Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Epicurean skurðarbretti
Verð frá 2.690 kr.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fyrsti landsfundur Flokks fólksins
fór fram um helgina í Reykjavík og
lauk síðdegis í gær. Inga Sæland
var endurkjörin formaður flokksins
og Guðmundur Ingi Kristinsson
endurkjörinn varaformaður.
Mikil gleði var ríkjandi á lands-
fundinum að sögn Ingu, sem lýsti
yfir miklu þakklæti í garð fund-
argesta.
„Þrír eru nýkomnir í stjórn, þar
má nefna Jónínu Óskarsdóttur sem
er búin að vera lifandi í starfi eldri
borgara í 16 ár, hún hefur mikla
reynslu og þekkingu. Það er það
sem við erum að sjá meira í Flokki
fólksins. Fleiri bætast við með
reynslu og þekkingu, fagaðilar á
þessum sviðum sem við erum að
berjast í,“ segir Inga.
Réttindi verði virt
Aðalbaráttumál flokksins voru
rædd á fundinum, auk þess sem
nefndarvinna fór fram og stjórn-
málaályktanir voru lagðar fram. Í
þeim kom m.a. fram að stjórnar-
skrárvarin réttindi öryrkja og eldri
borgara yrði að virða í hvívetna. Af-
nema ætti skerðingar greiðslna
milli almannatrygginga og lífeyris-
sjóða til einstaklinga og fella brott
frítekjumark vegna atvinnutekna.
Þá vilji flokkurinn að fullt samráð
verði haft við hagsmunasamtök ör-
yrkja um nýtt starfsgetumat, m.a.
með því að koma á miðstöð starfs-
getu og endurhæfingar.
„Það sem við erum alltaf að berj-
ast fyrir er fæði, klæði og húsnæði
fyrir alla, það eru grunnþarfir
þegnanna. Við viljum útrýma þjóð-
arskömminni, fátækt, og hætta að
skattleggja þessa miklu þjóðar-
skömm sem fátæktin er,“ segir
Inga.
Ný í stjórn flokksins eru Karl
Gauti Hjaltason, Jónína Óskars-
dóttir og Kolbrún Baldursdóttir.
Karl Gauti hefur verið alþingis-
maður Flokks fólksins í Suður-
kjördæmi síðan 2017 en Kolbrún
Baldursdóttir er borgarfulltrúi
flokksins.
Inga Sæland endurkjörin formaður
Fyrsti landsfundur Flokks fólksins fór fram um helgina Stjórnin nánast endurkjörin, þrír nýir í stjórn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forysta Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson voru endurkjörin for-
maður og varaformaður Flokks fólksins á landsfundi flokksins í gær.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Staðan á heimskortinu er að
breytast og Norður-Atlantshafið
er í deiglunni. Rússar seilast nú til
aukinna áhrifa og í því felast ógn-
ir. Tækifærin eru hins vegar þau
að nú styttist í að siglingaleiðin
um norðurpólinn til Kyrrahafsins
opnist og þá gjörbreytist staða
vestnorrænu ríkjanna þriggja,
Færeyja, Íslands og Grænlands,“
segir Bryndís Haraldsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
fulltrúi í vestnorræna þingmanna-
ráðinu. Ársfundur þess var hald-
inn í síðustu viku í Þórshöfn í Fær-
eyjum þar sem sameiginleg
málefni þessara þriggja ríkja voru
rædd.
Velsæld blasir
við í Færeyjum
Aðstæður í Færeyjum eru um
margt líkar því sem gerist til
dæmis úti á landi hér á Íslandi, að
sögn Bryndísar. Í dag ríki velsæld
í Færeyjum, eins og blasi við þeg-
ar farið sé um byggðir þar. Fisk-
veiðar og -eldi skili miklu og hafi
Íslendingar lengi átt nokkra hlut-
deild í sjávarútvegi í Færeyjum.
