Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 LESBÓK MÁLMUR Ozzy Osbourne lætur engan bilbug á sér finna enda þótt gamla málmgoðið sé að verða sjötugt í desember. Söngvarinn er nú á kveðjutónleikaferðalagi um heiminn og upplýst var á dögunum að engir aðrir en Judas Priest yrðu sérstakir gestir á Evrópuleggnum eft- ir áramót. No More Tours 2 kallast túrinn (hann lagði upp í No More Tours 1 fyrir allmörgum árum) en þrátt fyrir yfirskriftina þvertekur Ozzy fyrir að hann sé að rifa seglin; hann sé bara að hætta að heimstúra. Hann muni áfram semja tónlist, hljóðrita og taka eitt og eitt smærra gigg. „Þessi lokatúr er kveðjustund fyrir aðdá- endur mína og alla þá sem hafa haft yndi af tónlist minni undanfarin fimmtíu ár,“ er haft eftir kappanum í yfir- lýsingu. Enginn bilbugur á Ozzy Ozzy gamli Osbourne er engum líkur. Reuters SJÓNVARP Emma Stone og Jonah Hill fara með aðalhlutverkin í nýrri svartri kómedíu- seríu, Maniac, sem frumsýnd verður á efnis- veitunni Netflix seinna í mánuðinum. Þætt- irnir byggja á samnefndum norskum þáttum og herma af karli og konu sem ekki hafa átt sjö dagana sæla í lífinu vegna alls kyns vanda- mála sem þó eru af ólíku tagi. Nú sjá þau leið- ina til betra lífs hins vegar í hillingum eftir að þeim býðst að taka þátt í tilraun með nýtt og dularfullt lyf sem hermt er að geti lagað hvað- eina sem amar að fólki. Cary Fukunaga leik- stýrir og The Guardian spáir því að hér sé flippaðasti nýi þáttur haustsins á ferðinni. Lyf sem læknar allt sem amar að fólki Emma Stone og Jonah Hill í Maniac-þáttunum. Netflix Margrét Blöndal stjórnar Veröld sem var ásamt Felix Bergssyni. Best í heimi RÚV Best í heimi er yfirskrift fjórða hluta þáttaraðarinnar Ver- öld sem var, sem sýnd er á sunnu- dögum. „Á árunum í kringum 2007 var Íslendingum hrósað fyrir ýmsa kosti. Aðlögunarhæfni, þrautseigju, sköpunargleði, bjartsýni, tjáningar- frelsi, óútreiknanlega hegðun, nátt- úrulegan kraft og agaleysi. Allir vita hvernig það partí endaði en er eitthvað til í þessu? Eigum við sterkustu karlana og fegurstu kon- urnar?“ segir í kynningu. SJÓNVARP SÍM- ANS Tvær vinsæl- ar seríur eru á dagskrá á sunnu- dagskvöldum um þessar mundir; annars vegar Bil- lions með Damian Lewis og Paul Gia- matti í aðal- hlutverkum og hins vegar The Handmaid’s Tale, þáttaröð sem byggð er á skáldsögu eftir Marg- aret Atwood. Sagan gerist í náinni framtíð þegar ófrjósemi er farin að breyta heimsmyndinni. Í kjölfar borgarastyrjaldar í Bandaríkjunum eru konur sem taldar eru frjósamar hnepptar í ánauð og þvingaðar til að eignast börn fyrir yfirstéttina. Elizabeth Moss leikur aðalhlutverk. Tvær vinsælar Elizabeth Moss STÖÐ 2 Death Row Stories eru ný- ir heimildarþættir sem sýndir eru á sunnudagskvöldum, þar sem fjallað er um alríkisglæpi sem varða við dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Í hverjum þætti er nýtt mál kynnt til sögunnar og brotið til mergjar. Meðal framleiðanda er leikstjórinn og leikarinn Robert Redford og þul- ur er leikkonan Susan Sarandon. Susan Sarandon er þulur þáttanna. Á dauðadeild Þetta er algjört brjálæði ogskaðlegt á tímum þegarminna þarf þjóðina á það hverju við fáum áorkað þegar við vinnum saman. Bandaríska þjóðin greiddi fyrir þennan leiðangur sem farinn var á geimflaug sem smíðuð var af Bandaríkjamönnum á grunni bandarískrar tækni og hugvits og um borð voru bandarískir geimfar- ar. Þetta var ekki leiðangur á veg- um Sameinuðu þjóðanna.