Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 ✝ Kristín Páls-dóttir fæddist á Hjarðabóli í Eyr- arsveit 24. júlí 1932. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing í Kópa- vogi 22. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Páll Þor- leifsson, f. 16.6. 1877, d. 7.7. 1964, og Jakobína Jónsdóttir, f. 25.12. 1894, d. 6.10. 1981. Uppeldissystir Kristínar var Dagmar Árna- dóttir, f. 30.12. 1924, d. 24.12. 2017. Kristín giftist Einari Skarphéðinssyni, f. 24.8. 1927, d. 3.1. 1995, um páskana 1957 og eignuðust þau sex börn sem öll eru á lífi. Þau eru: 1) Pálm- ar, f. 3.1. 1952, maki Elín Snorradóttir. Pálmar á fjögur börn frá fyrra hjónabandi: Sverrir Hermann, maki Sigríð- ur Helga Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Kristín Ýr, maki Jónas Árnason og eiga þau tvö börn. Rúnar, á hann tvö börn. Dóra Lind, maki þór Gauti, maki Þórey Thorl- acius, og eiga þau þrjú börn. Auður Rán, maki Snorri Guð- mundsson og eiga þau eitt barn. 6) Svava, f. 5.8. 1965, maki Birgir Sigurðsson. Börn þeirra eru Andrea og Sindri. Kristín bjó með foreldrum sínum og uppeldissystur, Dag- mar Árnadóttur, á Hjarðarbóli og þar hófu þau Einar hjúskap sinn, þar til þau fluttust haust- ið 1954 til Grundarfjarðar. Foreldrar Kristínar fluttu með þeim, en héldu þó áfram bú- skap á Hjarðarbóli á sumrin allt til ársins 1962. Æskustöðvarnar Hjarðarból áttu hug hennar allan og þar dvaldi hún eins oft og kostur var. Á sumrin var oft margt um manninn á Hjarðarbóli og mörg börn voru þar í sveit. Kristín starfaði lengst af hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar á meðan heilsan leyfði og at- vinnu var að fá. Þau Einar bjuggu fyrst á Grundargötu 15 og síðan á Fagurhólstúni 4 frá haustinu 1971 til 2002. Síðustu árin bjó hún í Boðaþingi í Kópavogi og á hjúkrunar- heimili Hrafnistu. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 10. september 2018, klukkan 14. Maríus Þór Har- aldsson og eiga þau tvö börn. Elín á tvö börn frá fyrra hjónabandi og þrjú barna- börn. 2) Sigríður Einarsdóttir, f. 5.1. 1954, maki Hallbjörn Þor- björnsson. Börn þeirra eru: Birkir og Hlynur Hrafn. 3) Jakobína Hrund, f. 2.8. 1955, maki Guðlaugur Einars- son. Börn þeirra eru Einar Páll, maki Heiðrún Erika og eiga þau tvö börn. Arnar, maki Karitas Eiðsdóttir og eiga þau eitt barn. Valur, maki Helga Hilmarsdóttir og eiga þau eitt barn. 4) Sædís, f. 12.10. 1956, maki Magnús Jón- asson. Börn þeirra eru: Heið- ar, maki Brynja Mjöll Ólafs- dóttir og eiga þau þrjú börn. Elva Ösp, maki Marinó Mort- enssen og eiga þau eitt barn. Orri Freyr, maki Lovísa Stef- ánsdóttir og eiga þau eitt barn. 5) Svandís, f. 12.10. 1956, maki Kristján J. Krist- jánsson. Börn þeirra eru: Haf- Mamma ólst upp á Hjarðarbóli við Kolgrafarfjörð og unni hún þeim fagra stað alla tíð. Hún var einbirni en átti fóst- ursystur, Dagmar Árnadóttur, sem lést um síðustu jól. Í upp- vexti hennar var barnmargt á heimilinu og alltaf mörg börn í sveit hjá foreldrum hennar. Mörg þessara barna hafa haldið tryggð við hana og Hjarðarból alla tíð. Mamma og pabbi bjuggu allan sinn hjúskap í Grundarfirði og undu hag sínum vel. Höfðu þau gaman af ferðalögum og öll sum- ur var farið í útilegur víða um land. Einnig var mörgum frí- stundum varið á æskuheimilinu Hjarðarbóli. Seinna byggðu þau sumarhús sem við systkinin og fjölskyldur fáum að njóta nú í dag. Hún var húsmóðir fram í fing- urgóma, elskaði að fá gesti og passaði að allir fengju nóg að borða. Síðustu daga hennar þar sem hún var orðin fárveik var það henni alltaf mjög í mun að allir sem heimsóttu hana fengju kaffi og með því. Hún var mikill bakari og elskaði kökur og kaffimeðlæti. Fyrir nokkrum árum fékk ég hana til að kenna mér að búa til bleikt krem á hvíta lagköku sem er