Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Síða 37
9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
ROKK Steve Perry, sem kunnastur er fyrir að hafa verið
söngvari bandaríska rokkbandsins Journey, er í þann mund
að snúa aftur eftir að hafa hvílt raddböndin í meira en tvo
áratugi. Von er á nýrri sólóskífu frá kappanum í byrjun næsta
mánaðar, Traces, en Perry söng síðast inn á plötuna Trial by
Fire með Journey árið 1996. Í samtali við bandarísku útvarps-
stöðina 106.7 Lite FM viðurkennir Perry að hann hafi ekkert
sungið í millitíðinni og það hafi verið átak að dusta rykið
af röddinni, ef svo má að orði komast. Almennur
leiði varð á sínum tíma til þess að Perry dró sig í
hlé en fyrir um tveimur árum kviknaði neistinn
aftur. Spurður hvort hann hefði áhuga á að troða
upp með Journey á ný var söngvarinn fljótur til
svars: „Nei, leiðir okkar hafa skilið.“
Steve Perry snýr aftur
Steve Perry
er orðinn
69 ára gamall.
Getty Images
KVIKMYNDIR Nýjustu mynd bandaríska
leikstjórans Pauls Feigs er beðið með eftir-
væntingu, en eftir að hafa malað gull með
gamanmyndum á borð við The Bridesmaids,
The Heat og Ghostbusters reynir hann sig
við spennuna í A Simple Favor, sem frum-
sýnd verður vestra í næstu viku. Anna Kend-
rick fer þar með hlutverk konu sem fær aðra
konu, sem Blake Lively leikur, á heilann. Allt
fer svo á yfirsnúning þegar sú síðarnefnda
hverfur sporlaust. Hefur sjónvarpsstjarnan
eiginmaður hennar myrt konuna eða býr
eitthvað annað að baki? Myndin er byggð á
samnefndri skáldsögu eftir Darcey Bell.
Kona hverfur í nýjustu mynd Feigs
Anna Kendrick stendur í stórræðum í nýrri mynd.
AFP
Í glysrokköldunni sem gekk yfirheiminn snemma á áttunda ára-tugnum var breska bandið The
Sweet (eða einfaldlega Sweet, eins og
það var oftast kallað) framarlega í
flokki. Naut almennrar lýðhylli
beggja vegna Atlantsála og kom
hvorki fleiri né færri en þrettán lög-
um á topp 20 í Bretlandi. Má þar
nefna Wig-Wam Bam, Block Buster!,
The Ballroom Blitz, Teenage Ram-
page og Fox on the Run.
Sweet var stofnuð í Lundúnum ár-
ið 1968 af söngvaranaum Brian Con-
nolly og trymblinum Mick Tucker og
skömmu síðar bættist bassaleikarinn
Steve Priest í hópinn. Hvorki gekk né
rak til að byrja með, ýmsir gítarleik-
arar voru prófaðir og lög gefin út án
þess að þau kæmu fram á skjálfta-
mælum. Það var ekki fyrr en gítar-
leikarinn Andy Scott, sem leikið hafði
með bítilbróðurnum Mike McCart-
ney, gekk til liðs við Sweet sumarið
1970 og tekið var upp samstarf við
lagahöfundana Nicky Chinn og Mike
Chapman og upptökustjórann Phil
Wainman að hjólin fóru að snúast.
Steve Priest getur þess raunar í end-
urminningum sínum að þeim hafi lit-
ist rétt mátulega á Scott, sem mætti
illa tilhafður í áheyrnarprufuna og
byrjaði á því að sprengja öryggið í
magnaranum sínum. En síðan byrj-
aði hann að spila og málið var dautt.
Kúlutyggjórokk
Til að byrja með var tónlistin létt
rokk sem á þeim tíma var gjarnan
kennt við kúlutyggjó og Sweet lagði
allt í sölurnar til að toppa bönd á borð
við Queen, Slade og T. Rex þegar
kom að klæðaburði á sviði. Glysinu
var þyrlað upp. Chinn og Chapman
vildu ólmir keyra á þeirri ímynd en
Sweet-liðar voru aldrei sáttir við
hana. Að því kom að leiðir skildu og
um miðjan áttunda áratuginn fór
Sweet að aðhyllast harðara rokksánd
í anda átrúnaðargoða sinna, The
Who. Og að semja lögin sjálfir. Fyrst
um sinn kom það ekki niður á vin-
sældum sveitarinnar en er leið á ára-
tuginn fjaraði þó hratt undan Sweet.