“ Þannig komst öldungadeild- arþingmaðurinn og repúblikaninn Marco Rubio að orði á Twitter en umfjöllunarefnið er ný kvikmynd um líf og störf Neils Armstrongs, fyrsta mannsins sem steig fæti á tunglið, og frumsýnd var á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum á dög- unum. Myndin, sem heitir einfald- lega First Man, er ekki komin í almennar sýningar í Bandaríkj- unum en það sem fer fyrir brjóstið á Rubio er sú staðreynd að Arm- strong og félagar eru ekki sýndir reisa bandaríska fánann upp á tunglinu þennan sögulega dag, 21. júlí 1969. Flaggið mun þó sjást í bakgrunni þegar geimfararnir spóka sig á tunglinu í myndinni. Fleiri sakna þessa fræga augna- bliks. Sjónvarpskonan Ainsley Ear- hardt á Fox News líkir málinu við mótmæli þeldökkra leikmanna í NFL-deildinni, sem krupu á kné undir þjóðsöngnum á leikjum í fyrra. „Þeim þykir Bandaríkin ekki stórkostleg,“ segir hún. „Þeir vilja krjúpa á kné frammi fyrir fánanum og þjóðsöngnum. Þeir eru smeykir við að nota bandaríska fánann. Þetta er Hollywood.“ Buzz Aldrin, sem kom fast á hæla Armstrongs þennan merka dag, hefur ekki tjáð sig beint um mynd- ina en röð myllumerkja sem hann skellti á Twitter hafa verið túlkuð á þann veg að hann sé ósáttur. #stolt- uraðverabandaríkjamaður, #frelsi, #júlí1969, svo dæmi séu tekin. Afrek mannkyns Ryan Gosling, sem fer með hlutverk Armstrongs í myndinni, segir tungl- lendinguna hafa náð út fyrir mörk þjóða og landamæra. „Almennt var litið á hana sem afrek alls mannkyns og þannig kjósum við að líta á það,“ segir hann í samtali við breska blað- ið The Daily Telegraph. Hann kveðst heldur ekki halda að Armstrong hafi litið á sig sem „bandaríska hetju“. „Af samtölum mínum við fjölskyldu hans og fólk sem þekkti hann að dæma var það þveröfugt. Og við vildum að myndin endurspeglaði Neil,“ bætir Gosling við en tekur fram að ef til vill sé hann ekki rétti maðurinn til að svara þessu þar sem hann sé frá Kanada. Fram hefur komið að sonum Armstrong þykir myndin ekki óamerísk og andvíg bandarískum gildum. „Þetta er mannleg saga og hún er alþjóðleg,“ segir í yfirlýsingu frá Rick og Mark Armstrong, sem ævisöguritari föður þeirra, James R. Hansen, skrifar einnig undir. „Að sjálfsögðu undirstrikar hún afrek Bandaríkjamanna sem er um leið afrek „alls mannkyns“, eins og segir á skildinum sem Neil og Buzz skildu eftir á tunglinu.“ Leikstjórinn, Damien Chazelle, svaraði gagnrýninni á samfélags- miðlum og kvaðst hafa tekið þá ákvörðun að leggja ekki áherslu á þennan gjörning, að stinga fánanum í yfirborð tunglsins. „Svarið við spurningunni um það hvort það sé pólitísk yfirlýsing er hins vegar nei. Markmið mitt með þessari mynd var að deila með áhorfendum óséð- um og óþekktum hliðum á tungl- verkefni Bandaríkjanna – einkum og sér í lagi persónulegri sögu Neils Armstrong og hvað hann var að hugsa og hvernig honum var innan- brjósts meðan þessar sögulegu klukkustundir liðu.“ Ryan Gosling í hlut- verki Neils Arms- trongs í First Man. Universal Pictures Ekki flaggað á tunglinu Áður en hún er komin í kvikmyndahús í Bandaríkjunum er ný mynd um Neil Armstrong og fyrstu tunglgönguna orðin að þrætuepli, einkum vegna þess að augnablikið þegar bandaríska fánanum var stungið í yfirborð tunglsins er þar alls ekki að finna. Fagleg eða pólitísk ákvörðun hjá leikstjóranum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Damien Chazelle er Bandaríkja- maður af frönsku og kanadísku for- eldri. Hann er fæddur árið 1985 og gerði sína fyrstu kvikmynd, Guy and Madeline on a Park Bench, ár- ið 2009. Chazelle hefur slegið ræki- lega í gegn með tveimur síðustu myndum sínum, fyrst trommu- dramanu Whiplash 2014, þar sem hann byggði á eigin reynslu, og síð- an söngvamyndinni La La Land ár- ið 2016. Frægasta ekki-óskars- verðlaunamynd allra tíma. First Man er byggð á bókinni First Man: The Life of Neil A. Armstrong, sem James R. Han- sen skrifaði um tunglfarann og kom út árið 2005. Leikstýrði La La Land Armstrong og Aldrin koma bandaríska fánanum fyrir á tunglinu 21. júlí 1969.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.