Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Styrmir Gunn-arsson skrifar: „Það vekur athygli við lestur dagblaða og annarra frétta- miðla á Vestur- löndum, hversu margir sérfróðir menn vara við að ný fjármálakreppa geti verið í að- sigi.    Þar er tvennt helzt nefnt til sög-unnar. Annars vegar mikil skuldasöfnun ríkja víðs vegar um heim, sem geti sótt skuldarana heim fari vextir hækkandi eins og nú er spáð. Og hins vegar að reglu- verk í kringum banka hafi ekki verið hert nægilega mikið frá 2008.    Þetta eru ekki annað en spádóm-ar enn sem komið er en má m.a. lesa um á mbl.is í dag þar sem sagt er frá skoðunum Strauss- Khan sem einu sinni var talinn mikill spámaður í þessum efnum.    Fari svo að eitthvað af þessumspádómum verði að veruleika mun það snerta okkur með ein- hverjum hætti, t.d. vegna fækk- unar ferðamanna vegna þess að það herði að lífskjörum í þeim löndum, sem þeir koma frá, lækk- andi afurðaverðs o.s.frv.    Það getur verið hyggilegt hjástjórnvöldum að afgreiða þessar spár ekki bara sem svart- sýnisraus.“ Góð ábending hjá Styrmi.    Hin fjölmenna stétt „sovétfræð-inga“ fékk múrinn í hausinn, því enginn þeirra vissi hvað var í vændum fyrr en fangelsaða fólkið braust út í beinni. Og hagfræð- ingagerið með doktorsprófin var í afneitun þar til það heyrði dánar- fregn Lehmansbræðra. Þess vegna eru sumir á tánum núna. Styrmir Gunnarsson Ekki taka sig í rúminu aftur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heildarfjöldi lundapysja sem hafa náðst í Vestmannaeyjum nú í haust er alls 2.755 fuglar. Í gær var kom- ið með alls 532 pysjur á vaktina hjá Sæheimum og er það sagt vera heimsmet. Skráðar pysjur síðastliðinn fimmtudag voru alls 472. Þá var þyngsta pysjan í ár tekin á vigt, hún var 368 grömm. Heimsmet í pysjum Í síðasta Reykjavíkurbréfi var m.a. fjallað nokkuð um hlutfallskosning- ar og kerfi einmenningskjördæma. Í öðru samhengi var síðar í bréf- inu rætt um kerfi kjörmanna í bandarískum forsetakosningum og sú áhersla sem þeir sem beðið höfðu lægri hlut í nóvember 2016 lögðu á að Hillary Clinton hafi fengið fleiri atkvæði í kosningunum þótt andstæðingurinn fengi mun fleiri kjörmenn og iðulega látið að því liggja að sú „uppgötvun“ gæfi ástæðu til þess að draga lögmæti kjörs andstæðingsins í efa með ein- hverjum hætti. Þóttu þetta nokkuð sérkennileg tilþrif, því að kosningakerfi kjör- manna er fjarri því að vera nýtt og hefur verið notað í öllum forseta- kosningum um aldir. Þá var nefnt til dæmis að fylgi flokkanna á landsvísu endurspegl- aðist allvel í því að repúblikanar hefðu fengið ríflegan meirihluta í fulltrúadeild þingsins í Washington, en sú deild á að endurspegla með ákveðnum hætti vilja kjósenda eftir fjölda þeirra samkvæmt þjóðskrá, öfugt við öldungadeildina þar sem hvert ríki fær tvo þingmenn óháð því hvort þau eru fjölmenn eða fá- menn. En þar skaust inn óná- kvæmni þar sem hlutfallskerfi var nefnt í því samhengi, sem átti ekki við, því að sá sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi, sem er markað samkvæmt fyrrnefndu fyrirkomu- lagi, hlýtur kosningu, en atkvæði þess eða þeirra sem eru í sætum á eftir sigurvegara í hverju kjördæmi falla dauð. Ekki er þó ástæða til að ætla að heildarúrslit séu þess vegna síður marktæk um fylgi flokka, því að ástæðulaust er að ætla að í 435 kjördæmum hygli það fyrirkomu- lag öðrum flokknum fremur en hin- um. Ritstj. Athugasemd Theódór Jóhannesson, sem var elstur karla á Íslandi, lést 3. sept- ember síðastliðinn. Hann fæddist 18. sept- ember 1913 og vantaði því fimmtán daga upp á að ná 105 ára aldri. Theodór fæddist á Bergstaðastræti 26a í Reykjavík, sonur Jó- hannesar Jónssonar trésmiðs og Helgu Vig- fúsdóttur. Hann átti níu systkini en þrjú þeirra náðu 90 ára aldri. Þegar Theodór var fimm ára missti hann móður sína úr spænsku veikinni og var þá send- ur að Ormsstöðum í Dalasýslu og var þar til tólf ára aldurs. Hann tók verslunarpróf frá Sam- vinnuskólanum, starfaði eftir það hjá versluninni Remedíu og síðan hjá bróður sínum í Kjötbúðinni Borg. Theodór vann síðan hjá Flug- félagi Íslands til 75 ára aldurs og átti í krafti þess kost á að ferðast meðal annars til Ameríku, Hong Kong og Rauða- Kína. Síðustu þrjú árin var hann á hjúkr- unarheimilinu Mörk. Hann var við góða lík- amlega heilsu fram undir það síðasta en minnið var orðið gloppótt. Kona Theodórs var Ragna Jónsdóttir. Þau kynntust þegar hún var 17 ára og giftu sig þremur árum síðar. Ragna lést fyrir tveim- ur árum en þá höfðu þau Theódór verið í hjónabandi í rúm 73 ár. Þau eignuðust fjögur börn, en tvö þeirra eru látin. Elstu íslensku karlarnir nú eru allir fæddir snemma árs 1915. Þeir eru Ib Árnason Riis, búsettur í Kali- forníu í Bandaríkjunum, Lárus Sig- fússon, fv. ráðherrabílstjóri í Reykjavík, og Þorkell Zakaríasson, áður vörubílstjóri í Húnaþingi vestra. Andlát Theódór Jóhannesson Fjölmenni mætti í Hraunsréttir í Aðaldal sem voru í gær, sunnudag. Þar voru dregnar í dilka um 5.500 kindur, sem komu vænar úr sumar- högunum þingeysku. Raunar var féð alveg sprellfjörugt og einstaka kind fór á flug eins og þessi mynd sýnir. Hið besta veður var í Aðaldalnum, sem átt sinn þátt í að skapa góða stemningu, enda er réttardagurinn í sveitum landsins jafnan stund þar sem fólk gerir sér glaðan dag. Fór á flug í Hraunsrétt Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.