Morgunblaðið - 10.09.2018, Qupperneq 27
arfjörð eystra. Þar teiknaði hún
mannlífið og dýralífið í hreppnum, frá
fiskvinnslunni yfir í lundabyggðirnar.
„Þar fór ég þá leið að skrifa líka inn á
myndirnar með því sem fólk sagði á
meðan ég var að teikna. Þetta voru
setningar sem ég greip á lofti, ef t.d.
móðir í fiskverkun sagði samstarfs-
konu frá því að sonur hennar væri á
grásleppuveiðum eða hve mikill snjór
væri fyrir norðan.“
Áskorunin fyrir teiknarann er ekki
bara fólgin í því að fanga með hraði
það sem hann sér heldur líka að
reyna að láta lítið fyrir sér fara. Fólk
á það nefnilega til að verða svolítið
skrítið þegar það uppgötvar að ein-
hver er að teikna það. „Sumir verða
óskaplega meðvitaðir um sjálfa sig,
fara að rétta úr sér ef þeir voru hokn-
ir, eða reyna að sitja grafkyrrir til að
skemma ekki fyrir, en það er einmitt
það sem teiknarinn vill ekki því við-
fangsefnið á að vera lifandi.“
Sjónarhorn kvenna
Greinilegt er að Elínu þykir áhuga-
vert að fanga hversdagsleikann og
oftar en ekki sýna verkin hennar
heiminn frá sjónarhorni kvenna. Hún
segir að jafnt í Senegal sem á Borg-
arfirði eystra hafi hún fundið hvað
fólki þykir vænt um að einhver sé
reiðubúinn að leggja tíma og orku í að
sýna hvernig lífi það lifir.
Að gera konur sýnilegri í teikn-
ingum er síðan verðugt verkefni út
af fyrir sig enda hefur hinn teiknaði
heimur hingað til verið mjög karl-
lægur. Þarf ekki nema að skoða
myndasögubókmenntirnar til að sjá
að þar hallar á konur og þarf Jane að
bíða aðgerðalaus og jafnvel bjarg-
arlaus á meðan Tarsan lendir í öllum
ævintýrunum.
„Allir eiga rétt á að geta séð sig
sjálfa í þeirri menningu sem við
neytum, bæði í teikningum, mynda-
sögum og annars staðar,“ segir Elín
og minnir á að sjálfsmynd og heims-
mynd yngsta fólksins ráðist ekki síst
af því sem það les í barnabók-
menntum og myndasögum. „Litlar
stelpur eiga líka að fá að sjá mynda-
sögukonur sem eru ekki bara stilltar
og prúðar á bak við tjöldin.“
Bleiku konurnar, Pink Ladies, er
verkefni sem leit dagsins ljós í fyrra
þegar Elín tók sig til og fór á málara-
vinnustofu vestanhafs. Þar fer fem-
inísk heimssýn höfundarins ekki milli
mála enda bleiku konurnar kröftug-
ar, risavaxnar og virðast óstöðvandi:
„Þetta eru persónur sem taka mikið
pláss og njóta þess.“
Líf Ein af teikningunum frá Senegal.
Hversdags Myndasögurnar sem Elín Elísabet teiknar lýsa veruleika sem flestir Íslendingar ættu að kannast við.
Afl Bleik kona gnæfir landslaginu.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
»Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir, sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu í hlut-
verki Ellyjar Vilhjálmsdóttur í söngleiknum Elly,
kom fram með sveiflusveitinni Arctic Swing Quin-
tet á Grand hóteli á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra-
dag. Fluttu þau lög frá gullaldarárum djassins, frá
árunum 1927 til 1945. Kvintettinn skipuðu þeir
Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á
trompet, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur
Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur.
voru í syngjandi sveiflu á Jazzhátíð Reykjavíkur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölhæf Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur getið sér gott orð sem leik- og söngkona.
Fjölmenni Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og var þétt setið.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 14/9 kl. 20:00 55. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s
Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s
Besta partýið hættir aldrei!
Elly (Stóra sviðið)
Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s
Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s
Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s
Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s
Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s
Síðasta uppklappið.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 14/9 kl. 20:00 Frums. Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s
Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s
Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s
Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Velkomin heim, Nóra!
Cardi B með kúlu eftir
slagsmál við Nicki Minaj
Fínir skór fóru á flug á tískuballi
Svo virðist sem soðið hafi upp úr á milli rappstjarnanna
Nicki Minaj og Cardi B í samkvæmi sem Harper’s Bazaar
efndi til á föstudagskvöld í New York í tilefni af tísku-
viku þar í borg. Ekki er með öllu ljóst hver átti upptökin
að átökunum en stjörnurnar flugust á á áhorfendapöll-
um veislustaðarins á meðan Christina Aguilera var í
miðju söngatriði.
Á Cardi að hafa verið svo heitt í
hamsi að hún tók af sér skóna og hót-
aði hátt og snjallt, og ítrekað, að láta
stöllu sína finna til tevatnsins. Því
næst á hún að hafa látið skóna fljúga rakleiðis í áttina
að Minaj.
Slúðurritið People greinir frá að örygg-
isverðir hafi gripið fljótt inn í og fjarlægt
Cardi B úr veislunni, með stóra kúlu ofan við
vinstra auga, en Nicki Minaj hélt áfram að
skemmta sér.
Síðar um kvöldið lét Cardi gremju sína í
ljós í færslu á Instagram en af henni má
ráða að Minaj hafi hitt snöggan blett á
Cardi með neikvæðum ummælum um dóttur
hennar. Cardi vændi Minaj jafnframt um að hafa
reynt að spilla fyrir sér á alla mögulega vegu.
ai@mbl.is
Cardi B
Nicki
Minaj
AFP