Það kunni þó að breytast skv. lög-
um sem samþykkt voru á Lög-
þinginu fyrr á árinu. Þar er kveðið
á um að útlendingar þurfi að losa
eign sína í sjávarútvegsfyrir-
tækjum í landinu innan sjö ára
sem er þó í mótsögn við Hoyvíkur-
samninginn um fríverslun milli
Færeyinga og Íslendinga.
„Færeyingar virðast ósáttir
við Hoyvíkursamninginn og utan-
ríkisráðherra þeirra, Poul Michel-
sen, lætur liggja að uppsögn. End-
urskoðun samningsins hefur verið
í umræðunni en ekkert þokast
áfram, svo margt er í lausu lofti.
Að öðru leyti deilum við mörgu
með Færeyingum; þangað flytjum
við matvæli, íslensku skipafélögin
eru með ýmsa starfsemi í landinu
og margvísleg þjónustuviðskipti
eiga sér stað,“ segir Bryndís og
heldur áfram.
„Í Færeyjum er ferðaþjón-
ustan í vexti, til dæmis komur
skemmtiferðaskipa. Á öllu vest-
norræna svæðinu er horft til þess
að tryggja öryggi í þeim sigl-
ingum og að umhverfisáhrif verði
sem minnst. Íslendingar geta
raunar af miklu miðlað í sambandi
við ferðamennsku eftir mikla
fjölgun ferðamanna hér á landi
síðustu árin þar sem við hefðum
efalítið mátt gera margt betur. Ef
við horfum svo til Grænlands á
ferðaþjónustan og raunar sam-
félagið þar mikið undir því að
þangað er flogið frá og til Íslandi.“
Á flesta lund er ólíku saman
að jafna í vestnorrænu löndunum
tveimur, grannríkjum Íslands. Í
Færeyjum eru, segir Bryndís,
sterkir innviðir og góð samfélags-
þjónusta, svo sem skólar, heil-
brigðismálin og svo framvegis.
Grænland sé hins vegar í allt ann-
arri stöðu. Samgöngur séu erfiðar
enda sé landið jökli orpið að
stærstum hluta. Mikilvæga innviði
vanti og margar samfélagslegar
ógnir séu til staðar. Grænlend-
ingar séu brattir og bjartsýnir um
framtíðina enda landið ríkt að
náttúruauðlindum.
„Grænlendingar eru um
margt í þröngri stöðu og flest þar í
landi ríkisrekið. Svo eru Danirnir
áfram um að gæta hagsmuna
sinna í landinu, svo sem vegna
siglingaleiða og hernaðarlegs
mikilvægis og svo eru í landinu
dýrmætir málmar í jörðu og hugs-
anlega fleira. Danir, undir merkj-
um konungsríkisins Danmerkur,
væru ekki í norðurslóðaráðinu
nema vegna Grænlands,“ segir
Bryndís og bætir við að þessi efni
verði væntanlega rædd á ráð-
stefnu um stöðu vestnorrænu
ríkjanna sem haldin verður í
Reykjavík í byrjun næsta árs.
Hlýnun andrúmslofts og sjávar sé
afgerandi þáttur sem leiði af sér
breytingar sem ræða verði.
