Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 LESBÓK Andrea Berntzen er aðeins tvítug en hef-ur þó mögulega tekist á við erfiðastahlutverk sitt sem leikkona. Berntzen fer með aðalhlutverk norsku kvikmyndarinnar Utøya 22. juli, eða Útey 22. júlí, eftir leikstjór- ann Erik Poppe, sem frumsýnd var á kvik- myndahátíðinni í Berlín í febrúar og hér á landi í gær, föstudag, í Bíó Paradís. Í myndinni segir af fjöldamorðum hryðju- verkamannsins Anders Behring Breivik þenn- an dag, 22. júlí árið 2011, á 69 ungmennum á eyjunni Útey. Áður hafði hann sprengt bíl- sprengju fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra í Ósló og létust þar átta. Í Útey stóð yfir sam- koma ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins þegar Breivik hóf að skjóta alla sem fyrir hon- um urðu, en auk þeirra sem féllu særðust um 200. Í kvikmynd Poppe er fyrst og fremst fjallað um voðaverkin í Útey og hefur aðferð leikstjór- ans ekki síður vakið athygli en umfjöllunar- efnið, því myndin var tekin í einni töku sem stóð yfir í 72 mínútur, jafnlengi og árás Breivik á eyjunni, frá því hann hóf að skjóta á ungmennin þar til lögreglumönnum tókst að yfirbuga hann. Óskiljanlegt og óraunverulegt Berntzen hefur enga leiklist lært en var í leik- félagi í framhaldsskóla þegar hún var beðin um að koma í prufur fyrir kvikmyndina. Svo vel heppnuðust þær að henni var boðið aðal- hlutverk myndarinnar, hlutverk Kaju. „Eftir að ég lék í myndinni fór ég í eins árs nám í leiklistarskóla og er núna að skrifa leikrit og framleiða, auk þess að leika í því,“ segir Berntzen en hún var 19 ára þegar hún lék í kvikmynd Poppe. Berntzen segir kvikmyndina ekkert klippta og algjörlega án tónlistar. „Myndavélin fylgir Kaju, 18 ára stúlku sem ég leik og er á eyjunni með yngri systur sinni. Hún er að leita að syst- ur sinni alla myndina,“ segir hún. Handritið er byggt á frásögnum eftirlifenda og heimildum sem handritshöfundar kynntu sér og segir Berntzen að myndin fylgi því hin- um raunverulegu atburðum eins nákvæmlega og hægt er, án þess að notast við raunverulegar persónur eða nöfn. Leikkonan unga er spurð að því hversu göm- ul hún hafi verið þegar voðaverkin voru framin og hversu vel hún muni eftir fréttum af þeim og umfjöllun. „Ég var 13 ára og á leið heim úr sumarbústað þegar ég heyrði fréttir í útvarpi af sprengjutilræðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem við fréttum af skotárásinni og því sem hafði gerst í Útey,“ segir Berntzen. Henni hafi þótt þetta nær óskiljanlegt og óraunverulegt að einn maður hafi valdið þessu mikla manntjóni. „Ég vissi að ástandið væri hættulegt og alvarlegt en ég er ekki viss um að ég hafi búið yfir nægum þroska til að átta mig á því hversu hræðilegt þetta var. Það var ekki fyrr en ég tók að mér hlutverkið í myndinni og fór að ræða við eftirlifendur og kynna mér vel heimildir, til dæmis með því að horfa á mynd- bönd og heimildarmyndir, að ég gerði mér raunverulega grein fyrir því hvað gerðist.“ Tortryggin í fyrstu Berntzen segir mikla ábyrgð fylgja því að leika í kvikmynd á borð við þessa og þá meðal annars gagnvart ættingjum og vinum fórnarlamba Breivik. Margir þeir sem lifðu árásina af eigi enn um sárt að binda og muni mögulega aldrei ná sér að fullu. En hver voru viðbrögð hennar þegar hún heyrði fyrst af því að gera ætti kvikmynd um fjöldamorðin í Útey? „Ég var afar gagnrýnin,“ svarar Berntzen en segist þó hafa þegið boðið um að mæta í leikprufur. „Ég veit núna að Erik Poppe er frægur leikstjóri hér í Noregi en þekkti ekkert til hans á þessum tíma. Ég var virkilega tortryggin gagnvart þessu öllu saman og óttaðist að þetta yrði dæmigerð Hollywood- mynd með tilheyrandi glamúr sem myndi ekki sýna umfjöllunarefninu sóma. En eftir að hafa fengið punkta frá Erik þar sem hann lýsti fyrir- ætlunum sínum og þá meðal annars að hann ætlaði að taka myndina í einni töku og án tón- listar, áttaði ég mig á því hvað vakti fyrir hon- um og að hann bæri hag eftirlifenda fyrir brjósti.