Morgunblaðið - 10.09.2018, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
INGIBJÖRG FRIÐRIKA HELGADÓTTIR
frá Jarðbrú í Svarfaðardal
andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Hlíð fimmtudaginn 6. september 2018.
Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 14. september klukkan 13.30.
Atli Rúnar Halldórsson Guðrún Helgadóttir
Jón Baldvin Halldórsson Svanhildur Á. Árnadóttir
Helgi Már Halldórsson Regína Rögnvaldsdóttir
Óskar Þór Halldórsson Lovísa Jónsdóttir
Jóhann Ólafur Halldórsson Katrín Úlfarsdóttir
Inga Dóra Halldórsdóttir Páll S. Brynjarsson
börn, barnabörn og barnabarnabörn
✝ Trausti Jó-hannesson
fæddist í Reykjavík
3. júní 1938. Hann
lést 30. ágúst 2018.
Faðir hans var
Jóhannes Ólafur
Skúlason, bifreiða-
stjóri, sonur Skúla
Unasonar bónda á
Fossi í Mýrdal,
Vestur-Skaftafells-
sýslu, og konu hans
Þorbjargar Óladóttur. Móðir
Sigríður Gísladóttir iðnverka-
kona, dóttir Sigríðar Auðuns-
dóttur og Gísla Sigurðarsonar
bónda á Helgusöndum undir
Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu.
Trausti kvæntist Ernu Mar-
gréti Kristjáns-
dóttur 1962 og
eignuðust þau fjög-
ur börn. 1) Kristín
Sigríður, f. 19.11.
1962, bókari, börn
hennar eru Arnór
Trausti, f. 1988,
Lilja Rós, f. 1998,
og Ísabella Ósk, f.
2005. 2) Einar Jó-
hannes, f. 7.5. 1965,
sendbílstjóri, maki
Sólveig Júlíusdóttir, dóttir hans
er Gabríella Rós, f. 1996. 3)
Margrét, f. 4.5. 1966, leigubíl-
stjóri, börn hennar eru Símon
Smári, f. 1993, og Erna Margrét
Rós, f. 1998. 4) Trausti Kristján,
f. 20.4. 1973, vörubílstjóri, maki
Sara Steina Reynisdóttir.
Trausti og Erna skildu 1980.
Seinni kona Trausta er Bára
Oddsteinsdóttir og hófu þau
sambúð 1990. Börn hennar eru
1) Kristjana Brynja, maki Sig-
urjón Karlsson, 2) Óskar Ingi,
maki Helga Aðalgeirsdóttir, 3)
Alma Jenný, maki Páll Guð-
mundsson. Barnabörn Báru eru
tíu og barnabarnabörn sjö.
Trausti lærði til prentara í
Kassagerð Reykjavíkur og vann
þar til 1965. Stofnsetti eigin
prentsmiðju, Myndprent, 1965
og síðar Grafík 1967 og var þar
prentsmiðjustjóri til 1982. Árið
1980 söðlaði hann svo um og
gerðist vörubílstjóri hjá Þrótti.
Hann var í stjórn Þróttar frá
1985 í einhver ár.
Trausti átti húsbíl og ferðað-
ist mikið bæði innanlans og ut-
an.
Útför hans fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 10. september
2018, klukkan 13.
Vinur okkar og félagi, Trausti
hennar mömmu, er fallinn frá
eftir 30 ára samleið. Þegar ég
horfi til baka á ég bara góðar
minningar um þig, sem ég er af-
ar þakklát fyrir. Mikill samgang-
ur var á milli heimila okkar alla
tíð og eftir að Sigurjón minn kom
inn í líf okkar varð hann enn
meiri, því vinátta ykkar var mikil
og góð. Það sem að þið gátuð
spjallað og planað. Það átti að
smíða palla, mála og nefndu það,
þau voru endalaus verkefnin sem
átti að ráðast í.
Þau voru líka mörg ferðalögin
sem við ætluðum að fara í og
fyrsta ferðin var áætluð núna í
desember. Alltaf varstu tilbúinn
að ráðleggja og eða biðja um ráð
um hvernig best væri að fram-
kvæma og gera þetta eða hitt.
