Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! Lyklahús Sláttuorf 3.495 5.495 rrulás 1.995 1.995 7.995 4.995 3.995 3.995 Kerrulás Hjólastandur á bíl 1.995 Tjaldstæðatengi Tengi 12v í 230v Hraðsuðuketill 12v USB 12v tengi Gunnlaugur Snær Ólafsson Alexander Gunnar Kristjánsson Fagnaðarlæti voru á kosningavöku Sósíaldemókrata í Svíþjóð þegar út- gönguspár þingkosninga þar í landi voru birtar í gærkvöldi. Sýndu spárnar að flokkurinn er áfram stærstur á sænska þinginu þrátt fyrir fylgistap. Ekki síst var því fagnað að vinstrifylkingin svonefnda yrði líklega með flesta þingmenn, sem gæti tryggt áframhaldandi stjórn Stefans Löfvens, forsætisráð- herra og formanns Sósíaldemó- krata. Þegar leið á kvöldið varð hins veg- ar ljóst að hnífjafnt var milli vinstri- og hægrifylkinganna. Þegar nánast var búið að telja öll atkvæði í gærkvöldi voru flokkar sem standa að vinstrifylkingunni samtals með 144 þingmenn en flokk- ar í hægrabandalaginu með 143 þingmenn. Svíþjóðardemókratar fá 62 þingmenn. Þá virðist óljóst hvort vinstristjórnin heldur, en formaður Miðflokksins og formaður Hægri- flokksins hafa krafist afsagnar for- sætisráðherrans, Löfvens. Ferlið gæti breyst Kosningarnar eru sögulegar, en jafnframt eru úrslitin hefðbundin að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar, prófess- ors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir sigurvegara kosninganna vera Svíþjóðar- demókratana þótt þeir séu ekki stærsti flokkurinn. Þeir hafi bæði tekið talsvert fylgi frá Sósíal- demókrötum og Hægriflokknum. Fylgisaukning þeirra var um 4,7 prósentustig. Ef stjórnarmyndunarferlið helst óbreytt frá síðustu kosningum gæti ríkisstjórn Löfvens, forsætisráð- herra og formanns Sósíaldemó- krata, haldið velli. Hins vegar gæti farið svo að hægribandalagið semdi við Svíþjóðardemókrata um ein- hvers konar samstarf að mati Ólafs. Hann segir stöðuna algjörlega opna. „Þetta er í annað skipti sem hvorki rauða né bláa blokkin fær meirihluta. Þessi blokkaskipting hefur verið hryggjarstykkið í sænskri pólitík. Eftir kosningarnar 2014 fékk hvorug blokkin meirihluta en þær ákváðu að halda áfram eins og ekkert hefði gerst og fékk sú blokk sem varð stærst að mynda ríkisstjórn. Það er ekki víst að slíkt gerist núna,“ segir hann. Með innkomu Svíþjóðardemó- kratanna í sænsk stjórnmál hefur stjórnarmyndunarleikurinn riðlast, en hann hefur verið í föstum skorð- um í áratugi, bætir Ólafur við. Ekki sammála um framhaldið Á kosningavöku Svíþjóðar- demókrata hitti Morgunblaðið Mal- ene Egård, sem hefur stutt flokkinn í hartnær áratug. Malene segist ánægð með að loksins hilli undir þarfar breytingar í Svíþjóð. Innflytj- endamál þurfi að taka föstum tökum og fyrir því muni Svíþjóðar- demókratar beita sér. Malene vill ekki spá um hvað gerist að kosn- ingum loknum en hún segist þó ekki telja að eini möguleiki Svíþjóðar- demókrata á að komast til valda sé að verja ríkisstjórn bandalags hægriflokka falli. „Það má vel hugsa sér annars konar samstarf þvert á blokkirnar tvær,“ segir Malene. Það kvað við annan tón hjá Car- oline Cederquist, kjósanda Hægri- flokksins. Hún telur að flokkurinn hennar muni ekki starfa með Sví- þjóðardemókrötum, hvorki með því að hleypa þeim í ríkisstjórn né með því að mynda ríkisstjórn sem þeir verji. Nær væri að leita út fyrir rað- ir hægribandalagsins eftir stuðningi. Caroline segir að Svíþjóðar- demókratar hafi komist upp með að stjórna umræðunni í sænskum