uppáhaldskakan okkar systk- inanna, þá skemmtum við okkur nú vel. Hún í essinu sínu og ég stríddi henni á því að það mætti bara hræra í eina átt því annars myndi kremið mistakast, allt varð að gera eftir kúnstarinnar reglum. Til marks um gestrisni mömmu þá steig hún upp af sænginni tveim tímum eftir að hún fæddi mig því það voru komnar tvær fjölskyldur að sunnan og þurftu náttúrlega að fá hádegismat og gisti önnur fjöl- skyldan, það þótti henni ekkert tiltökumál. Öllum lausum stundum varði hún í lestur og hannyrðir og var þá vandað til verka, oft var ég ekki sátt þegar ég sem barn og unglingur var látin rekja upp hin ýmsu handavinnuverk sem ég tók mér fyrir hendur en í dag er ég henni ávallt þakklát fyrir að hafa kennt mér vönduð vinnubrögð og sé aldrei eftir að rekja upp ef ég er ekki ánægð. Hún var mikil fjölskyldukona. Ávallt að huga að gjöfum fyrir alla fjölskyldumeðlimi og hafði unun af að prjóna á langömmu- börnin sín. Mörg þeirra höfðu sokka og vettlinga frá langömmu í fyrsta sæti á jólagjafalistanum sínum. Síðustu þrjú árin bjó hún í Kópavoginum. Fyrst í Boðaþingi 22 þar sem hún kynntist yndis- legum vinkonum og síðan ári seinna fór hún yfir götuna á Hrafnistu í Boðaþingi. Vil ég þakka því yndislega starfsfólki sem þar vinnur frábæra umönn- un mömmu og heimilisfólki á Kríulundi góðan vinskap við hana. Efst er mér í huga mikið þakk- læti fyrir allar góðu minningarn- ar og fyrir bestu mömmu sem hægt er að hugsa sér og ömmu barnanna minna sem hún elskaði út af lífinu og var það gagn- kvæmt. Elsku mamma, far þú í friði með þökk fyrir allt. Þín, Svava. Elsku fallega amma mín. Hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Mér þótti svo vænt um þig, ég vona að þú hafir vitað það. Amma vildi alltaf ástvinum sínum það besta, hún var nægju- söm, samviskusöm og góð kona. Ég tel mig mjög lánsama að hafa kynnst ömmu vel og verið henni náin. Hún elskaði handavinnuna sína sem hún sinnti af alúð þegar hún hafði heilsu, hún var algjör listakona á sínu sviði með alla prjónuðu vettlingana sína sem hún laumaði alltaf í pakkann sem barnabörn og barnabarnabörn nutu góðs af. En ekki hefði hún nú kallað sig listakonu þar sem hún var svo hógvær. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku amma, en ég veit að þú vakir yfir okkur öllum. En eitt veit ég fyrir víst að afi tekur vel á móti þér. Kveðja, Kristín Ýr og fjölskylda. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar, minning þín lif- ir í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Andrea og Sindri. Elsku amma okkar, Kristín Pálsdóttir, er nú komin á hinsta hvíldarstað. Við erum þakklát fyrir þær góðu minningar sem við eigum um ömmu Stínu. Á okkar yngri árum var fastur liður að fara inn í Grundarfjörð á sunnudögum í heimsókn til Stínu ömmu og Ein- ars afa. Þar beið okkar alltaf annaðhvort heitur matur eða kökuhlaðborð með stafla af ný- bökuðum pönnukökum. Um jólin var það svo bleika lagkakan sem var á borðum en hún var alveg sérstök í fjölskyldunni og í miklu uppáhaldi hjá flestum. Amma var þannig að hún þurfti alltaf að eiga nóg af kökum í frystikist- unni ef gesti bar að garði og var hún alveg ómöguleg ef hún náði ekki að koma matarbita í gesti sína. Það sama var hjá henni þegar hún var flutt á Hrafnistu við Boðaþing en þá heyrðist æv- inlega í henni „viljið þið nú ekki fá ykkur smá nammibita, ég hef ekkert getað boðið ykkur“. Amma og afi voru bæði frá Hjarðarbóli í Eyrarsveit og er sá staður okkur mjög kær. Þaðan eigum við stóran minningabanka enda höfum við ýmislegt brallað þar saman í gegnum árin. Þar voru teknar upp kartöflur og rabarbari, bakaðar hveitikökur, spilað, gengið á Kúlu, farnar fjöruferðir niður í Odda, leikið í læknum og tínd aðalbláber í kílóavís. Handbragð ömmu var