Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þátttaka Ís-lands í við-skiptaþving-
unum á hendur
Rússum hefur ekki
farið fram hjá mörg-
um, en færri vita sennilega að auk
Rússlands á landið þátt í við-
skiptaþvingunum eða refsi-
aðgerðum á hendur 26 ríkjum og
nokkum hryðjuverkasamtökum,
en þar á meðal eru ríki á borð við
Afganistan, Egyptaland, Írak,
Norður-Kórea, Bosnía-Herse-
góvína og einnig Úkraína.
Í fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu á föstudag kom fram að
flestar þessara þvingana eru til-
komnar vegna þess að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt einhvers konar refsiúr-
ræði, sem Íslandi er þá skylt að
taka þátt í, eins og vopnasölu-
bann eða frystingu fjármuna á
hendur viðkomandi ríki. Einnig
er um aðgerðir að ræða þar sem
Ísland hefur fylgt sínum helstu
nágrönnum og bandamönnum í
varnar- og öryggismálum.
Það er vissulega oftar en ekki
mjög rík ástæða fyrir Ísland til
þess að sýna samstöðu með öðr-
um vestrænum lýðræðisríkjum
gagnvart óboðlegri hegðun ann-
arra ríkja. Engu að síður er það
umhugsunarefni að landið geti
verið þátttakandi í refsiaðgerðum
gagnvart tæplega þrjátíu ríkjum,
án þess að farið hafi fram um þær
almenn umræða svo heitið geti.
Raunar er umræða um utan-
ríkismál hér oftar en ekki í skötu-
líki eða þá að hún einkennist af
nokkurs konar upphlaupum
stjórnarandstöðuþingmanna um
það, hvort ráðuneytið hafi haft
nægt samráð við utanríkis-
málanefnd áður en tiltekin
ákvörðun var tekin.
Slík umræða, um
valdmörk fram-
kvæmda- og löggjaf-
arvalds, getur verið
nauðsynleg en hún
getur ekki komið í stað efnis-
legrar umræðu um það á hvaða
grunni sú stefna sem ákveðin hef-
ur verið er byggð.
Í umfjöllun Morgunblaðsins
kom einnig fram að gildi við-
skiptaþvingananna gegn Rúss-
landi er ótímabundið, á meðan
Evrópusambandið, sem við höf-
um ákveðið að fylgja í Úkraínu-
deilunni, hefur sett tímaramma á
sínar aðgerðir, og þarf því reglu-
lega að framlengja þær, en það
var síðast gert í júlí.
Nú eru liðin fjögur ár frá því að
Vesturveldin hófu refsiaðgerðir
sínar vegna innlimunar Krím-
skagans og enn sér ekki fyrir
endann á deilu stjórnvalda og að-
skilnaðarsinna í austurhluta
Úkraínu.
Ljóst er að með þátttöku sinni í
refsiaðgerðum ESB á hendur
Rússum hefur Ísland orðið fyrir
mun meiri búsifjum en aðrir þátt-
takendur í þeim. Þær hafa ekki
komið jafn harkalega niður á
grundvallaratvinnugrein nokkurs
annars þátttökuríkis í þeim og
þær hafa bitnað á íslenskum sjáv-
arútvegi. Það er full ástæða til að
velta fyrir sér hvers vegna Ísland
eigi að bera þyngri byrðar en þeir
sem frumkvæði áttu að banninu.
Þótt Ísland sé ekki í Evrópusam-
bandinu mætti stundum ætla að
við eigi það sem á sínum tíma var
sagt um samband Sovétríkjanna
og Búlgaríu, að þegar hnerrað
væri í Kreml fengju ráðamenn í
Sofiu kvef, svo áköf væri fylgi-
spektin.
Mjög skortir á
upplýsta umræðu
um utanríkismál }
Þvinganir á
þvinganir ofan
Upplýsinga- ogtæknibylting
síðustu áratuga hef-
ur aukið veg ensk-
unnar og er orðið
brýnt að tryggja
stöðu íslenskunnar
og huga að því
hvernig eigi að vernda hana gegn
ágangi enskunnar. Margt gott
hefur verið unnið í þeim efnum.
Má þar nefna að Eiríkur Rögn-
valdsson, prófessor emeritus í ís-
lenskri málfræði, hefur lagt sitt
af mörkum til að tryggja það að
íslenskan eigi sér framtíð á raf-
magnstækjunum sem fólk reiðir
sig á í sífellt meira mæli, auk þess
sem sérstakri máltækniáætlun
var hleypt af stokkunum í fyrra.
Í lok ágúst var samið við sjálfs-
eignarstofnunina Almannaróm
um að hún tæki að sér rekstur
miðstöðvar máltækniáætlunar
fyrir íslensku. Miðstöðin á að
hafa yfirumsjón með framkvæmd
og samhæfingu verkefnisins.
