Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 ✝ HalldórSkaftason fæddist á Laug- arvegi 76 í Reykja- vík 26. febrúar 1942. Hann lést á Landspítalanum 25. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Sigurveig Halldórsdóttir, f. 11. maí 1922, d. 10. apríl 2003, og Skafti Sæmundur Stefánsson, f. 25. mars 1921, d. 3. júní 1946. Stjúpfaðir Halldórs var Hallur Hermannsson frá Skútustöðum í Mývatnssveit, f. 31. maí 1917, d. 20. júní 1997. Systkini Halldórs eru Baldur Skaftason, f. 21. júlí 1939, Stef- án Vignir Skaftason, f. 7. júní 1940, Sjöfn Skaftadóttir Skaug, f. 3. ágúst 1946, Gyða Thor- steinsson, f. 6. september 1945, Rósa Thorsteinsson, f. 30. nóv- ember 1946, og Guðmundur Thorsteinsson, f. 13. september 1948, d. 13.ágúst 1988. Árið 1962 kvæntist Halldór Þorgerði Ínu Gissurardóttur frá Sogahlíð í Sogamýri, f. 10. júlí 1943, dóttir Guðrúnar Jóns- dóttur, f. 1. júní 1907, d .27. jan- úar 1988, og Gissurar Kristjáns- sonar, f. 5. desember 1904, d. sem framreiðslumaður árið 1965 og varð það hans ævistarf. Halldór var framreiðslumaður og veitingastjóri á Hótel Sögu um árabil og tók við starfi veit- ingastjóra Perlunnar við opnun hennar árið 1991. Síðustu starfsárin var hann veit- ingastjóri á Grand Hótel. Halldór og Ína voru frum- byggjar í Fossvogi og bjuggu lengst af í Huldulandi 7. Þau fluttust til Arnhem í Hollandi árið 2000 og bjuggu þar í fimm ár en hafa síðustu ár búið í Mos- fellsbæ. Halldór var formaður félags framreiðslumanna um árabil. Hann var mikill keppnismaður og hafði mörg áhugamál. Er þar helst að telja laxveiðar en einnig skák, spilamennsku og frímerkjasöfnun. Hann var ötull félagsmaður Knattspyrnu- félagsins Vals og sinnti þar ýmsum stjórnarstörfum. Alls- staðar þar sem Halldór kom að félagsstörfum var hann öflugur liðsmaður við skipulagningu og fjáröflun. Hann var einnig virk- ur meðlimur Frímúrararegl- unnar og gegndi þar mik- ilvægum trúnaðarstörfum. Halldór greindist með park- inson-sjúkdóminn fyrir sextugt og hafði það mikil áhrif á líf hans og lífgæði eftir það. Útför Halldórs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 10. sept- ember 2018, klukkan 13. 12. október 1993. Börn Halldórs og Ínu eru 1) Arna Björk, f. 3. desem- ber 1962, búsett í Arnhem í Hollandi. Börn hennar eru Gerrit Freyr Meeuwsen, f. 1990, Ómar Þór Meeuw- sen, f. 1992, og Jón- ína Jódís Meeuw- sen, f. 1995. 2) Hallur, f. 26. desember 1963, tannlæknir, búsettur á Selfossi, kvæntur Petru Sigurðardóttur, f. 3. janúar 1967. Börn þeirra eru Andri Hrafn, f. 1991, og Esther, f. 1995. Sonur úr fyrra hjónabandi er Halldór Heiðar, f. 1986, og dóttir hans er Hrafn- tinna Heiður, f. 2015. 3) Sig- urveig, f. 22. mars 1967, hjúkr- unarfræðingur, búsett í Mosfellsbæ, gift Hermanni Hauki Aspar, f. 19. október 1967. Börn þeirra eru Hallur, f. 1998, Stígur, f. 2002, og Þórir, f. 2005. Hermann á tvær dætur úr fyrra hjónabandi, þær Ágústu Hlín, f. 1989, og Þórdísi Björk, f. 1991, d. 2004. Halldór hóf sinn starfsferil ungur að árum sem sendill fyrir Ríkisskip og síðar háseti á flutn- ingaskipum. Hann lauk prófi Faðir – sonur. Feðgasambönd geta verið margvísleg og flókin. Oft sjá feð- ur syni sína sem væntanlega föð- urbetrunga og stundum eiga syn- ir jafnvel að uppfylla drauma feðra sinna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þrátt fyrir að pabbi vildi styrkja mig og leið- beina þá virti hann ávallt mínar ákvarðanir og studdi. Pabbi varð fjölskyldufaðir ungur. Án vafa hefur verið erfitt að framfleyta fjölskyldunni en aldrei heyrði ég hann kvarta und- an hlutskipti sínu. Uppeldisár hans voru