miðl- um um of og flokkurinn reyni að láta alla umræðu snúast um innflytj- endur og aðlögun þeirra, hvert svo sem viðfangsefnið er. Hanna Stjernfeld, líffræðinemi við Háskólann í Uppsölum, segist hafa kosið Umhverfisflokkinn. Hún telur umhverfismál mikilvægasta viðfangsefnið enda fylgi það náminu. Þar skorar Umhverfisflokkurinn hæst og flokkurinn sé sá sem nátt- úruverndarsamtökin Naturskydds- föreningen telji besta kostinn. Vel- ferð dýra er henni einnig hugleikin og segir hún að Umhverfisflokk- urinn sé þar öðrum fremri. Ekki er ljóst hvað Hönnu þykir um mögulega stjórnarmyndun, en hana skiptir mestu máli bann við loðdýrarækt og tilraunastarfsemi á dýrum, auk þess að tryggja betur réttindi búfjár og annarra dýra. Í takt við þróun Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar eru úrslitin að vissu leyti mjög hefð- bundin. „Stjórnarflokkarnir tapa báðir, það er að segja Sósíal- demókratarnir og Umhverfisflokk- urinn. Það er það sem við höfum séð lengi og nú í meira mæli en áður að það að vera í ríkisstjórn er langoft- ast ávísun á tap í kosningum.“ Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Hægriflokkurinn Moderat- erna, tapaði einnig talsverðu fylgi í kosningunum. Ólafur segir þetta staðfestingu á svipaðri þróun og hef- ur orðið hérlendis og víða í Evrópu að það festist í sessi að flokkum á þingi fjölgi og þeir verði almennt minni. Stjórnarmyndun með öllu óljós  Krafist afsagnar forsætisráðherra  Löfven hyggst ekki láta af störfum  Munar þingmanni á milli fylkinga  Framhaldið með öllu óljóst  Svíþjóðardemókratar með mestu fylgisaukninguna AFP Stærstur Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, ræðir við fréttamenn í gærkvöldi. Flokkurinn er áfram sá stærsti í Svíþjóð þrátt fyrir fylgistap. AFP Sigurreifur Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, ávarpar stuðningsmenn flokksins á kosningavöku í Stokkhólmi í gærkvöldi. AFP Vel fagnað Ulf Kristersson, leiðtoga Hægriflokksins í Svíþjóð, var vel fagn- að þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Stokkhólmi í gærkvöldi. Naleraq-flokkurinn, einn fjögurra flokka í grænlensku landsstjórninni, er hættur í stjórninni vegna ágrein- ings um rekstur flugvalla. Deilt er hart um aðkomu Danmerkur að fjármögnun og eignarhaldi flugvalla á Grænlandi. Að sögn fréttavefjarins Sermits- iaq tilkynnti Hans Enoksen, for- maður Naleraq-flokksins, á blaða- mannafundi í gær að flokkurinn myndi ekki lengur eiga aðild að landsstjórninni. Haft er eftir tals- manni Naleraq-flokksins, Jens Napaattooqs, að ekki sé undir nein- um kringumstæðum hægt að sætta sig við að danska ríkið eigi hluta af Kaalallit Airports, félaginu sem sér um rekstur flugvalla á Grænlandi. Miklar deilur hafa verið vegna frumvarpsins og kemur fram í bréfi Naleraq-flokksins til samstarfs- flokkanna fyrrverandi að ekki sé vilji fyrir því innan flokksins að samþykkja frumvarpið. Flokkurinn sé frekar reiðubúinn til þess að sætta sig við styttri flugbrautir en að samþykkja aðkomu danskra stjórnvalda. Formaður landsstjórnarinnar, Kim Kielsen, leiðtogi Siumut, segir að ekki verði boðað til nýrra kosn- inga. Ætlar hann að leita til annarra flokka sem geti varið stjórnina falli. AFP Grænlenska þingið Frá setningu grænlenska þingsins í Nuuk í vor. Kim Kielsen, formaður landsstjórnarinnar, gengur fremstur. Flugvallarmál felldu landsstjórn  Grænlenska stjórnin sprungin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.