“ –Hvaða skýringar gaf hann þér fyrir því að beita þessari aðferð, að gera myndina í einni langri töku? „Þegar hann var að afla sér heimilda fyrir hana talaði hann við marga eftirlifendur. Þeir héldu sér á lífi í 72 mínútur án þess að fá nokkra hjálp, þetta stóð það lengi yfir. Það er mjög langur tími og það er erfitt að lýsa tíma í kvik- mynd því hægt er að klippa hana og ferðast um í tíma, fara frá einu tímabili til annars. Að gera þetta í einni töku var því mjög mikilvægt upp á að gefa áhorfendum tilfinningu fyrir tímanum, hversu langan tíma þetta tók og til að ljá mynd- inni trúverðugleika,“ svarar Berntzen. Ein taka á dag Hún segir þrjá eftirlifendur fjöldamorðanna hafa verið viðstadda tökurnar og bent á hvað betur mætti fara. Leikurum hafi til dæmis verið bent á að þeir önduðu of hátt og létu of mikið í sér heyra. Eins og gefur að skilja var kvik- myndin ekki tekin upp á Útey, þar sem það hefði reynst bæði eftirlifendum og aðstand- endum hinna látnu of þungbært. –Þessi einnar töku aðferð hlýtur að hafa kall- að á miklar æfingar og undirbúning. Hversu langt var þetta ferli? „Það má líkja þessu við að setja upp leikrit og æfa fyrir frumsýningu. Þetta krefst strangra æfinga og við skiptum handritinu niður og æfð- um eitt atriði í einu, eitt á dag með leikstjóran- um og stundum líka með kvikmyndatökuvél. Við æfðum í tvo mánuði og vorum svo í tökum í fimm daga. Við náðum bara einni töku á dag þannig að við tókum kvikmyndina í raun upp fimm sinnum,“ segir Berntzen. –Þið hljótið að hafa verið uppgefin eftir hverja töku, þú og hinir leikararnir? „Já, og þess vegna gátum við bara tekið upp einu sinni á dag. Við vorum uppgefin, líkamlega og andlega og því voru geðlæknar alltaf til- tækir, reiðubúnir að aðstoða okkur og þá sér- staklega yngstu leikarana, yngstu börnin. Þau gátu átt erfitt með að átta sig á því að tökum væri lokið og voru stundum enn í hlutverki. Frásögnin er átakanleg og erfitt að kúpla sig út þegar hrópað er „klippa“,“ svarar Berntzen. Hún segir reynsluna af því að leika í mynd- inni engu líka og erfitt að setja sig í spor Kaju. „Ég reyndi að ímynda mér hvernig það væri að eiga síðasta samtal mitt við móður mína. Ég á líka yngri bróður og reyndi að ímynda mér hvernig væri að hlaupa um eyjuna í örvænt- ingarfullri leit að honum. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ segir Berntzen, sem ætlar engu að síður að leggja leiklistina fyrir sig. Mikil spenna í salnum Berntzen er spurð út í viðbrögð foreldra ung- mennanna sem voru myrt við kvikmyndinni og segir hún að þau hafi að mestu verið jákvæð. „Við vorum með sýningu fyrir þá sem lifðu af og ættingja hinna látnu áður en kom að frum- sýningu og fengum mikil viðbrögð. Þau voru af- skaplega jákvæð,“ segir hún. –Myndin hlaut líka góðar viðtökur í Berlín? „Jú, en á fyrstu sýningu, fyrir gagnrýnendur og blaðamenn, púuðu einhverjir. Ég veit ekki hvers vegna og var ekki viðstödd þá sýningu en á frumsýningunni sjálfri, sem 1.600 manns sóttu, var mikil spenna og viðbrögð mjög góð.“ Berntzen segir marga þá sem lifðu árásina af enn eiga um sárt að binda en mæti, því miður, oft skilningsleysi og séu hvattir til að horfa fram á veginn og reyna að gleyma þessum skelfilega degi, 22. júlí árið 2011. Vonandi muni þessi kvikmynd sýna þeim sem ekki upplifðu hryllinginn hversu mikil illska var þarna á ferð. Berntzen á yngri bróður sem er tíu ára og segir að hann fái að horfa á myndina þegar hann hafi aldur til. „Ég vona að kvikmyndin verði hans kynslóð og komandi kynslóðum mikilvæg,“ segir leikkonan unga að lokum. Andrea Berntzen í hlut- verki Kaju í Útey, 22. júlí. 72 mínútur 22. júlí síðastliðinn voru sjö ár liðin frá því að Anders Behring Breivik skaut 69 ungmenni til bana í Útey í Noregi. Norsk kvik- mynd um fjöldamorðin hefur vakið mikla athygli og umtal. Aðalleikkona hennar segir hlutverkið hafa tekið mikið á andlega. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ’ Við vorum uppgefin, líkam-lega og andlega og því vorugeðlæknar alltaf tiltækir, reiðu-búnir að aðstoða okkur og þá sér- staklega yngstu leikarana, börnin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.