Í því sambandi vann hegðun Con-
nollys söngvara ekki með bandinu en
hann þróaði snemma með sér alkó-
hólisma. Við upptökur á plötunni
Sweet Fanny Adams árið 1974 þurftu
Priest og Scott að leiða sönginn í
nokkrum lögum, þar sem Connolly
gat ekki beitt sér að fullu eftir að hafa
slasast á hálsi í áflogum.
Stöðugt seig á ógæfuhliðina og eft-
ir að Connolly dó áfengisdauða á
miðjum tónleikum í Bandaríkjunum
árið 1978 var ljóst hvert stefndi. Hin-
ir þrír létu þó engan bilbug á sér
finna og kláruðu giggið eftir að Con-
nolly hafði verið borinn af sviði.
Connolly fékk lokatækifæri við
upptökur á plötunni Cut Above the
Rest árið 1979 en söngur hans stóðst
ekki kröfur og hann yfirgaf bandið
áður en platan kom út.
Hinir héldu áfram sem tríó og gáfu
út tvær plötur í viðbót en Sweet var
aðeins skugginn af sjálfri sér. Bandið
lagði loks upp laupana árið 1982.
Þekkti ekki söngvarann
Menn reyndu fyrir sér einir síns liðs
en án teljandi árangurs. Hver í sínu
lagi voru menn ekkert sérstaklega
„sweet“. Mike Chapman, gamli laga-
höfundurinn þeirra, náði þeim reynd-
ar öllum saman árið 1988 með mögu-
lega endurkomu í huga. Þau áform
voru andvana fædd en Chapman bar
ekki einu sinni kennsl á Connolly á
flugvellinum í Los Angeles, þangað
sem mannskapnum var stefnt, svo
grátt hafði Bakkus leikið hann.
„Hvaða gamli maður er þetta með
ykkur?“ á hann að hafa spurt.
Connolly sálaðist árið 1997 og var
banamein hans ýmsir kvillar af völd-
um ofneyslu áfengis. Flest líffæri
voru hætt að starfa sem skyldi og
hvert hjartaáfallið rak annað. Hann
var 51 árs gamall.
Fimm árum síðar féll Tucker í val-
inn eftir baráttu við hvítblæði.
Ekki er víst að öllum sé það ljóst
en Sweet hefur starfað í ýmsum
myndum frá árinu 1985. Fyrst setti
Brian Connolly sína útgáfu af band-
inu saman og starfrækti hana undir
nafninu New Sweet til dauðadags.
Andy Scott mátti ekki vera minni
maður og stofnaði sína útgáfu ári síð-
ar, Andy Scott’s Sweet, ásamt Tuc-
ker og fleirum, meðal annarra Paul
Day, sem var fyrsti söngvari Iron
Maiden. Nei, ekki Paul Di’Anno,
heldur Paul Day. Hefur sú útgáfa
starfað fram á þennan dag, mestan-
part í Evrópu.
Ljótt er að skilja Ameríku út und-
an, þannig að Steve Priest, sem lengi
búið hefur þar, hlóð í enn eina útgáf-
una, Steve Priest’s Sweet, fyrir ára-
tug og starfar hún enn. Túrar mest
um Bandaríkin og Kanada.
Scott er 69 ára en Priest sjötugur.
Sweet hafði víðtæk áhrif á önnur
bönd, ekki síst seinni bylgjuna í glys-
rokkinu á níunda áratugnum. Þannig
hefur Íslandsvinurinn W. Axl Rose
tilgreint þá sem eitt af sínum uppá-
haldsböndum á uppvaxtarárunum.
Og lögin lifa, meðal annars með
hjálp vinsælla bíómynda. Þannig
heyrðist The Ballroom Blitz í stikl-
unni fyrir Suicide Squad árið 2016 og
sama ár var Fox on the Run notað í
stiklunni fyrir Guardians of the Ga-
laxy Vol. 2.
Rándýrt. Og dísætt. orri@mbl.is
Sweet í fullum herklæðum snemma á áttunda áratugnum: Steve Priest, Mick
Tucker, Andy Scott og Brian Connolly. Tucker og Connolly eru látnir.
Steve Priest bassaleikari heldur
uppi heiðri Sweet í Ameríku.
Andy Scott hefur engu gleymt og
túrar grimmt með sitt Sweet.
HVAÐ VARÐ UM SWEET?
„Hvaða gamli
maður er þetta
með ykkur?“
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir:
Byko, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.