Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 » TónlistarhátíðinExtreme Chill hófst 6. september og lauk fjórum dögum síðar, í gærkvöldi. Fjöldi tón- listarmanna kom fram og þá einkum raftónlist- armenn þar sem hátíðin er í grunninn helguð slíkri tónlist. Á föstudag fóru tónleikar fram í Gamla bíói og meðal þeirra sem komu fram var dúettinn Mankan, sem þeir Tómas Man- oury og Kippi Kanínus skipa. Var ekki minna lagt upp úr sjónrænu hliðinni en þeirri hljóð- rænu. Gestir Extreme Chill-tónlistarhátíðarinnar skemmtu sér vel í Gamla bíói Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamla bíó Tvíeykið Mankan var á meðal þeirra sem komu fram á föstudagskvöldið var og skemmtu viðstöddum. Fjölbreytt hátíð Margir komu fram, þeirra á meðal var Futuregrapher. Tónleikagestir Þau Júlíus Ólafsson og Vigdís Guðmunds- dóttir voru á meðal gesta í Gamla bíói á föstudaginn var. Tónlistarunnendur Félagarnir Hörður, Ari og Halli létu sig ekki vanta. Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá því að átta kvikmynda- framleiðslufyrirtæki hafi áhuga á að framleiða gamanmynd um Don- ald Trump Bandaríkjaforseta, í leikstjórn hins skoska Armando Iannucci sem á m.a. að baki hina lofsungnu gamanmynd The Death of Stalin eða Dauði Stalíns. Mun Iannucci þegar hafa fengið eitt freistandi tilboð frá ónefndu kvik- myndaveri. Iannucci tísti fyrir skömmu á Twitter um hugmynd sína að gam- anmyndinni, að í henni yrði Trump gefið svefnlyf og hann fluttur í hús sem væri nákvæm eftirlíking af Hvíta húsinu. Þar heldur Trump áfram störfum sem forseti og hefur enga hugmynd um að hann er orð- inn valdalaus. Iannucci tísti að milljónum – og þá væntanlega doll- ara eða punda – yrði varið í að ráða leikara í hlutverk öldunga- deildarþingmanna, starfsmanna Trumps, fréttaþula, gesta á kosn- ingafundum og fleiri persóna í myndinni. „Kvikmyndaver, gæti ég fengið ykkar hæstu tilboð,“ tístir hinn spaugsami Iannucci. Hann gefur kvikmyndinni, eða öllu heldur hugmyndinni að henni, heitið Fake America Great Again sem er útúrsnúningur á slagorði Trumps í kosningabaráttunni, Make America great again, það er Gerum Ameríku aftur stórkostlega. Iannucci fékk mikil viðbrögð við tístinu og skrifaði leikkonan Julia Louis-Dreyfus meðal annars og sagðist gjarnan vilja fá að leika í myndinni. AFP Spaugsamur Armando Iannucci vill gera gamanmynd um Donald Trump. Spennt fyrir grínmynd um Trump Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.