En eitt gerðir þú aldrei, það var
að skipta þér af málum annarra.
Það var eins og mottóið hjá þér
væri að hver og einn fengi bara
að vera eins og hann var. Gerði
það þig að meiri manni fyrir vik-
ið.
Þú varst stoltur maður og
mikið varstu stoltur af henni
mömmu okkar, eins og þú sagðir
einu sinni við mig: „Ég er bæði
stoltur og þakklátur fyrir allan
stuðninginn sem mamma þín
hefur gefið mér í gegnum erfiða
og góða tíma.“ Og núna voru sko
góðir tímar framundan með öllu
því sem átti að framkvæma og
ferðalögunum sem átti að fara í,
en tíminn er eitthvað svo afstæð-
ur. Mikið vildi ég óska að þú
hefðir fengið örlítið lengri tíma
til að allar óskirnar þínar hefðu
fengið að rætast. Við munum
gæta mömmu, eins og þú gerðir
svo vel, og minn kæri vinur, með
þökk og virðingu segi ég farðu í
friði og þín verður sárt saknað.
Elsku Kristín, Einar, Magga
og Stjáni, Sara, Jóhanna og
börn. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar og mikið var hann pabbi
ykkar stoltur af ykkur. Ég þakka
ykkur fyrir það hvað þið eruð
yndisleg við hana mömmu og
vona ég að hún og við fáum að
njóta vináttu ykkar þrátt fyrir
fráfall pabba ykkar.
Brynja.
Trausti
Jóhannesson
✝ Alfa Malmquistfæddist 18. júní
1947 á Siglufirði.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 30.
ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann Eð-
vald Malmquist frá
Borgargerði, Reyð-
arfirði, og Hall-
fríður Anna Páls-
dóttir frá Siglufirði.
Eiginmaður hennar er Pálmi
Sveinsson, f. 19. ágúst 1947.
Börn þeirra eru i) Kristrún
Pálmadóttir, f. 21. september
1966, börn hennar eru ii) Styrm-
ir Franz Arnarsson, f. 12. októ-
ber 1985, sambýliskona hans er
Hanna Sif Hermannsdóttir og
dóttir þeirra er iii) Karitas
Nadia, f. 15. maí 2018, ii) Pálmi
Freyr, f. 23. febrúar 2000, ii)
Fannar Máni, f. 23. febrúar
2002, i) Sveinbjörg
Pálmadóttir, f. 30.
júní 1968, og i) Jó-
hann Pálmason, f.
17. júlí 1969, d. 17.
janúar 2007, hann
var kvæntur Ragn-
heiði Gísladóttur,
börn hans eru ii)
Hlynur Jóhanns-
son, f. 14. ágúst
1992, sambýliskona
hans er Ásgerður
Júlía Ágústsdóttir, börn hans
eru iii) Hrafnhildur Eyrún, f. 25.
september 2010, iii) Eldór
Nökkvi, f. 25. desember 2011, og
iii) Freyja Marín, f. 30. apríl
2015, ii) Egill Þór Jóhannsson ,
ii) Askur Jóhannsson og ii) Alfa
Jóhannsdóttir.
Alfa vann við verslunarstörf
og var tíu ár í ræstingum.
Útförin fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 10. september
2018, klukkan 13.
Elsku mamma mín, það er sárt
og erfitt að sjá á eftir þér, en ég
veit að Jói bróðir og fólkið okkar
sem er farið tekur vel á móti þér
með opinn faðminn og blóma-
skrúð eins og honum Jóa var ein-
um lagið. Það var mikið áfall eftir
að þú fékkst greiningu á þessum
illvíga sjúkdómi, sem kom eins og
þruma úr heiðskýru lofti, þú
sýndir strax hversu sterk þú
varst og ákvaðst að berjast með
jákvæðni og bjartsýni að leiðar-
ljósi. Þú háðir hetjulega baráttu
allt fram til síðasta dags og sýnd-
ir mikið æðruleysi í baráttu þinni.