brokkgeng. Hann missti föður sinn ungur, bjó víða, fór snemma á sjó, stóð í slagmál- um og reisti höfuð sitt og brjóst og vildi vera töffari. Endaði í Danaveldi um 18 ára aldur þar sem hann hitti mömmu sem heill- aði hann og voru þau gift í 56 ár. Hann var ekki ginnkeyptur fyrir því að taka mikla áhættu gagn- vart vinnu og heimili fjölskyld- unnar, hvað þá að detta í drykkjuskap eins og henti marga kollega hans í þjónastétt. Margs er að minnast við leið- arlok þó trúlega bjagist sumt í barnsminninu. Pabbi vildi herða mig, fannst ég sennilega aðeins of linur, vonaðist til þess að ég yrði fótboltahetja, kenndi mér að tefla. Fór með honum marga dagparta um Reykjavík að safna peningum og styrkjum fyrir Knattspyrnufélagið Val og fleiri félög sem hann tók þátt í. Svo hristumst við á misgóðum vegum eða flugum með litlum rellum norður í Laxá í Aðaldal þar sem við veiddum oft á bændadögum. Alltaf mættir við ána áður en vaktin byrjaði og aldrei hættir fyrr en henni lauk. Vorum oft á bát í norðangarra og trúlega á ég ekki eftir að upplifa meiri kulda. Einu sinni vorum við rúmlega þrjá tíma að fljúga suður í brjál- uðu veðri og þá var pabba brugð- ið. Um tíma vann ég á Hótel Sögu þar sem pabbi var lengst af veit- ingastjóri og taldist það mér til tekna að vera sonur hans. Þrátt fyrir að vera kröfuharður yfir- maður þá báru starfsmenn mikla virðingu fyrir honum. Ef upp komu vandræði í starfsmanna- málum þá var öruggt að hver og einn hafði fengið þá meðhöndlun og sanngirni sem hann átti skilið. Skilaboðin sem ég fékk frá pabba voru að vera heiðarlegur, duglegur og samkvæmur sjálfum sér. Fara ekki í manngreinarálit heldur virða hvern og einn fyrir hvað hann stendur og fyrir fram- komu hans frekar en stöðu hans í þjóðfélaginu. Aldrei heyrði ég föður minn rægja eða öfundast út í nokkurn mann. Hann vildi ekki eyða um efni fram en var rausn- arlegur og aldrei nískur. Þetta hef ég reynt að tileinka mér og vonandi tekst mér að skila þess- um þankagangi áfram til minna eigin barna. Áhugi pabba á barnabörnum sínum var mikill. Í gegnum árin mætti hann reglu- lega á keppnisleiki barna- barnanna og þótti þeim mikið til þess koma. Faðir minn greindist með parkinsonsveikina alltof ungur og synd að mörg af barnabörnum hans kynntust honum ekki áður en veikindin dundu yfir. Þá hefðu þau upplifað sterkan, sjálfstæð- an, kraftmikinn og sjálfsöruggan einstakling sem skipulagði og stóð fyrir viðburðum sem margir fengu að njóta. Kveðjustundir eru erfiðar en einnig er hægt að líta til baka með gleði, hlýju og þakklæti fyrir allar þær dýrmætu gjafir sem pabbi færði mér og fjölskyldu minni. Hallur Halldórsson Bróðurkveðja. Halldór bróðir minn er látinn eftir stutta legu á spítala. Hann veiktist eftir að hafa fylgt vini sínum til grafar og ofgerði sér. Hann hafði áður lengi þjáðst af parkinsonsveiki sem skerti mjög lífsgæði hans á seinni árum. Samband okkar bróður míns hefur alla tíð verið mjög náið, þrátt fyrir aðskilnað í æsku eftir skilnað foreldra okkar sem voru mjög ung þegar þau eignuðust okkur bræðurna með tæplega tveggja ára millibili. Eftir að þau skildu vorum við ekki saman nema í vist á barnaheimilum og síðar þegar mamma og Hallur stjúpi okkar tóku saman og fluttu á Kópavogsbrautina. Þá vorum við orðnir unglingar og deildum herbergi í nokkur ár. Á því tíma- bili myndaðist sterkt bræðra- samband sem var okkur báðum mikilvægt og hélst allar götur síðan. Margt var rætt og margt brallað á þessum árum og síðan höfum við reynt að styðja hvor annan eftir bestu getu. Erfiðleikar í æsku reyndu mjög á Halldór. Vistun á barna- heimilum og