3-4 cm auða við endana. Flysjið epl- in, fjarlægið kjarnann og skerið í fremur þunna báta. Dreifið eplunum yfir kanil- blönduna og stráið rúsínun- um yfir. Nú skal bretta lá- rétta enda deigsins inn, auða hlutann ofan á, þannig að fyllingin fljóti ekki út þegar farið er að rúlla upp. Þá skal rúlla öllu upp og byrja á end- anum þar sem fyllingin er. Færið rúlluna yfir á smjör- pappír, penslið með smjöri og bakið í 25-30 mínútur við 190 °C. Leyfið rúllunni að kólna örlítið og sigtið örlít- inn flórsykur yfir til skrauts. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma, fallegt er að skreyta með fersku basil. Alvarlega góð Apfelstrudel Eplakökur með þessu aukalega Eplakökur sameina fólk, því það mannsbarn er varla til sem kann ekki að meta heita, kanililmandi eplaköku. Nú er eplauppskera um víða veröld og því er einkar viðeigandi að skella í góða eplaköku Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.