Þú sýndir mér og öðrum að lífið
er núna og því bæri að fagna og
njóta eins vel og hægt væri. Þú
varst svo umhyggjusöm, ástrík
og góð, elsku mamma mín, og þú
lifðir fyrir börnin þín, barnabörn
og langömmubörn sem voru þitt
líf og yndi. Þú kenndir mér svo
margt, að elda, baka, sauma,
prjóna. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur systkinin, ég man hve
gott það var að koma hlaupandi
heim úr skólanum og þú búin að
baka og beiðst eftir því að ég
sagði þér frá skóladeginum, ég
ylja mér við allar góðu minning-
arnar úr tjaldútileigum, Eden-
ferðunum og fleira skemmtilegu
sem við gerðum er ég var barn.
Við vorum líka mikið hjá ömmu
og afa á Bergþórugötunni. Þér
var margt til lista lagt, þú prjón-
aðir, heklaðir, saumaðir, vannst í
keramik, málaðir myndir og
föndraðir, svo hafðir þú líka
þessa fínu söngrödd og spilaðir á
gítar fyrir okkur systkinin. Þú
varst svo glöð og ánægð er
barnabörnin fæddust eitt af öðru
og alla tíð varstu frábær amma.
Ég varð mamma ung alveg eins
og þú, mér fannst þú kunna allt,
ég fékk allar þær ráðleggingar
sem ég þurfti. Ég var mikið með
strákana hjá ykkur pabba, það
var alltaf gott að koma til ömmu
og afa, fá kakó, kleinur og knús,
lesa sögu, fara í bíló eða lita og
teikna. Ég minnist allra góðu
stundanna okkar saman og hve
lífsglöð þú varst alla tíð. Við urð-
um öll svo ánægð þegar þú fórst
í Ljósið og hittir þar Ardísi, þið
smulluð saman þrátt fyrir þrjá-
tíu ára aldursmun og urðu perlu-
vinkonur.
Þakka þér fyrir að vera alltaf
til staðar fyrir mig og fjölskyldu
okkar, við gátum alltaf leitað til
þín. Þú varst okkar stoð og
stytta, elsku mamma mín.
Hvíldu í friði, elsku mamma, þú
varst hetjan mín.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
guð, í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Kristrún Pálmadóttir.
Elsku mamma mín, nú ertu
farin frá okkur. Þú, sem varst
svo yndislega góð við allt og alla.
Þú varst náttúruunnandi og
hafðir gaman af blómum, sagðir
að umhverfið lýsti innri manni.
Þú kenndir mér meðal annars að
prjóna og ég hafði gaman af því.
Þú varst þjónustulunduð, kær-
leiksrík, umhyggjusöm og ósér-
hlífin móðir, það var gott að
eiga þig að, tala við þig og gera
ýmislegt saman. Nú ertu komin
til Jóa, ömmu, afa og fleiri.
Megi guð varðveita og geyma.
Þín dóttir,
Sveinbjörg Pálmadóttir.
Ég man það eins og hafi
gerst í gær þegar Jói sagði mér
að móðir hans héti Alfa, svo fal-
legt nafn hafði ég sjaldan heyrt.
Það var verið að undirbúa af-
mælið hennar og mikið í gangi.
Það var sumar og mikið líf í
garðinum og í bílskúr þeirra
hjóna á heiðinni, ég var feimin
og beið úti í bíl á meðan Jói
skaust inn. Seinna bjuggum við
Jói um tíma í skúrnum, þar
hafði tengdapabbi búið til her-
bergi fyrir okkur. Þar áttum við
gæðastundir með strákana litlu
hans Jóa og við Alfa áttum líka
margar góðar stundir þar,
spjölluðum um lífið og tilveruna
og hún sagði mér margt um
æviárin þeirra og lífsgöngu. Þau
Pálmi voru dugleg að hvetja
okkur í ferðalög og útilegur,
voru óspör á veiðigræjurnar og
nestiskörfuna, alltaf tilbúin að
gefa af sér.
Alfa var mikil listakona, átti
auðvelt með að rækta, prjóna,
föndra og gera fínt í kringum
sig. Á vorin var það ræktunin
sem átti hug okkar allra og þá
var auðvelt að leita til Ölfu og fá
ráð og þegar þau Jói voru í stuði
voru þau komin langt með hug-
myndir um hvernig skreyta ætti
bæinn allan með morgunfrúm
og tóbakshornum.