drykkfeldur stjúpi í öðru hjónabandi mömmu og síðar einelti í barnaskóla. En allt þetta herti hann og bjó hann undir lífið. Eftir að hann kom út í lífið með Ínu sér við hlið blómstraði hann í starfi, félagslífi og einkalífi og var börnum sínum mikil fyr- irmynd. Vinátta okkar Sigríðar við þau hjónin var okkur mikils virði og ógleymanlegar ótal heimsóknir þeirra norður og veiðiferðir okkar bræðra við Laxá. Gott var líka að koma til þeirra í Huldulandið og síðar í Mosfellsbæinn. Vertu sæll, kæri bróðir minn, minningin um þig og öll okkar samskipti, samverustundir og vináttu mun lifa. Stefán Skaftason. Halldór Skaftason var félagi og vinur í mörg ár. Fyrstu kynni mín af Dóra voru í framreiðsl- unámi þar sem við sátum saman á skólabekk en samhliða námi unnum við báðir í Sigtúni við Austurvöll. Að loknu námi hófum við báðir störf á Hótel Sögu og unnum þar saman í fjölda ára. Dóri var duglegur og fylginn sér við vinnu. Á Hótel Sögu átti hann farsælan starfsferil í Grillinu en hann varð veitingastjóri hótels- ins hjá hótelstjóranum Konráði Guðmundssyni. Margar veislur voru haldnar á þessum árum en ein af þeim allra eftirminnileg- ustu var á vegum Cartier, hún þótti einstaklega glæsileg og var umtöluð. Veislan sýndi fram á hæfileika Dóra og alls starfs- fólksins á Hótel Sögu að geta haldið stórveislu í anda goðsagn- arinnar Anton Mosimann. Til þess þurfti einvalalið en sam- starfsmenn okkar Dóra á þessum tíma voru Ragnar, Wilhelm, Sveinbjörn, Sveinn og Baldur ásamt fjölda efnilegra nema. Utan vinnu sinnti Dóri ýmsum félagsstörfum og mörgum áhuga- málum sínum. Hann hafði mót- andi áhrif á iðngrein framreiðslu- manna en hann sat í stjórn og var formaður Félags framreiðslu- manna um skeið. Dóri var Valsari með stórum staf og áhugamaður um alla knattspyrnu. Sjálfur var hann flinkur með boltann á yngri árum þegar hann spilaði með Val. Við lékum listir okkar saman í fótboltaliði Hótels Sögu og áttum eftir að fá tækifæri með landsliði hótela og veitingahúsa. Með landsliðinu öttum við kappi við kollega okkar í Danmörku í eft- irminnilegum leik þar sem Dóri átti fyrirgjöf inn í teig af hægri kantinum og ég skallaði boltann í netið. Það varð eina mark leiks- ins fyrir Ísland en Danmörk skoraði þrjú. Komumst við betur frá viðureign okkar en íslenska karlalandsliðið sem tapaði 14-2. Fótboltinn var ekki eina kappsmál Dóra. Hann var einnig snjall skákmaður. Hann vann marga sigra og tók þátt í fé- lagsstarfi margra skákklúbba og studdi þá. Hann stofnaði skák- félag framreiðslumanna og kom á skákmóti hótela og veitingahúsa. Á seinni árum var alltaf gaman að heyra í honum þegar hann hringdi og lét vita af næsta skák- móti. Dóri reyndist mér góður vin- Halldór Skaftason ✝ Rósa JónídaBenedikts- dóttir fæddist á Lækjargötu 9 á Ak- ureyri 16. júní 1936. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 19. ágúst 2018. Móðir hennar var Jóhanna Björg Jónsdóttir, starfs- kona í þvottahúsi sjúkrahússins á Akureyri. Faðir hennar var Árni Valdimarsson. Bróðir Rósu er Magnús Guðmundsson, skíðakennari og lögreglumað- ur, nú búsettur í Bandaríkj- unum. Börn Magnúsar eru Magnús og Erika. Rósa flutti til Reykjavíkur sem ung kona og bjó þar alla tíð síðan. Lífsförunautur Rósu var Stefán Þengill Jónsson, f. 26. apríl 1929, d. 10. mars 2001. Rósa lauk barnaskólaprófi frá Heydalsárskóla og gekk seinna í Kvennaskólann á Blönduósi. Vann við ýmis störf, m.a. starfaði hún sem þjónn á strandsiglingaskipinu Esjunni, á Hótel Sögu, Röðli, Hábæ, Tröð og víðar og í einkasam- kvæmum. Auk þess starfaði t.d. í verslun Náttúrulækninga- félagsins og í Múlabæ. Rósa