Máltækni og efling
í íþróttum
Mörg mál voru til umfjöllunar
á þingmannafundinum í Fær-
eyjum í síðustu viku. Fulltrúar Ís-
lands lögðu þar fram tvær tillögur
sem voru samþykktar. Þær verða í
framhaldinu afgreiddar sem
þingsályktanir á Alþingi og svo
unninn framgangur með því móti
sem best þykir hæfa. Önnur þess-
ara tillagna lýtur að eflingu þjóð-
tungna landanna með máltækni-
verkefni, samanber að tungumáln
eiga í vök að verjast. Hin tillagan
víkur að auknu samstarfi þjóð-
anna á sviði íþrótta. „Þar horfum
við meðal annars til unglinga-
starfsins, til dæmis að krakkar í
Færeyjum, þar sem er mikill fót-
boltaáhugi, gætu sótt stóru fót-
boltamótin sem hér eru haldin á
sumrin. Grænlenskum krökkum
gætu þá boðist sambærileg tæki-
færi, hvort heldur er í fótbolta eða
öðrum íþróttagreinum eftir atvik-
um. Þannig getur samstarf þjóð-
anna verið á svo marga vegu og
það snýst ekki bara um harða
hagsmuni heldur líka daglegt líf
fólks og börnin sem eru fram-
tíðin.“
Umhverfismál, ferðaþjónusta og fótbolti í vestnorrænu samstarfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurslóðir Samstarf þjóðanna getur verið á svo marga vegu og það
snýst ekki bara um harða hagsmuni, segir Bryndís Haraldsdóttir.
Heimskortið er breytt
Bryndís Haraldsdóttir fædd-
ist 1976 og nam iðnrekstrar-
og alþjóðamarkaðsfræði við
Tækniskóla Íslands. Hún á að
baki fjölbreyttan feril í atvinnu-
lífinu og var frá 2010 fram á
þetta ár bæjarfulltrúi í Mos-
fellsbæ. Hefur setið á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá
2016.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Færeyjar Fallega blaktir fáninn.
Ekki er verið að ræða af alvöru um
að innleiða HPV-bólusetningu hjá
drengjum hér á landi að sögn Þór-
ólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.
Heilbrigðisráðherra Danmerkur
hefur ákveðið að verja 40 milljónum
danskra króna til ókeypis bólusetn-
ingar drengja 12 ára og eldri gegn
veirunni.
„Á Norðurlöndunum eru bara
Noregur og Danmörk sem bjóða
drengjum HPV-bólusetningu,“ segir
Þórólfur. Í Evrópu séu að auki ein-
ungis 4 þjóðir sem bjóði drengjum
bólusetningu: Austurríki, Króatía,
Tékkland og Liechtenstein.
„Á það hefur verið bent að þörfin
fyrir að bólusetja drengi er einkum í
þeim löndum þar sem þátttaka
stúlkna er óviðunandi,“ segir Þór-
ólfur. „Þátttaka stúlkna á Íslandi er
með því mesta sem þekkist eða um
90%. Það er ekki verið að ræða af al-
vöru að innleiða hér HPV-bólusetn-
ingu hjá drengjum,“ segir hann.
Á vef embættis landlæknis segir
að HPV-veiran (Human Papilloma
Virus) sé aðalorsök forstigsbreyt-
inga og krabbameins í leghálsi. Veir-
an er mjög algeng og er talið að um
80% kvenna smitist af henni ein-
hvern tímann á ævinni. Veiran smit-
ast við kynmök og er einkum algeng
hjá ungu fólki sem lifir virku kynlífi.
gudmundur@mbl.is
Bólusetning ekki á
döfinni hér á landi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Bólusett er við sjúkdómum.
Danir bólusetja drengi við HPV
Nokkuð hefur dregið úr stofnun
hjúskapar hér á landi ef horft er
til síðustu missera að því er fram
kemur á heimasíðu Þjóðskár. Í
ágústmánuði stofnuðu 386 ein-
staklingar til hjúskapar, en í fyrra
gengu 532 einstaklingar í hjúskap
í ágústmánuði og 506 einstak-
lingar árið 2016.
Júlí er vinsælasti mánuður árs-
ins í þessum efnum, en ágúst
næstvinsælastur. Árið 2017 var
metár í fjölda giftinga hér á landi.
90 einstaklingar skildu í síðasta
mánuði skv. upplýsingum á vef
Þjóðskrár. Þar segir að að jafnaði
hafi 115 einstaklingar skráð sig úr
hjúskap í hverjum mánuði á síð-
asta ári en í ár er fjöldinn 101 ein-
staklingur að meðaltali í mánuði.
Dregið hefur úr stofnun hjúskapar