Markmið þess er að íslenskan
standi jafnfætis öðrum tungu-
málum þegar kemur að notenda-
viðmóti ýmissa raf-
magnstækja. Þar
hefur enskan verið
allsráðandi. Mun
kostnaður við verk-
efnið nema rúmum
tveimur milljörðum
fram til ársins 2022.
Barátta Íslendinga hefur nú
einnig vakið athygli erlendra fjöl-
miðla. Vefmiðillinn Quartz
fjallaði um máltækniverkefnið
fyrir helgi með þeirri lýsingu að
íslenskan væri nú í bráðri hættu,
þar sem enskan seildist sífellt
lengra inn í meðvitund þjóðar-
innar. Ræddi blaðamaður síð-
unnar meðal annars við íslenska
unglinga, sem jafnvel ræddu
saman á ensku við spilun tölvu-
leikja á netinu.
Þó að lýsing hins erlenda
blaðamanns á yfirvofandi andláti
íslenskunnar sé eflaust nokkuð
orðum aukin er engu að síður
ljóst að það er full ástæða til þess
að spyrna fast við fæti áður en
skaðinn verður óbætanlegur.
Verkefnið um íslenska máltækni
er þar einungis fyrsta skrefið.
Hlúa þarf vel að
íslenskunni á tímum
alþjóðlegrar tækni-
byltingar }
Framtíð íslenskunnar
Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katr-
ínar Jakobsdóttur eru nefnd fjölmörg
markmið sem varða heilbrigðiskerfið
beint og óbeint. Af fyrirliggjandi verk-
efnum hef ég ákveðið að í fyrstu muni
ég leggja sérstaka áherslu á ákveðin atriði.
Það eru til dæmis gerð nýrrar heilbrigðis-
stefnu, efling heilsugæslunnar sem fyrsta við-
komustaðar í heilbrigðiskerfinu, lækkun
greiðsluþátttöku sjúklinga og bygging nýs
Landspítala.
Við ætlum að fullvinna heilbrigðisstefnu
með hliðsjón af þörfum allra landsmanna. Í
heilbrigðisstefnu verða mótuð markmið og
leiðir í heilbrigðismálum í þeim tilgangi að
stuðla að góðu heilbrigði þjóðarinnar. Þessi
vinna hefur verið sett í forgang innan ráðu-
neytisins og hún gengur vel. Ég stefni að því
að aðaláherslur stefnunnar verði ræddar á heilbrigðis-
þingi í vetur og hana mun ég síðan leggja fyrir alþingi ár-
ið 2019.
Það er mikilvægt að grunnheilbrigðisþjónustan sé öfl-
ug. Efling heilsugæslunnar er lykilatriði í því samhengi.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í
kerfinu, auk þess sem hún á að beina sjúklingum á rétta
þjónustuveitendur. Við höfum þegar hafist handa við að
styrkja heilsugæsluna og munum halda því áfram. Fjölg-
un starfsstétta sem starfa innan heilsugæslunnar og
stofnun Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu
eru til dæmis liðir í eflingu heilsugæslunnar.
Minni greiðsluþátttaka sjúklinga eykur að-
gang alls almennings að heilbrigðisþjónustu
og stuðlar að jöfnuði í samfélaginu. Við höfum
nú þegar minnkað greiðsluþátttöku öryrkja
og lífeyrisþega í tannlæknakostnaði og nú er
unnið að því að minnka greiðsluþátttöku
sjúklinga í heilbrigðiskerfinu almennt. Mark-
miðið er að við nálgumst meðaltal Norður-
landaþjóðanna í þessum efnum.
Uppbygging vegna Landspítalaverkefnis er
í fullum gangi. Vinna við lokafrágang nýs
sjúkrahótels á Hringbrautarlóð er langt kom-
in og skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna
verður tekin í haust. Í síðari áföngum upp-
byggingar spítalans við Hringbraut verður
bygging dag-, göngu- og legudeildarhúss.
Uppbygging Landspítala við Hringbraut
verður bylting fyrir spítalaþjónustu á landinu.
Forgangsmálin sem hér hafa verið nefnd eru aðeins
nokkur dæmi um mikilvæg verkefni. Verkefnin eru enn
fleiri og öll mikilvæg. Ég er fullviss um það að ef við höld-
um áfram á þeirri vegferð sem þegar er hafin, og felst í
styrkingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, færumst við
smám saman nær því að takast það að tryggja jafnan að-
gang allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu sem stenst
samanburð við það sem best gerist í heiminum. Það hlýt-
ur að vera markmið sem við getum öll sammælst um að sé
eftirsóknarvert.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Mikilvæg forgangsmál
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Gamalkunnu handriti erfylgt á ársfundi Alþjóða-hvalveiðiráðsins, semhefst í dag í borginni
Florianipolis í Brasilíu. Japanir
freista þess þar að fá ráðið til að
samþykkja einhverjar hvalveiðar í
atvinnuskyni en ólíklegt er að það
takist.
Japönsk stjórnvöld segja að
stofnmat hvalveiðiráðsins sýni að
ákveðnir hvalastofnar í Suðurhöfum
falli ekki lengur undir skilgreiningu
ráðsins um stofna í útrýmingar-
hættu. Í sumar veiddu japanskir
hvalveiðimenn 333 hrefnur í vís-
indaskyni, þar af voru 122 kvendýr
með kálfi. Japanskir embættismenn
segja að þetta háa hlutfall kefldra
hrefnukúa sýni að stofninn sé mjög
sterkur. Því vilja Japanir að gefnir
verði út veiðikvótar fyrir tegundir á
borð við hrefnu og sandreyði.
Þá vilja Japanir, sem fara nú með
formennsku í Alþjóðahvalveiði-
ráðinu, einnig að stofnuð verði sér-
stök nefnd innan ráðsins sem fjalli
um sjálfbærar hvalveiðar og gefi út
veiðiráðgjöf.
Eins og fyrr segir er afar ólíklegt
að þessar tillögur verði samþykktar
á ársfundinum í Brasilíu. Ríki á
borð við Ástralíu og Nýja-Sjáland
hafa þegar lýst opinberlega and-
stöðu við þær.
„Við styðjum heilshugar hval-
veiðibannið, sem gilt hefur í 30 ár,
og munum lýsa andstöðu við til-
raunir til að grafa undan því,“ sagði
Julie Bishop, utanríkisráðherra
Ástralíu, við AFP-fréttastofuna.
„Við hvetjum þau ríki, sem eru
sömu skoðunar og við, til að hafna
tillögum Japana.“
Engar tillögur um Ísland
Ísland á þrjá fulltrúa á ársfund-
inum: Stefán Ásmundsson, skrif-
stofustjóra í landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðuneyti, Jón Erling
Jónasson, deildarstjóra í utanríkis-
ráðuneytinu, og Gísla Víkingsson,
hvalasérfræðing hjá Hafrannsókna-
stofnun. Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals hf. sem hefur setið alla árs-
fundi hvalveiðiráðsins frá árinu 1973
nema á því tímabili sem Ísland var
ekki í ráðinu, komst ekki að þessu
sinni.
Stefán segir að ekki liggi neinar
tillögur fyrir ársfundinum sem
snerta Ísland eða hvalveiðar Íslend-
inga sérstaklega.
Hann segir að helsta mál þessa
fundar sé væntanlega tillaga um
veiðiheimildir til sjö ára fyrir svo-
kallaðar frumbyggjaveiðar Banda-
ríkjanna, Rússlands, Grænlands og
St. Vinsent og Grenadíneyja. Vís-
indanefnd hvalveiðiráðsins hafi
staðfest að þessar veiðar séu sjálf-
bærar fyrir viðkomandi hvalastofna
og því muni Ísland styðja tillöguna.
Veiðibann frá 1986
Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti
árið 1982 að banna hvalveiðar í at-
vinnuskyni frá og með árinu 1986.
Aðildarríki sem voru andsnúin
banninu áttu þann kost að gera við
það fyrirvara og vera þannig ekki
bundin af hvalveiðibanninu. Þetta
gerðu Norðmenn, Sovétmenn, Perú-
menn og Japanir. Japanir drógu síð-
an fyrirvarann til baka árið 1987.
Íslendingar settu ekki fyrirvara
en stunduðu vísindaveiðar í nokkur
ár eftir að bannið tók gildi. Ísland
gekk úr hvalveiðiráðinu árið 1992
þegar ljóst var að hvalveiðibanninu
yrði ekki aflétt, en gekk síðan í ráð-
ið aftur árið 2002 og þá með fyrir-
vara við bannið. Atvinnuhvalveiðar
hófust síðan á ný á vegum Íslend-
inga árið 2006.
Gamalkunnu handriti
fylgt á hvalveiðifundi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hvalveiðar Hvalveiðiskip Hvals hf. heldur úr höfn í Hvalfirði.
Áttatíu og átta ríki eiga aðild að
Alþjóðahvalveiðiráðinu. Árs-
fundir þess eru nú haldnir á
tveggja ára fresti og oft á af-
skekktum stöðum.
Að þessu sinni er fundurinn
haldinn í Florianopolis í suður-
hluta Brasilíu. Í upplýsingum
um fundarstaðinn á heimasíðu
hvalveiðiráðsins kemur meðal
annars fram að nú í maí hafi
Florianopolis verið bætt á lista
Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, WHO, yfir svæði þar sem
svonefnd mýgula er landlæg en
það er hitabeltissjúkdómur sem
berst með moskítóflugum.
Viðvörun
vegna mýgulu
ÁRSFUNDURINN
Florianopolis er höfuðborg Santa
Catarina-fylkisins í Brasilíu.