var stjórnarmaður í Gigtarfélaginu um tíma. Dóttir Rósu og Páls Brekk- mann Ásgeirssonar, f. 1932, er Jóhanna Björg Pálsdóttir, f. 27. desember 1960. Eiginkona hennar var Lana Kolbrún Eddudóttir, f. 1965. Þær skildu. Útför Rósu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 10. sept- ember 2018, klukkan 13. Rósa var tekin þriggja ára í fóstur af hjónunum Ragn- heiði Lýðsdóttur hreppstjóra og Benedikt Gríms- syni sparisjóðs- stjóra sem bjuggu á Kirkjubóli í Strandasýslu. Ragnheiður og Benedikt reyndust henni ætíð sem bestu foreldrar þó hún héldi alla tíð góðu sambandi við móð- ur sína og með þeim mæðgum var mjög kært. Fósturbræður Rósu voru: Grímur, f. 1927, d. 2018, Sigurður, f. 1928, d. 2005, og Lýður, f. 1931. Mig langar með fáum orðum að kveðja móður mína sem farin er í sína hinstu ferð. Mamma var einstök kona og þeir sem þekktu hana muna að hún var lífleg, ákveðin og skemmtileg manneskja. Hún var frábær saumakona og eng- an hef ég séð sem fór eins vel með þvott og hún gerði. Hún var mjög natin við allt sem hún tók sér fyrir hendur og mjög ræktarsöm við vini og sérstak- lega raunagóð þeim sem áttu við veikindi að stríða. Mamma fékk sjálf Akureyrarveikina á barnsaldri og bar þess merki alla tíð, glímdi við ýmsa van- heilsu og varð að hætta störfum langt fyrir aldur fram. Hún ræktaði vel vini og ætt- ingja og gott dæmi um það er þegar hún keypti Hagkaups- sloppa fyrir alla í sveitinni heima um árið þegar þeir voru ómissandi eign hverrar húsmóð- ur. Hún hafði þann einstaka hæfileika að hafa útvarpið á fullu, spila hljómplötur, horfa á sjónvarpið og spjalla í símann, allt á sömu stundu. Mamma gekk í Kvennaskól- ann á Blönduósi veturinn 1954- 1955 og eignaðist þar vinkonur til lífstíðar. Þær hafa hist reglu- lega og haldið hópinn og þá var oft glatt á hjalla og mikil sam- heldni. Ein þeirra sagði mér að partíin hafi ekki byrjað fyrr en „Rósa mætti með gítarinn“. Hún safnaði einnig fjölmörgum ljósmyndum frá fyrri tíð og það er greinilegt að hún hefur haft gaman af því að vera með vinum sínum og fjölskyldu. Mamma var oftast glaðlynd þó að heils- an hafi ekki alltaf verið upp á sitt besta en ef henni mislíkaði eitthvað lét hún í sér heyra og sagði skoðun sína óhikað. Eitt helsta áhugamál mömmu var „hinum megin félagið“ og hún fór oft á fundi hjá Sálar- rannsóknarfélaginu og átti margar bækur sem komu út um andleg málefni. Bíbí miðill sagði eitt sinn að það yrði mikið kaffi- boð þegar mamma kæmi yfir og ég er viss um að svo verður. Fyrstu árin áttum við heima á Barónsstíg 3. Svo fluttum við á Grensásveg 60 og þar bjó mamma í tæp 40 ár. Það var alltaf opið hús hjá mömmu og heimilið var bækistöð fyrir marga Strandamenn og aðra þá sem þurftu stað til að dvelja á þegar þannig stóð á. Af Grens- ásvegi flutti hún á dvalarheimili aldraðra. Það átti illa við hana að vera rúmföst síðustu mán- uðina því hún vildi gjarnan hafa eitthvað fyrir stafni og vera svolítið á ferðinni. Hún var lík- lega orðin södd lífdaga þó hún hafi nú helst viljað dvelja hérna með okkur aðeins lengur. Þrem- ur dögum fyrir andlát sitt rétti hún mér hringinn sem hún bar alltaf á litla fingri og sagðist vera að deyja og að ég ætti að eiga hringinn. Við mamma vorum mjög nán- ar og töluðum saman á hverjum degi og nú þegar hún hefur kvatt þennan heim líður mér sem ég hafi misst minn besta vin. Ég vil þakka starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir frá- bæra umönnun og einstök störf með móður mína á liðnum ár- um. Góða móður kveð ég með þakklæti og ást. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Ók. höf.) Jóhanna (Hanna) Björg. Enn fækkar í hópi þeirrar kynslóðar sem leiddi okkur fyrstu skrefin í lífinu. Rósa Jón- ída föðursystir okkar lést á Hrafnistu þann 19. ágúst sl. eft- ir að hafa búið þar í þrjú ár. Rósa ólst upp hjá ömmu Ragn- heiði og afa Benedikt á Kirkju- bóli frá þriggja ára aldri og hún naut þess að vera eina dóttirin en þau áttu fyrir þrjá syni. Rósa var alltaf uppáhaldsfrænkan. Hún var orðin tvítug og farin að heiman þegar við förum að muna eftir okkur en spenning- urinn hjá okkur sveitabörnun- um var mikill þegar hún var væntanleg. Verst var að bíða eftir að hún vaknaði á morgn- ana til að geta skottast í kring- um hana og sjá hvaða nýjungar hún kom með til að gleðja okk- ur. Í minningunni var Rósa sendillinn á heimilinu og snatt- aðist um á gamla Willis-jepp- anum T-2 þegar hún var heima. Hún var með fyrstu konum í sýslunni til að fá bílpróf og var fátt um bíla á bæjunum, því þurfti oft að skutla ferðalöngum og ekki síður afa sem ekki hafði bílpróf. Rósa eignaðist dótt- urina Jóhönnu Björgu og ekki var það minna spennandi þegar hún kom með hana í sveitina. Það var ómetanlegt að eiga Rósu að þegar við fluttum suð- ur. Alltaf tók hún vel á móti okkur á Barónsstígnum og heimili hennar stóð okkur opið, hvort sem við vorum svöng eða vantaði gistingu. Miðbærinn var okkar staður í þá daga og auð- velt að droppa við enda bíla- eigninni ekki fyrir að fara á þeim tíma. Á þessum tíma var líf og fjör í kringum Rósu. Rósa var félagslynd og ræktarsöm við vini sína og ekki síst eldri kynslóðina. Hún naut þess að ferðast innan lands og utan á meðan heilsa leyfði. Rósa var iðin við að taka myndir í sveit- inni á yngri árum og varðveitti vel. Þessar myndir eru okkur öllum dýrmætar og sögulegar. Síðustu árin hafa verið henni erfið – heilsan fór að gefa sig þegar Rósa var á besta aldri og varð hún að hætta vinna af þeim sökum. Samband þeirra mæðgna var einstakt og hafa þær stutt hvor aðra öll þessi ár. Takk fyrir samfylgdina, elsku Rósa frænka. Benedikt, Anna Inga og Gunnar. Eins og við mátti búast hjá sveitastúlku að norðan var helst boðið upp á lambakjöt á Grensásvegi 60. Hrygg með puru, togarasteik með brúnni sósu, eða saltkjöt og rófur. Ég var í mat þar í 25 ár, í hlýlega eldhúsinu með gamaldags grænu innréttingunni sem Rósa og Stefán Þengill út- bjuggu í sameiningu. Hann kom og fór á Trabantinum, bjó í þarnæstu götu, þau voru í fjar- búð allt þar til Stefán dó árið 2001. Yfirleitt vorum við þrjár saman í eldhúsinu, ég á litla bekknum hans Stefáns, Jó- hanna við endann og Rósa saumavélarmegin, en stundum var Palla, pabba Jóhönnu, boðið í mat og þá var setið við borð- stofuborð inni í stofu. Eftir matinn gat verið notalegt að næla sér í blund í græna hornsófanum, því það var góður andi í stofunni hjá frú Rósu og gott að vera þar. Tengdamóðir mín, Rósa Jón- ída, hafði einstaklega gaman af því að kaupa sér föt og henti aldrei neinu, fékk sér bara fleiri fataskápa. Og eiginlega var hún alveg skæður safnari. Það ægði saman í íbúð og geymslu: saumavélum, hakkavélum, ljós- myndum, skókössum, efnis- ströngum, 50 ára gömlum barnafötum, blaðaúrklippum, hinumeginbókum, minnismið- um, tímaritum, bæklingum og allskyns smádóti. Hinu síðast- nefnda sankaði hún að sér á ferðum sínum um heiminn seinni árin, m.a. Bandaríkin, Kanada, Rússland, Austurríki og Ítalíu. Og það var alltaf mik- ið fjör þegar Bændaferð með Ellu og Gunnu stóð fyrir dyr- um. Verst var að yfirleitt vildi Rósa pakka drjúgum hluta af eigum sínum í ferðatöskurnar, til öryggis, og þá gat staðið Rósa Jónída Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.