ein- stakt og var hún mjög lagin í höndunum. Dýrmætustu gjaf- irnar frá henni til okkar og barna okkar hafa í gegnum tíð- ina verið prjónaðir vettlingar og sokkar. En á síðustu árum hafði heilsu hennar hrakað það mikið að mátturinn í höndunum var orðinn mjög lítill en amma hafði verið með parkinsonsjúkdóm í mörg ár. Við kveðjum þig nú með sökn- uði en þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Í hjarta okk- ar vitum við að tekið verður vel á móti þér er þið afi sameinist á ný eftir langan aðskilnað. Minning þín lifir með okkur og börnunum okkar um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku amma okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín barnabörn, Elva Ösp, Heiðar og Orri Freyr. Áður fyrr, þegar komið var yf- ir Kerlingarskarðið á leið vestur, blasti við manni Helgafellssveitin og Bjarnarhafnarfjallið og langt í fjarska úti í Kolgrafarfirði mátti greina Hjarðarból. Kristín var frá Hjarðarbóli þar sem foreldrar hennar höfðu búið ásamt afa og ömmu Reynis og hún alist upp á. Síðan var ekið út í Grundar- fjörð þar sem Stína bjó ásamt sínum elskulega eiginmanni Ein- ari Skarphéðinssyni. Þar var allt- af tekið á móti okkur af ástúð og hugulsemi og veitingar á borð bornar og okkur afhent lykla- völdin að gamla bænum á Hjarð- arbóli. Hann tók líka alltaf hlýlega við manni og gamla kola- og móelda- vélin beið okkar þögul. Hún var frá því bræðurnir Páll og Krist- ján Þorleifssynir byggðu bæinn óþurrkasumarið mikla 1913. Ein- ar hafði af hugviti sínu sett í hana olíufíringu og lagt miðstöð í bæ- inn svo fljótlega eftir að kveikt var upp fór hún að mala og ofn- arnir í herbergjunum að hitna. Bærinn tók þá á sig blæ liðins tíma og andi gengins frændfólks ríkti þar. Kristín var einkar ljúf og ynd- isleg manneskja og listræn eins og handavinna hennar bar vott um. Allt heimilishald hennar verður okkur ætíð minnisstætt og létti hláturinn hennar og allar kræsingarnar sem okkur var undantekningarlaust boðið upp á hvernig svo sem á stóð hjá henni. Alla tíð hefur Hjarðarból stað- ið okkur til boða og ógleyman- legar endurminningar eru því tengdar. Elsku Stína, hjartans þakkir fyrir allt. Líney og Reynir. Kristín Pálsdóttir ✝ Sigurður Sig-marsson var fæddur í Aðalstræti 23, í Innbænum á Akureyri, 23.10. 1929. Hann and- aðist á Dvalarheim- ilinu Hlíð, Akur- eyri, 2. september 2018. Foreldrar hans voru Sigmar Hóseasson og Hólmfríður Kristjánsdóttir sem dó ung frá sjö börnum. Bróðir Sigurðar, Helgi Mar- inó, býr í Vestmannaeyjum. Önnur systkini hans, Kristín Helga, Sigríður, Ingvar Hóseas, Judith Ingibjörg og Salla Ragna eru látin. Hálfsystkini hans sam- feðra eru Sigurður Ingi, Magn- ea Stigrún og Guðlaug og er Sigurður Ingi látinn. Akureyrar og tveimur árum síð- ar hóf hann störf í útibúi Kaup- félags Eyfirðinga í Strandgötu en kjörbúðin var gjarnan nefnd Alaska. Vilhelm Ágústsson var þar útibússtjóri en árið 1964 tók Sigurður við búðinni. Gegndi hann því starfi næstu tvo ára- tugina og þekktist af flestum Akureyringum sem og nærsveit- ungum sem Siggi í Alaska. Alls vann hann rúma þrjá áratugi hjá KEA, í gömlu matvörudeild- inni og síðast í útbúinu í Sunnu- hlíð. Árið 1963 kynnist Sigurður Birnu Ingibjörgu Egilsdóttur. Hún var fædd 13.10. 1934 í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð. Hún andaðist 6.11. 2006. Hann og Birna gengu í hjónaband 24.10. 1964. Fóstursonur þeirra er Helgi Jónsson og á hann dótt- urina Nótt Magdalenu. Sigurður og Birna bjuggu á ýmsum stöðum á Akureyri. Síð- ustu árin dvaldi hann á Dval- arheimilinu Hlíð. Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 10. sept- ember 2018, klukkan 13.30. Faðir Sigurðar hélt heimili með börnum sínum í tvö ár eftir fráfall Hólmfríðar og voru systur hans ráðs- konur hjá honum. Eftir það var börn- unum komið fyrir hjá fósturfor- eldrum og var Sig- urður tekinn í fóst- ur árið 1936 að Hamri á Þelamörk af systk- inunum Hallfríði og Þorleifi Rósinkrans en Sigmar og þau voru systrabörn. Sigurður var hjá fósturforeldrum sínum til 27 ára aldurs en þá fór hann til Akraness að vinna í frystihúsinu Heimaskaga og var þar í þrjá vetur en heima á Hamri á sumr- in. Árið 1960 fluttist Sigurður til Sigga frænda höfum við syst- ur þekkt alla okkar ævi. Árum saman vissum við ekki hver skyldleikinn var, hann var bara frændi okkar. Þegar hann var sex ára dó móðir hans frá sjö börnum. Föðursystkini okkar á Hamri á Þelamörk, þau Hall- fríður og Þorleifur, tóku hann og Ingvar bróður hans að sér og var Siggi hjá þeim fram undir tvítugt. Hann var þeim mjög kær og reyndist þeim afar vel. Við höfðum mjög gaman af að fara í sveitina. Í endurminning- unni var þar alltaf sólskin og blíða. Siggi átti stóran þátt í því hve skemmtilegt var á Hamri. Hann var alltaf glaður og leyfði okkur að snúast í kringum sig, þolinmóður við miklu yngri frænkur sínar. Við munum græskulausa stríðni hans, hversu auðveldlega hann plataði okkur á saklausan hátt og alltaf var honum fyrirgefið. Við minn- umst þess þegar við vorum í kappi við hann að drekka sem mest og hraðast spenvolga mjólk, snerum sveifinni án af- láts á handsnúna plötuspilaran- um, hlustuðum á skemmtileg lög og drógum svo fram tímarit, t.d. Basil fursta, undan rúminu hans. Eftir að hann fór frá Hamri var hann fyrst í fiskvinnslu á vetrum en aðstoðaði systkinin á sumrin. Hann starfaði í verk- miðjum SÍS á Akureyri og útibúum Kaupfélags Eyfirðinga og margir minnast hans sem verslunarstjóra í Alaska á Ak- ureyri. Hann kvæntist henni Birnu sem hann kynntist í verk- smiðjunum. Þau voru samhent, áttu hlýlegt heimili og tóku á móti gestum af rausn. Fóstur- sonur þeirra er Helgi og son- ardóttirin Nótt. Við erum Sigga og Birnu þakklátar fyrir hve vel þau reyndust Fríðu frænku en hún fluttist til þeirra eftir andlát bróður síns. Þar undi hún hag sínum vel enda var þeim um- hugað um að henni liði sem best. Siggi og Birna nutu þess að fara í sólarlandaferðir með eldri borgurum og tóku þátt í fé- lagsstarfi þeirra. Þau áttu stór- an þátt í að halda uppi gleðinni með gamanmálum og leikþátt- um enda hafði Siggi á yngri ár- um tekið þátt í starfsemi leik- félags sveitarinnar. Hann sótti sér til ánægju leiksýningar á Melum og í Freyvangi. Eftir að Birna féll frá hélt Siggi áfram að ferðast með eldri borgurum bæði innanlands og utan. Einnig hafði hann mikla ánægju af að spila og lét sig ekki vanta á spilakvöld. Hann var fé- lagslyndur og naut þess að vera innan um fólk. Stundum settist hann inn á Bláu könnuna og fékk sér kaffisopa og átti það jafnvel til að líta inn á Götubar- inn. Þar sat hann aldrei einn því að fólk laðaðist að honum. Síðustu árin var hann á Dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð. Þar leið honum vel, naut ein- staks atlætis, tók þátt í viðburð- um sem þar voru í boði og var vinsæll meðal íbúa og starfs- fólks. Akureyrarsystirin minnist með þakklæti stundanna í morgunkaffinu en í mörg ár hittust þau á sunnudögum til skiptis hvort hjá öðru. Einnig fór hún með honum á „kráar- kvöld“ í Hlíð. Hann var góður dansari og því eftirsótt að dansa við hann. Siggi var góður maður, glað- lyndur og vinamargur. Helga og Nótt sendum við samúðarkveðjur. Við söknum Sigga frænda en hugsum til hans með gleði. Guðrún Svava og Nanna Kristín Bjarnadætur Sigurður Sigmarsson HINSTA KVEÐJA Elsku pabbi! Þakkir fyrir yndislegt uppeldi og alla þá ást sem þú sýndir mér. Hún verður aldrei nóg þökkuð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þinn sonur Helgi. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.