Alfa tengdamamma mín er
nú farin, hún er nú komin á
þann stað sem hún talaði reglu-
lega um við mig, staðinn sem
Jói okkar dvelur á, staðinn þar
sem blómin og fuglarnir ráða
ríkjum.
Takk fyrir samveruna mín
kæra, takk fyrir Jóa og börnin
mín.
Votta fjölskyldunni allri inni-
lega samúð.
Ragnheiður Gísladóttir.
Amma Alfa var svo góð við
alla sem komu inn í líf hennar
og valdi alltaf réttu orðin til að
gleðja hug náungans. Hún hafði
einstaka og sjaldgæfa kyrrð og
nærveru sem hún smitaði út frá
sér.
Ég undraðist oft hve pabbi
var alltaf svona góður við alla í
kringum sig en skildi betur
seinna að það var vegna þess
hann átti ömmu Ölfu og afa
Pálma sem foreldra.
Minningarnar sem ég á af
henni ömmu eru allar mjög lit-
ríkar eins og af honum pabba.
Ég man ennþá svo vel eftir
gleðinni þegar ég heyrði að við
værum á leið í heimsókn til Ölfu
og ég kom í heimsókn og fékk
hjá henni oft jógúrt, pönnukök-
ur, ber og rjóma og borðaði á
þar til ég sprakk og hún sagði
„elskan, fáðu þér meira!“.
Amma passaði mig oft þegar
ég var lítill og ég man svo vel
eftir því vegna þess að hún var
alltaf góður félagsskapur.
Við fórum út á snjóþotu, löbb-
uðum uppá álfahól og lékum
okkur jafnvel saman á gólfinu
með bíla og dúkkur og amma var
alltaf frumlegur leikfélagi.
Mér þótti notalegt að kíkja til
hennar ömmu og skoða mynda-
albúmin hennar og fór ekki fyrr
en ég hafði skoðað hverja ein-
ustu mynd.
Seinna tókum við upp á því að
horfa á myndbandsupptökur
sem pabbi hafði verið svo dug-
legur að mynda í gegnum tíðina
og við skemmtum okkur að því
og hlógum.
Minningarnar eru svo margar
góðar og ég er heppinn að hafa
átt hana að.
Elsku amma Alfa, við töluðum
oft um dauðann og líf eftir
dauða, þú kenndir mér Faðir
vorið, þú sagðir mér að einn dag-
inn myndir þú deyja og ég velti
því mikið fyrir mér en síðan
týndi ég tímanum og hann er lið-
inn.
Nú hvílir þú með pabba hinum
megin en gerir enn margt sem
þið hafið ætíð gert, þú sérð um
náttúruna, fylgir straumum
hennar og vakir yfir okkur.
Nærvera þín bergmálar sem
aldrei fyrr, en þín verður sárt
saknað.
Þinn
Hlynur Jóhannsson.
Elsku Alfa, það var sárt að
missa þig þó við vitum öll að þú
sért komin á betri stað, laus úr
erfiðum og illvígum veikindum.
Ég man þegar ég kom inn á
heimilið þitt og Pálma 15 ára
unglingur með Hlyni, þá tókst
þú mér strax opnum örmum og
nærvera þín var góð og hlý.
Seinna meir áttum við eftir að
kynnast mun betur þegar ég
kom aftur inn í líf Hlyns. Það
leið ekki á löngu þar til ég leit á
þig sem mína ömmu líka, við gát-
um setið tímunum saman með
kaffibolla og spjallað um daginn
og veginn.
Það voru mikil forréttindi fyr-
ir langömmubörnin þín að fá að
fara í heimsókn til ömmu Ölfu,
þú varst svo barngóð og þóttir
gaman að leika við langömmu-
börnin og fylgjast með þeim
vaxa.
Þú varst svo jákvæð og það
var alltaf svo gaman að segja þér
fréttir því þú samgladdist alltaf
með öllum. Það breyttist ekkert
eftir að veikindin herjuðu á, þú
barðist áfram með jákvæðni og
hlýju.
Elsku Alfa, þó árin hafi ekki
verið mörg sem ég fékk með þér
vil ég þakka þér fyrir þau og að
hafa alltaf staðið með manni.
Takk fyrir að hafa reynst börn-
unum besta langamman og verið
þeim alltaf góð.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur
á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)
Ásgerður Júlía Ágústsdóttir.
Elsku mágkona mín Alfa.
Þú varst fædd á Siglufirði
enda móðir þín, Hallfríður Páls-
dóttir, frá Siglufirði.
Faðir, Jóhann Eðvald Malm-
quist, einn af mörgum börnum
Kristrúnar Bóasdóttur ljósmóð-
ur og Jóhanns Péturs Malmquist
Jóhannssonar bónda í Borgar-
gerði í Reyðarfirði.
Það er sárt að þú skulir vera
farin frá þínum ástvinum. Frá
fjórum ungum börnum, þú varst
vakin og sofin yfir velferð barna-
barna og langömmubarna. Alfa
mín, þú varst mikil hannyrða-
kona, prjónaðir mikið af falleg-
um barnafötum og allskonar
fatnaði á marga.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín
Stella Ragnheiður
Sveinsdóttir.
Kynni okkar Ölfu hófust þeg-
ar ég byrjaði að sækja athvarfið
Dvöl, við urðum fljótt mjög mikl-
ar vinkonur enda var Alfa alltaf
til í að spjalla. Við gátum setið
og spjallað um svo margt og Alfa
hafði líka mjög smitandi hlátur.
En lífið var ekki alltaf létt, og
vissi ég að elskuleg Alfa mín
mátti margt þola og ganga í
gegnum á sinni lífsins braut.
Hún barðist mjög hetjulega
við krabbameinið en eins og svo
margir aðrir tapaði hún þeirri
baráttu. Hún sagði alltaf á svo
jákvæðan máta við mig og aðra
að hún ætlaði að sigra þetta.
Þess baráttuvilja sem hún hafði
mun ég ávallt minnast.
Lífið er oft fjara eða sjór og
ætla ég að minnast elskulegrar
vinkonu minnar sem hetju og
baráttukonu. Hvíldu í friði, elsku
Alfa, ljós þitt lýsir að eilífu.
Ég vil votta Pálma og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð og
þakka fyrir allar stundirnar sem
við áttum í Dvöl.
Anna Helga
Sigurbjargardóttir.
Alfa Malmquist
Nú hefur Dagný
verið kölluð heim
93 ára að aldri,
hæfileikarík merk-
iskona, kennari af Guðs náð og
mikil kristniboðskona. Hún var
vökul og virk félagskona í
Kristniboðsfélagi kvenna og
lagði fús fram krafta sína.
Minnisstætt er mér og hvílík
uppörvun það var okkur, ung-
um kristniboðum í Konsó, þeg-
ar á móti blés, að leiða hugann
að bakhjörlum okkar heima á
Íslandi. Flæddu þá andlitin
fram í hugann og við vissum að
þau börðust heilshugar með
Dagný G.
Albertsson
✝ Dagný G. Al-bertsson fædd-
ist 31. maí 1925.
Hún lést 24. ágúst
2018.
Útför Dagnýjar
fór fram 4. septem-
ber 2018.
okkur og þreyttust
ekki á að minna
Drottin á sendi-
boða sína. Tárin
breyttust í bless-
unardaggir, vonin
varð sterk og lof-
gjörðin braust
fram.
Dagný varð síð-
ar kennari tveggja
barna okkar Gísla í
Melaskóla og mát-
um við það mikils.
En Dagný var líka KFUK-
kona og lét víða til sín taka í
kristilega starfinu. Hvar sem
hún fór játaði hún hiklaust trú
sína á Drottin Jesúm Krist og
trúi ég að áhrif vitnisburðar
hennar í lífi og starfi hafi verið
fjölmörgum til blessunar.
Við þökkum Guði fyrir þenn-
an trúfasta lærisvein og vottum
saknandi ástvinum samúð.
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir.